Neytendablaðið - 01.10.2003, Page 20
Erfðabreytt matvæli
Áhrifá heilsufar neytenda
Erfðabreytt matvæli eru afurðir sérstakr-
ar tækni sem breytir erfðamengi lífveru
með því að setja í hana erfðavísa (gen) úr
öðrum ólíkum tegundum, t.d. úr bakter-
íu, vírus, skordýri, öðrum dýrategundum
eða jafnvel mönnum. Tilgangurinn með
þessari endurhönnun lífverunnar er að fá
fram í henni einhverja eftirsóknarverða
eiginleika. Ef við höfum til að mynda
áhuga á að gera kartöflur eða jarðarber
frostþolin getum við hugsað okkur að
setja í þau erfðavísa úr heimskautafiski
(t.d. flyðru) sem hafa þann eiginleika
að draga úr áhrifum kælingar. Þar sem
erfðatækni er þess megnug að framleiða
lífveru meðerfðavísum úrólíkumtegund-
um er sú lífvera sem til verður ólík öllu
því sem náttúran mundi skapa. Náttúru-
leg æxlun gengur ekki þvert á tegundir,
heldur tryggir hún að genablöndun eigi
sér stað innan öryggismarka þróunar
sem varðveitir tegundir og hindrar arf-
gengi veikleika og vansköpunar.
Hve vísindaleg er erfÖatæknin?
Vísindin á bak við erfðatæknina byggjast
á þekkingu sem gerir það mögulegt að
skilgreina, einangra og flytja til erfða-
vísa. Þau skortir hinsvegar skilning á því
hvernig tengslum erfðavísa er háttað og
hvernig hópar erfðavísa hafa þróast og
myndað náið og fínstillt kerfi verkaskipt-
ingar. Þá er heldur ekki þekkt hvernig
hópar erfðavísa hegða sér í mismunandi
umhverfi, en eins og Nóbelsverðlauna-
hafinn Barbara McClintock hefur bent á
er hegðun erfðavísa „algerlega háð því
umhverfi sem þeir starfa í". Kenningin
um flutning á erfðavísum gefur sér þá ein-
földu forsendu að erfðavísir muni gegna
sama hlutverki í sínu nýja umhverfi og
hann gerði í upprunalegu lífverunni,
og að hlutverkið varðveitist við fjölgun
frumna og milli kynslóða. Þessi forsenda
er vísindalega ósönnuð og því er alvarleg-
um spurningum um áhættu af flutningi
erfðavísa ósvarað.
Tilraunir líftæknifyrirtækja með erfða-
breytt matvæli eru gerðar á grundvelli
svonefnds „verulegs jafngildis" sem
gerir ráð fyrir að erfðabreytt og ekki
erfðabreytt matvæli séu að miklu leyti
sambærileg eða „jafngild". Með því að
setja því sem næst jafnaðarmerki þarna
á milli hefur líftæknifyrirtækjunum
liðist að sleppa öllum rannsóknum á
áhrifum erfðabreyttra afurða á heilsufar
neytenda, lífríkið og umhverfið. Hinar
svokölluðu jafngildisprófanir útheimta
einungis almennan samanburð á erfða-
breyttum jurtum og sambærilegum
ekki erfðabreyttum jurtum. Þannig er
til dæmis borið saman magn vítamína
og amínósýra í tómötum, en ekki er
farið í saumana á smærri (en hugsanlega
mikilvægum) efnafræðilegum mismun.
Aðferðin hefði t.d. ekki einu sinni dugað
til að greina kúariðu í kjöti!
Neytendur, tilraunadýr líftæknifyrir-
tækja?
Erfðabreytt matvæli voru sett á markað
áður en þau höfðu farið í gegnum nál-
arauga óháðra prófana og rýni vísinda-
manna; einungis vafasöm jafngildisaðferð
líftæknifyrirtækjanna lá til grundvallar.
