Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 2
Almannahagsmunir í
Ástandið á fjölmiðlamarkaði mun vera
óviðunandi. Stjórnvöldum fannst því
ástæða til að koma almenningi til bjar-
gar og leggja fram hið margumtalaða
fjölmiðlafrumvarp. Fyrir þá sem hafa
starfað að málefnum neytenda kemur
þessi skyndilegi áhugi stjórnvalda á
almannahagsmunum heldur spánskt
fyrir sjónir. Tökum nokkur dæmi.
Frumvarp um innheimtulög var lagt
fram í fjórða sinn í vetur. Þrisvar hef-
ur þetta sama frumvarp dagað uppi
og það virðist einnig ætla að verða
raunin íþetta sinn. Nágrannaþjóðim-
ar hafa sett löggjöf sem tryggir skuld-
urum lágmarksvernd með lögum.
Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert
og virðast ekki ætla sér að gera. Enda
ekki um almannahagsmuni að ræða.
I desember 2002 var samþykkt
þings-ályktunartillaga þess efnis að
skoða ætti nánar ástæður fyrir háu
matvælaverði hér á landi og að hve
miklu leyti ríkinu er um að kenna.
Skýrslan hefur nú loksins litið dagsins
Ijós og niðurstöðurnar koma íslensk-
um neytendum ekkert á óvart. Mat-
vælaverð á íslandi er miklu hærra
en gengur og gerist í vestur Evrópu.
Það þykir ásættanlegt og ólíklegt að
stjórnvöld grípi til aðgerða nú frekar
en fyrri daginn, enda hefur hátt mat-
vælaverð ekkert með almannahags-
muni að gera.
Fákeppni og verðsamráð hafa bitnað
illa á íslenskum neytendum. Forstjór-
ar ýmissa fyrirtækja hafa í samein-
ingu ákveðið hvaða verð neytendur
skuli greiða fyrir vörur og þjónustu.
Þetta fyrirkomulag kemur sér vel
fyrir fyrirtækin sem virðast telja að
markmið frjálsrar samkeppni sé að
efla hag fyrirtækjanna á kostnað
neytenda. Það er hlutverk Sam-
keppnisstofnunar að hafa eftirlit með
markaðnum og koma lögum yfir sam-
ráðsdólgana. Hingað til hefur stjórn-
völdum ekki þótt sérstök ástæða til
að efla Samkeppnisstofnun og finnst
það greinilega ásættanlegt að rann-
sóknir á meintu verðsamráði taki
nokkur ár. En viti menn. I kjölfar fjöl-
miðlafrumvarpsins er allt í einu farið
að tala um í fullri alvöru að efla Sam-
keppnisstofnun. Það er víst um að
gera að passa að landinn hafi aðgang
að fréttum og afþreyingu í hlutföllum
sem stjórnvöld geta saétt sig við. Það
að tryggja virka samkeppni á öðrum
sviðum neytendumtil hagsbótaflokk-
ast auðvitað ekki undir almannahags-
muni.
Brynhildur Pétursdóttir
Efni
Frá kvörtunarþjónustunni 3
Listin að kvarta 4
Vítamínbætt matvæli 6
Gæðakonnun á GSM-símum 8
Garðrækt 10
Ábyrgð flugfélags á farangri 12
Farþegar í flugi 13
Gæðakönnun á hundamat 14
Gæðakönnun á kattamat 10
Lífræn merki 17
Sykur í matvælum 18
Ánægjulegar markaöshræringar 20
Hávaðamengun 22
Mysa 23
Prentað efni
Blaðið er prentað á
umhverfisvænan hátt.
NEYTENDABLAÐIÐ
2. tbl., 50. árg. - júní 2004
Útgefandi: Neytendasamtökin,
Síðumúla 13, 108 Reykjavík
Sími 545 1200 Fax 545 1212
Veffang: www.ns.is
Netfang: ns@ns.is
Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson
Ritnefnd: Brynhildur Pétursdóttir,
Jóhannes Gunnarsson, Þórólfur
Daníelsson, Puríður Hjartardóttir
Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur
H. Torfason
Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir
Umbrot og hönnun: Ásprent Stíll hf.
Prentun: HjáGuðjónÓ ehf. - vistvæn
prentsmiðja
Pökkun: Bjarkarás
Upplag: 13.000 eintök, blaðið er sent
öllum félagsmönnum í Neytendasam-
tökunum
Ársáskrift: 3.400 krónur og gerist
áskrifandi um leið félagsmaður í
Neytendasamtökunum.
Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í
öðrunt fjölmiðlum sé heimildar getið.
Óheimilt er þó að birta heilar greinar
eða töflur án leyfis Neytendasam-
takanna. Upplýsingar úr Neytenda-
blaðinu er óheimilt að nota í auglýs-
ingum og við sölu nema skriflegt leyfi
Neytendasamtakanna liggi fyrir.
Lykilorð á heimasíðu: kisa2004
2 NEYTENDABLABIÐ 2.TBL. 2004