Neytendablaðið - 01.10.2001, Qupperneq 4
í stuttu máli
Blautservétturnar fjarlægðar
Danskir og norskir foreldrar fá
afhentan pakka þegar farið er
heim af fæðingardeildum
sjúkrahúsa. Þetta er svokallaður
Natusan-pakki og í honum er
að finna ýmsar vörur fyrir ung-
böm, þar á meðal blautservétt-
ur. Eftir að könnun dönsku
upplýsingamiðlunarinnar Grön
Information leiddi í ljós að í
sumum tegundum af blaut-
servéttum eru skaðleg efni hafa
fjölmörg norsk sjúkrahús
ákveðið að fjarlægja blautserv-
éttumar úr þessum pökkum.
Rannsóknin var gerð í apríl
og vom niðurstöður hennar þær
að af níu tegundum blautserv-
éttna höfðu tvær samkvæmt
innihaldslýsingu efnið
lodopropýnýl-bútýlkarbomat.
Þetta efni getur orsakað of-
næmi og samkvæmt banda-
rískum rannsóknum einnig lifr-
arskemmdir. Samkvæmt regl-
um má ekki nota þetta efni í
vörur sem komast í snertingu
við varir. Þessar tvær tegundir
vom í Natusan Baby og
Pampers Sensitive.
Framleiðandi Natusans,
Johnson & Johnson, hefúr stað-
Skráið ykkur á
póstlista
Neytenda-
samtakanna
Neytendasamtökin bjóða
neytendum að skrá sig á sér-
stakan póstlista á netinu. Lisl-
arnir eru tveir, annar fyrir fé-
lagsmenn og hinn fyrir þá
sem ekki eru enn orðnir fé-
lagsmenn. Félagsmenn fá allt
efni sem sent er út, en aðrir
aöeins hluta. Þannig borgar
sig alltaf að vera félagsmaður.
Þeir sem áhuga hafa á að vera
á þessum listum geta haft
sanrband í tölvupósti,
ns(ú ns.is. og í síma 545
1200. Þeir félagsmenn sem
ekki eru með aðgang að tölvu
og netinu er bent á aö þeir
geta fengið þessar upplýsing-
ar í pósti.
fest að þetta efni sé notað í
ffamleiðslu á blautservéttum.
Procter & Gamble, framleið-
andi Pampers, segist hins veg-
ar ekki nota þetta efni þrátt
fyrir upplýsingar á umbúð-
unum.
Eftir sem áður er ráðið til
nýorðinna foreldra að nota ekki
blautservéttur nema í neyðartil-
vikum - hreint og volgt vatn er
það besta fyrir komabamið.
Hvernig er þetta hér?
Neytendablaðið kíkti í nokkrar
matvömverslanir til að sjá
hvaða blautservéttur em hér á
markaði. Við fundum átta teg-
undir og em tvær þeirra eins
og í Danmörku, Pampers
Sensitive og Johnson ’s baby
skincare, með efhinu
lodopropýnýl-bútýlkarbomat
samkvæmt innihaldslýsingu.
Aðrar tegundir sem við fúndum
vom án þessa efnis, BabyCare
vaskeservietter, Libero baby
care, Mio vaskeservietter,
Pampers og tvær tegundir frá
Tesco, Toddler xvipes og Ultra
soft cloth wipes.
Neytendablaðið hafði sam-
band við sængurkvennadeild
Landspítala-háskólasjúkrahúss
til að fá upplýsingar um hvort
sambærilegum pökkum og
dreift er í Danmörku og Noregi
væri einnig dreift á sjúkrahús-
um hér. Það er ekki gert. „Við
dreifum ekki auglýsingum.
Okkur er hins vegar kunnugt
um að nýorðnir foreldrar fá
sendan heim kynningarpakka
frá Libero,“ sagði Guðrún Guð-
mundsdóttir deildarstjóri á
sængurkvennadeild. „Við ráð-
leggjum mæðmm að nota ekki
blautservéttur nema í undan-
tekningartilvikum. Blaut-
servéttur koma raunar ekki inn
í hús hér, enda notum við ekki
þessa vöm,“ sagði Guðrún.
Græn ráð:
▲ Notaðu vatn, þvottaklút og
ef til vill örlítið af sápu í
staðinn fyrir blautservéúur
a Notaðu aldrei blautservéttu
til andlitsþvoúa
▲ Taktu með hreinan þvotta-
klút og vatn í flösku ef þú
ferð á stað þar sem ekki er
rennandi vatn
▲ Notaðu aðeins blautservéú-
ur sem neyðarúrræði
Upplýsingar um hreinlæti á matsölustöðum
Það hefur oft komið ffam að
heilbrigðisyfirvöld hér á landi
veigra sér við að gefa neyt-
endum nákvæmar upplýsing-
ar úr gerlarannsóknum sín-
um, t.d. hvaða staðir koma illa
út, og sýna með þeim hætti að
hreinlæti er stundum vem-
lega ábótavant. Neytendur
geta því ekki sniðgengið slíka
staði standi vilji þeirra til
þess. Þetta er með öðmm
hætti í Danmörku, en þar
hafa heilbrigðisyfírvöld um
nokkurt skeið birt niðurstöður
gerlarannsókna á fínni mat-
sölustöðum, pítsustöðum og
skyndibitastöðum. Tvennt
hefur að minnsta kosti áunnist
með þessu, staðimir hafa
fengið aukið aðhald og neyt-
endur sjálfsagðar upplýsingar.
Þetta hefur þó verið umdeilt,
ekki síst hjá þeim veitinga-
stöðum sem verða illa úti.
Og nú verður gengið enn
lengra hjá frændum okkar,
því 1. júlí í sumar gengu í
gildi ný matvælalög. Nýju
lögin gefa heilbrigðisyfír-
völdum heimild til að opin-
bera jafnt góðar sem slæmar
niðurstöður á rannsóknum á
matsölustöðum. Niðurstaðan
verður þegar í stað hengd upp
á viðkomandi stað. Einnig er
það ætlunin að setja þessar
upplýsingar í framtíðinni á
netið. Matsölustaðir sem fá
slæma útkomu geta aftur á
móti óskað eftir nýrri rann-
sókn innan fímm daga.
Þannig getur staðurinn unnið
sér goú orðspor á nýjan leik,
standi hann sig í þeirri rann-
sókn.
Ástæða þessara breytinga
á lögunum er fyrst og fremst
að heilbrigðiseftirlitið í Kaup-
mannahöfn hefúr verið að
sýna miður góða mynd af
matsölustöðum sem margir
rækta bakteríur af miklum
eldmóði og með tilheyrandi
sóðaskap. Og offar en ekki er
hráefnið einnig slakt. Sam-
hliða þessu hafa tilfelli matar-
sýkingarsjúdóma aukist og
eru þau rakin til þessara staða
sem hafa þó sumir til
skamms tíma verið taldir
,klassastaðir‘. Vegna þessa
hafa dönsku neytendasam-
tökin, matvælayfírvöld þar í
landi og stjómmálamenn vilj-
að gera það auðveldara og ör-
uggara fyrir neytendur að
velja á milli mismunandi
staða.
Neytendablaðið telur brýnt
að breyta matvælalögum á
sama hátt hér á landi. Minnt
skal á að margt það besta sem
við höfum fengið í löggjöf er
úr dönskum lögum. Því beina
samtökin því til umhverfís-
ráðherra að beita sér í málinu.
Neytendasamtökin em
reiðubúin að taka þáú í að
knýja fram slíka breytingu
hér.
4
NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001