Eftir að það var gert hafa rannsóknir sýnt
að erfðabreytt matvæli fela í sér raun-
verulega áhættu til skemmri o,g lengri
tíma. Af þeim sökum má halda því fram
að erfðabreytt matvæli séu í flokki með
nýjum lyfjum. Áður en notkun lyfja til
lækninga á fólki er heimiluð er krafist um-
fangsmikilla efnarannsókna, þá prófana
á dýrum og síðan prófana á mönnum.
Líftæknifyrirtækin nota í raun umhverfið
og almenning sem tilraunadýr. Mistök á
tilraunastofunni er unnt að leiðrétta, en
eftir að erfðabreyttum plöntum hefur
verið sleppt út í umhverfið er ekki hægt
að taka þær aftur eða hafa taumhald á
þeim; tjón sem þær valda á lífríki eða
mönnum gæti orðið varanlegt.
Möguleg heilsufarsáhætta
En hvaða áhrif kann neysla erfðabreyttra
matvæla að hafa á heilsufar fólks? Vís-
indamenn óttast mest tvennt í þessu
sambandi, annars vegar ofnæmisvið-
brögð og hinsvegar ónæmi fyrir sýkla-
lyfjum. Flestir aðfluttir erfðavísar koma
úr lífverum sem hafa aldrei verið hluti
af fæðu mannsins og'því er útilokað að
vita hvort hin erfðabreytta afurð valdi of-
næmisviðbrögðum. Ofnæmi getur verið
lítið eða mikið og það getur komið fram
smám saman á alllöngum tíma. í hverri
jurt er að finna fjölda eiturefna sem
eru misvirk. Dr. Margaret Mellon, sem
sérhæfir sig í sameindalíffræði og hefur
yfirumsjón með landbúnaðar- og líf-
tækniáætlun UCS (Union of Concerned
Scientists) í Washington, telur verulega
áhættu fólgna í erfðabreytingum þar
sem þær kunni að virkja erfðavísa sem
framkalla eiturefni, sem aftur kunna að
valda ofnæmi. Ónæmi fyrir sýklalyfjum
er talið geta komið til af því að aðfluttir
erfðavísar eru auðkenndir með viðhengi,
n.k. merkigeni sem hefur mótstöðu gegn
sýklalyfjum. Ýmsir vísindamenn óttast að
þessi merkigen kunni að örva þarmabakt-
eríur til myndunar ofursýkla sem ekki
verði unnt að vinna á með hefðbundn-
um sýklalyfjum.
Skýringar á töflu um prentara
bls.16.
I) Á þessu verði hjá Nýherja, kostar 9.995
krónur hjá Elko. 2) Á þessu verði hjá Tæknibæ,
kostar 17.800 krónur hjá Elko og 17.900 krónur
hjá Nýherja, Odda og Tölvulistanum. 3) Á þessu
verði hjá Elko, kostar 29.900 krónur hjá Nýherja.
4) Á þessu verði hjá Þór, kostar 11.500 krónur hjá
EJS, 11.900 krónur hjá Hans Petersen og 12.900
krónur hjá Expert. 5) Á þessu verði hjá EJS, ko-
star 19.900 krónur hjá Elko, 19.999 krónur hjá BT
og 21.900 krónur hjá Hans Petersen. B) Á þessu
verði hjá Elko, kostar 24.999 krónur hjá BT. 7) Á
þessu verði hjá BT, kostar 34.700 krónur hjá Þór og
39.900 krónur hjá Hans Petersen. 8) Á þessu verði
hjá Samhæfni, kostar 33.853 hjá Tæknibæ, 34.900
hjá Tölvulistanum. 9) Á þessu verði hjá Pennanum,
kostar 21.900 krónur hjá Hugver og 22.900 krónur
hjá Elko. 10) Á þessu verði hjá Bræðrunum Ormson
og Tölvulistanum, kostar 16.900 krónur hjá Odda.
II) Á þessu verði hjá EJS, kostar 18.900 krónur
hjá Odda og 19.800 krónur hjá Elko. 12) Á þessu
veröi hjá Griffli, kostar 8.990 krónur hjá Odda,
Tæknibæ og Tölvulistanum, 9.250 hjá Br. Ormson
og 10.203 krónur hjá EJS.
20 NEÝTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2003