Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Side 7

Neytendablaðið - 01.03.2004, Side 7
skjánum. Fólk sem á marga vini sem það talar oft við eða er mjög virkt í félagslífi ætti að velja síma með miklu minni. Sum- ir þráðlausir símar geta aðeins geymt 10 númer í minni, aðrir 200. í sumum símum er hægt að tengja ákveðna hringitóna við símanúmer í símaskránni. Þá er hægt að vita hver er að hringja með því einu að hlýða á tónana. Fjölhæfni Nú eru fáir eða engir símar á markaði sem aðeins er hægt að nota til að hringja með eða svara í. Kröfurnar hafa vaxið. Og margt f búnaði þráðlausu símanna getur vissulega létt líf notendanna. Á móðurstöð flestra þráðlausu símanna er píp-takki (paging button). Sé þrýst á hann heyrist sérstök hringing í símtólinu, öðru vísi en sú sem boðar venjulegt sím- tal. Þetta er gagnlegt til þess að finna sím- ann með því að ganga á hljóðið ef hann er hvergi sjáanlegur. Þetta niá líka nota til að láta fólk úti í garði eða niðri í kjall- ara vita að matur sé framreiddur og fleira af því tagi. Sum símtækjanna bjóða upp samtal milli móðurstöðvar og símtóls. Sumir þráðlausir símar geta flutt SMS- textaskilaboð eins og GSM-símar. Það fer þó eftir tæknibúnaði símstöðva hvort það gengur eða ekki. Margir símanna eru með klukku og suma er hægt að nota sem vekjara. Yfirleitt er hægt að stilla styrk hringingar- innar og hafa hann mun meiri en í venju- legum síma. í prófunum ICRT reyndustflestar rafhlöð- ur endast í um 72 klst., (þrjá sólarhringa) miðað við að talað væri í símtólið f um hálfa klst. á dag, en sumar dugðu aðeins í um 24 klst. í styrkleikaprófum reyndust símarnir yfir- leitt þola högg og veltur ágætlega, einnig rafstuð þar sem líkt var eftir eldingum í símkerfi. Margir þoldu líka raka og gufu upp í 70%. Mörg símtól Flest þráðlaus símtæki með stafrænum búnaði bjóða upp á þann kost að notuð séu fleiri en eitt símtól við hvern síma, sem þá má kannski fremur kalla símstöð. Hleðslurafhlaða er í hverju símtóli svo hægt er að láta þau vera hér og þar um húsið, sérstaklega ef hleðslutæki fylgir hverju tóli. Þessi búnaður getur reynst mjög vel og hlíft fólki við hlaupum fram og aftur eða upp og niður stiga til að svara í sfma. Einn kosturinn við að eiga mörg símtól er sá að oft er hægt að hringja á milli þeirra og nota þau eins og talstöðvar eða labb- rabb tæki, þótt þeir dragi heldur skemur. Það fer eftir símgerðum hvort samtalið fer beint á milli símtólanna eða þarf að fara gegnum móðurstöðina. Helstu gallar Yfirleitt eru þráðlausir símar einfaldir og auðveldir í notkun. Gallarnir eru að- allega litlir eða óskýrir skjáir, litlir eða illa merktir takkar eða vandamál við að vista númer f minni símans (búa sér til símaskrá). Það er Ifka mjög pirrandi galli við suma þráðlausu símana að símaskrá og annað dettur úr minni þeirra ef þeir verða rafmagnslausir. Aðalgalli sumra stafrænna síma er oft sá að þeir geta truflað heyrnartæki sem heyrnarskert fólk notar. Ef væntanlegur notandi þráðlauss síma notar heyrnar- tæki er rétt er að láta á þetta reyna í versl- uninni áður en kaup eru gerð. Vert er að geta þess að yfirleitt er ekki jafn góður hljómur í bestu þráðlausu sfmunum og „venjulegum" fastlínusím- um. í gæðakönnun ICRT lýstu notendur þessu þannig m.a. að þráðlausi hljómur- inn væri með „nefhljóði", „loðinn" eða jafnvel „grófur". Einn besti síminn: Siemens Cigaset SiOO fékk háa heildargæðaeinkunn, 4,4 (af 5,5) og var ódýrastur á 16.900 kr. hjá Elko og Smith & Norland. © International Consumer Research and Test- ing - Neytendablaðið 2004. Vinsamlega getið heimiidar ef vitnað er í fjöl- miðlum eða á öðrum vettvangi í efni á vefNS. Óheimilt er að birta heilar greinar eða töflur án leyfis NS. Upplýsingar á vef NS er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skrif- legt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Hönnun og stærð talfæris Gæði skjás Hæsta hringing Hringt Svarað Númer sett í minni Þægindi í notkun Styrkleiki og ending tækis Oryggis- og umhverfis- mái, heild 3.6 2.6 3.7 3.2 3.4 2.4 2.3 4.0 4.1 3.7 3.4 2.1 3.8 3.4 3.3 3.0 4.0 3.6 3.0 3.0 1.3 3.4 3.4 2.0 2.7 3.7 3.3 4.2 3.2 1.6 4.2 3.9 3.9 3.1 4.0 4.1 4.7 3.6 2.7 3.9 3.6 3.8 3.6 4.0 3.8 4.7 4.3 5.4 4.3 4.1 4.3 3.8 4.0 4.1 3.4 4.1 3.6 4.0 4.1 4.0 3.6 4.0 4.1 4.2 3.2 3.7 3.6 3.8 2.8 2.9 4.0 4.2 3.7 5.1 4.6 4.7 4.7 5.1 4.8 4.0 4.2 3.8 4.7 4.3 4.6 4.6 4.6 4.6 4.0 4.1 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2004 7

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.