Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 10
Öll gleðjumst við yfir hækkandi sól og njótum þess að sjá trén laufgast og blómin blómstra. En skordýrin sem fylgja sumrinu eru ekki alltaf jafn kær- komin. Ýmis ráð eru til að losna við skor- kvikindi úr garðinum og algengast er að eitra plöntur og tré með skordýraeitri. En er eitrun óhjákvæmilegur fylgifiskur garðvinnu og forsendan fyrir fallegum garði? Neytendablaðið ákvað að kanna málið. Stórhættulegir trjámaðkar og bráðdrep- andi blaðlýs Mjög algengt er að fólk eitri fyrir ýmsum skordýrum í görðum sínum jafnvel þótt að þeirra hafi ekki orðið vart. Algengast er að fólk eitri fyrir trjámaðkinum en trjá- maðkur er nokkrar tegundir fiðrildalirfa. Blaðlúsin er annar „ógnvaldur" en hún getur valdið tjóni sem felst í hægari vexti plöntunnar. Neytendablaðið leitaði til Cuðrúnar Helgu Cuðbjörnsdóttir garð- yrkjutæknifræðings til að fræðast meira um skaðsemi meindýra og garðeitrun. N: Er blaðlúsin mikill skaðvaldur? G: Það eru til nokkrar tegundir blaðlúsa, tegundir sem sækja í nýja og ferska sprota og svo á laufblöð plöntunnar. Lúsin getur valdið töluverðu tjóni þar sem hún hæg- ir á vexti plöntunnar, því þarf að vera á verði gagnvart lúsinni ílauftrjánum íjúní- mánuði. Fyrir þá sem vilja eitra er best er að eitra gegn lúsinni um leið og hún finnst. Hins vegar er það að eitra engin trygging fyrir því að lúsin komi ekki aftur því hún heldur sig í trjánum allt sumarið ólíkt maðkinum sem klekst út. Einnig er hægt að fá Iffrænar varnir gegn blaðlús sem virka þannig að efnið hjúp- ast utan um lúsina og hún kafnar. Hvað geturðu sagt okkur um Sitkalús- ina? G: Sitkalúsin leggst einungis á grenitré. Rauðgreni virðist þola iúsina ágætlega en sitkagreni, blágreni, og hvítgreni verða hvað verst úti. Sitkalúsin er nokkuð seig og merkileg „padda". Hún fjölgar sér kynlaust og fæðir lifandi unga sem ná fullum þroska á nokkrum vikum og lifa af veturinn. Það þarf ansi harðan vetur til að losna við hana. Sitkalúsin heldur sig mest á eldri nálum neðan til í trjám á neðra borði nálar- innar og nærist á dísætum safa hennar. Skemmdir eftir lúsina má þekkja á rauð- brúnum nálum sem á endanum falla af. Síðasta vor og sumar var sérstaklega slæmt og þá helst á Suðurlandi og má víða sjá þess merki. Trjámaðkar eru algengir í görðum lands- manna. í hverju feist skaðinn sem maðk- urinn veldur? G: Skaðinn felst í |dví að lirfurnar nærast á blöðum plöntunnar. Ef um er að ræða slæmt maðkaár geta lirfurnar berstrípað tréð af laufi og við það verða lífslíkur plöntunnar litlar. Það fer eftir lirfutegundinni hversu mikill skaðinn verður og fólk ætti að leita til fag- manns ef það vill ekki eitra að óþörfu. í fyrra kom nýtt efni á markað, Florina, sem hægt er að nota fyrirbyggjandi á lirfur. Efninu er úðað á trén fyrir laufgun og kemur í veg fyrir að eggin klekist út. (Fiðrildin verpa ítrén að haustinu og egg- in eru þar yfir veturinn þar.) Hvernig er hægt að vita hvort maðkur er í trjánum? G: Lirfurnar rúlla laufblöðunum utan um sig og menn þurfa að vera á verði strax í byrjun sumars í kringum laufgun- artímann. Um er að ræða tvær til þrjár tegundir vefara og feta sem má jafnvel finna á einni og sömu plöntunni. Því þarf aftur að vera á varðbergi í byrjun júnf þó svo að gripið hafi verið til ráðstafana við laufgunartímann. Þess ber að geta að úðun gegn maðki í júlí eða seinna hefur ekki mikið að segja og er í raun óþarfa peningaeyðsla þar sem lirfurnar eru komnar á púpustigið. 10 NEYTENDABLAÐIO 2. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.