Neytendablaðið - 01.03.2004, Page 4
Megrun án árangurs
Brennslan eykst, aukakílóin fjúka af og
fitan rennur af líkamanum. Þaft vantar
ekki staðhæfingarnar þegar megrunar-
fæfti er annars vegar. Hins vegar styftur
oftast lítift sem ekkert þessar fullyrðing-
ar. Þetta er niðurstaða athugunar sem
dönsku neytendasamtökin létu gera.
Keyptar voru 42 vörutegundir sem allar
áttu það sameiginlegt að vera auglýstar
sem „grennandi" annað hvort af fram-
leiðanda eða seljanda. Vörurnar voru
keyptar í heilsubúðum, á netinu og
úr pöntunarlistum. Vörutegundir sem
voru með í könnuninni voru til dæmis
eplaedik, vítamínpillur, te og jurtir. Sér-
fræðingar fóru síðan vandlega í gegnum
rannsóknargögnin sem lágu til grund-
vallar megrunarfæðinu og athuguðu
hvort að vísindalegar niðurstöður lægju
að baki fullyrðingum eins og: „Fitusog f
pilluformi", „aukin brennsla" og „kílóin
hrynja af án þess að breyta þurfi matar-
venjum". Niðurstaða sérfræðinganna var
afdráttarlaus. Neytendur eru gabbaðir og
það eina sem hverfur er peningarnir.
í framhaldi af þessu voru framleiðendur
og seljendur 38 vörutegunda kærðir til
matvælaeftirlits þar sem þeim var gefið
að sök að gefa neytendum villandi upp-
lýsingar. Matvælaeftirlitið tók undir
afstöðu neytendaráðsins og í kjölfarið
voru margar varanna fjarlægðar úr hill-
um verslana.
Nokkrum mánuðum sfðar staðfestu
dönsku neytendasamtökin að mikið af
svokölluðu megrunarfæði hefði ratað
aftur í verslanir.
Það er nær ómögulegt að fylgjast í sífellu
með markaðnum en aðgerðir af þessu
tagi eru þörf áminning til seljenda og
framleiðanda. Það eru til lög sem taka á
villandi upplýsingum til neytenda og ef
seljendur vilja láta taka sig alvarlega ættu
þeir að halda sig innan ramma laganna.
Grennist á þremur dögum og þyngist
ekki aftur!
Markaðurinn fyrir megrunarvörur er stór
og fer stækkandi. Margir sem reynt hafa
að megra sig án árangurs eru tilbúnir að
prófa allt og eyða töluverðum upphæð-
um til þess eins að grennast. Þetta vita
slyngir sölumenn og láta ekki sitt eftir
liggja þegar kemur að því að sannfæra
neytendur um töframátt tiltekinnar vöru.
Miðað við þann árangur sem framleið-
endur og seljendur lofa getur maður
furðað sig á öllu úrvalinu af megrunarvör-
um sem er á borðstólnum. Ftvers vegna
eru alltaf að koma nýjar og nýjar vörur á
markað ef þær sem fyrir eru virka svona
óskaplega vel? Framleiðendur og seljend-
ur lofa upp í ermina á sér og henda fram
alls konar staðhæfingum með það að
markmiði að krækja í viðskiptavini og
þannig mun það alltaf verða. Neytend-
ur verða því að vera
gagnrýnir í hugsun og
taka auglýsingum
og boðskap þeirra
með fyrirvara.
FLöSKUM EKKI Á PESSU...
HöLOUM LANÖiNU HREiNU. HIROUM ALLT ÖLER.
VÍN v*BÚÐ
www.vinbud.is