Neytendablaðið - 01.10.2003, Side 12
Baugur - Verðlagsstofnun okkar daga
Frá því Baugur var stofnaður með sam-
einingu Hagkaupa og Bónuss árið 1998
hefur fyrirtækið náð yfirburðastöðu á
íslenskum matvörumarkaði. Þessi staða
er ein helsta skýring þess að matvöru-
verð hefur hækkað meira hér á landi en í
samanburðarlöndum og umfram vísitölu
neysluverðs. Baugur hefur að hluta til
tekið við því hlutverki sem Verðlagsstofn-
un gegndi á árum áður og stýrir nú að
miklu leyti verði á matvörum. Smærri
aðilar á markaðnum treysta sér ekki til
atlögu við Baug í þeirri trú að risinn muni
eiga sigurinn vísan ef til verðsamkeppni
og jafnvel verðstríðs kæmi. Ekki virðist
sjá fyrir endann á þessari þróun því eng-
in trygging er fyrir því að markaðshlut-
deild Baugs geti ekki aukist eins og hún
hefur gert á undanförnum árum. Baugur
(Hagkaup, Bónus og 10-11) ræður nú yfir
meira en helmingi matvörumarkaðarins
á landinu en á höfuðborgarsvæðinu, mik-
ilvægasta markaðssvæðinu, er hlutdeild
fyrirtækisins um 70 af hundraði.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í
athyglisverðri skýrslu Stefáns Ragnars
Guðjónssonar um verðþróun á matvöru-
markaði þar sem hann leitast við að var-
pa Ijósi á áhrifaþætti og bera ástand og
þróun hérlendis saman við nokkur lönd
í Evrópu. Skýrslan er lokaverkefni hans
til B.S.-gráðu írekstrar-ogviðskiptafræð-
um við Viðskiptaháskólann á Bifröst og
kom út á vordögum 2003. Auk rann-
sókna byggir Stefán Ragnar niðurstöður
sínar og ályktanir á reynslu og þekkingu
sem hann hefur aflað sér vegna starfa
sinna á matvörumarkaðinum í áratug.
Fákeppni og óheillaþróun í verdlagi
Stefán Ragnar telur að helstu ástæður mik-
illar og neikvæðrar umræðu um matvöru-
markaðinn hér á landi á undanförnum
árum séu markaðsráðandi staða Baugs og
„óheillaþróun í verðlagi". Hann bendir á
að verðlag á íslandi hafi hækkað verulega
síðan 1996 þrátt fyrir sameiningu fyrir-
tækja í hagræðingarskyni. Hann vekur
jafnframt athygli á að samræmd vísitala
mat- og drykkjarvöru var sambærileg og
í samanburðarlöndum úttektar hans á ár-
unum 1996-1999 en 1999 hafi vísitalan
tekið kipp hér á landi.
Stefán Ragnar nefnir fjórar aðalástæður
fyrir hækkun vöruverðs á árunum1998-
2003, auk þeirra áhrifa sem stofnun
Baugs með sameiningu Hagkaupa og
Bónuss hafði :
1. Verðbólga var meiri hér á landi á því
tímabili sem samanburðurinn nær til.
2. Markaðirnir sem borið er saman við
eru mun stærri en sá íslenski og inn
kaupamáttur erlendra keðja þvf mun
meiri.
3.Samanburðarlöndin búa við mun
meiri nálægð við aðra markaði.
4. Nokkur fyrirtæki á heildsölustiginu
hafa mjög sterka stöðu og telur Stefán
Ragnar að þar ríki fákeppni.
Tímabil samkeppni og fákeppni
Stefán Ragnarreifarsögu matvöruverslun-
ar hér á landi allt frá dögum frumstæðs
vöruskiptakerfis. Hann rifjar upp að á
7. áratug síðustu aldar jókst samkeppni
á markaðnum til muna með tilkomu
Hagkaupa og Nóatúns. Samkeppni á
markaðnum var áfram mikil á áttunda
og níunda áratugnum og fram á þann
tíunda. Hins vegar segir hann tíunda ára-
tuginn hafa einkennst af samruna á mark-
aðnum. Sjálfstæðir kaupmenn lögðu
upp laupana en við tók hringamyndun.
Hagkaup og Bónus hófu að tengjast árið
1992, aðeins þremur árum eftir stofnun
Bónuss. Stefán Ragnar telur að þróunin
síðan hefði orðið talsvert önnur hefðu
samkeppnisyfirvöld gripið inn í þessi
eignatengsl þegar í upphafi.
Árið 1995 hafði þó enginn einn aðili
náð meira en fjórðungi markaðarins.
Hagkaup réðu yfir 24 prósentum mark-
aðarins, Bónus hafði 11 prósent, Nóatún
10 prósent en fjöldi annarra mun minna.
Þetta átti eftir að breytast hratt á næstu
árum. Árið 1998 störfuðu enn fjölmargir
aðilar á markaðnum en hinn nýstofnaði
Baugur hafði þá þegar yfirburðastöðu
með 35 prósent markaðarins. Síðan hef-
ur orðið mikil samþjöppun, bæði í smá-
sölu- og heildsöluverslun. Sem dæmi um
samþjöppun í heildsöluverslun ogafleið-
ingar hennar nefnir Stefán Ragnar sam-
einingu Myllunnar og Samsölubrauða
árið 1998. Við það varð til ráðandi aðili
12 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2003