Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 20
Hársnyrtivörur
Mörg og
misgóð
efni notuð
Til að forma hárið samkvæmt
nýjustu tísku nota Danir ár-
lega 585 þúsund lítra af hár-
lakki, 612 þúsund lítra af hár-
froðu og 350 þúsund lítra af
hárgeli og vaxi. Trúlega nota
Islendingar hlutfallslega svip-
að magn af þessum vörum, en
sennilega leiða fæstir hugann
að því að með hverri úðun úr
hárlakksbrúsa dreifast 14-16
kemísk efni út í andrúmsloft-
ið, setjast á húðina, í hársvörð-
inn, á andlit og jafnvel niður í
lungu. Upplýsingaþjónusta
danskra neytenda hefur kann-
að 76 tegundir af hármótunar-
efnum og komist að því að
þær innihalda samtals 268
mismunandi kemísk efni.
Mörg þessara efna hafa ekki
verið rannsökuð með tilliti til
áhrifa þeirra á fólk eða dýr.
Vitað er að sum þessara efna
hafa skaðleg áhrif á líffíki í
vatni. Sum þeirra geta valdið
ofnæmi, eða það getur verið
skaðlegt að anda þeim að sér.
Nokkur eru hugsanlega
krabbameinsvaldandi, geta
valdið fósturskaða eða breytt
erfðaeinkennum.
Ilmur, litur, þéttleiki
Hárlakk og froða innihalda að
jafnaði 14-16 ólík efni og í
nokkrum tegundum eru efnin
mun fleiri. Hluta þessara efna
er ætlað að halda hárinu í viss-
um skorðum, önnur eiga að
gefa vörunni ilm, lit, rétta
Þalöt
Þalöt eru kemísk efni sem notuð eru í hársnyrtivörur. Rann-
sóknir hafa sýnt að þalöt eru umhverfismengandi, geta vald-
ið hormónaröskun og krabbameini. Að vísu er efnið í litlu
magni í þessum framleiðsluvörum, en ekki er vitað nákvæm-
lega hve mikið magn þarf til að gera vöruna skaðlega. Ef
menn vilja sniðganga þalöt þarf að athuga hvort í vörunni er
mengað alkóhól (alkóhól sem gert hefur verið óhæft til
drykkjar). Þegar alkóhól er mengað á þennan hátt er notað
díetýlþalat.
Heidi Sösted lyljafræðingur sem vinnur hjá dönsku neyt-
endasamtökunum vill að bannað verði að nota þalöt í snyrti-
vörur, þau séu notuð í krem og úðavörur sem með þvotti
endi í lífríki vatna.
Hún hefur vakið athygli umhverfisyfirvalda á skaðsemi
þessara efna og hvatt til þess að fundinn verði annar valkost-
ur en þalöt til að menga alkóhól við snyrtivöruframleiðslu.
Nú er í gangi vinna hjá yfirvöldum í þessu skyni. „Það þarf
að vera tryggt að í staðinn komi ekki eitthvert annað efni sem
hefur svipuð skaðleg áhrif og þalöt. Það er ekki nauðsynlegt
að menga alkóhól við snyrtivöruframleiðslu. Þess vegna á
hvorki að nota þalöt né önnur efni sem geta skaðað neytand-
ann og umhverfið," segir Heidi Sösted.
þykkt eða endingu. Upplýs-
ingaþjónusta neytenda í Dan-
mörku hefur látið rannsaka
heilsu- og umhverfisáhrif
sumra efiianna. I matið voru
valin efni sem annaðhvort eru
algeng í þessum vörum eða
hafa þótt varasöm vegna um-
hverfis- eða heilbrigðisáhrifa.
Ekki tæmandi listi
Rannsóknin nær aðeins til 76
vörutegunda af hármótunar-
vörum, en mun fleiri tegundir
eru á markaði. Af þeim 268
mismunandi efnum sem
framleiðsluvörumar 76 inni-
halda voru aðeins 16 efhi
rannsökuð með tilliti til skað-
legra áhrifa á umhverfi og
heilbrigði. Listi yfir fram-
leiðsluvörur og efni sem hafa
þessi skaðlegu áhrif hefði því
getað verið mun lengri, en
efnalistinn getur þó gagnast
neytendum við innkaup á öðr-
um tegundum af hármótunar-
vörum.
Ilmefni og ofnæmi - mik-
ilvægi innihaldslýsingar
Það hefúr verið sannað að að
minnsta kosti 26 tegundir af
ilmefnum eru ofnæmisvaldar.
Þrátt fyrir það ber framleið-
endum ekki að tilgreina í
vömlýsingu hvaða ilmefni séu
notuð í viðkomandi vöm.
Nægilegt er að taka fram að í
vörunni sé ilmefni (parfume
eðaaroma). Hugtakið getur
náð yfir mörg og mismunandi
efni. Sé viðkomandi með of-
næmi fyrir einhverju ilmefni
er því öruggast að sniðganga
allar vömr með ótilgreindum
ilmefnum. Hjá Evrópusam-
bandinu er verið að semja
frumvarp sem skyldar fram-
leiðendur til að upplýsa hvort í
framleiðsluvöm em einhver af
skaðlegustu ilmefnunum. Af
76 framleiðsluvörum í rann-
sókninni vom aðeins 9 án
ilmefna.
Fyrir utan ilmefni eiga öll
efni sem snyrtivörur eru
ffamleiddar úr, þar með taldar
hársnyrtivömr, að koma fram
með nafni á innihaldslýsingu
vömnnar. Það er mjög slæmt
fyrir neytanda sem haldinn er
ofnæmi að geta ekki séð hvaða
ilmefni er notað í framleiðslu-
vöru - hann þolir ef til vill
vissar tegundir ilmefna, en
verður samt að sniðganga allar
tegundir sem innihalda ilm-
efni.
20
NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001