Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni Hvað varð um inneignina á farsímanum? Á hverju ári berast Neytendasamtökun- um fjölmargar fyrirspurnir frá neytendum vegna„horfinna" inneignaáfrelsis-símkort- um. Ástæðan er sú að inneign á fyrirfram- greidd símkort fyrnist eða eyðist hafi ekkert verið hringt úr símanum í vissan tíma. Margir nota farsímann sinn ekki reglulega, til dæmis námsmenn erlendis og fólk sem hefur farsíma aðeins til öryggis. Flestir þess- ara neytenda álíta að inneign þeirra sé enn til taks jafnvel þótt síminn hafi ekki verið notaður um skeið. Þannig er því þó ekki farið vegna reglna um fyrningu inneignar, en reglurnar byggjast hvorki á lögum né reglugerðum heldur er þetta innanhúsregla hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Af hálfu fyrir- tækjanna er fyrningin réttlætt með því að þessum númerum fylgi ákveðinn kostnað- ur, bæði við rekstur tölvukerfis auk þess sem fyrirtækin greiða gjald til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir hvert opið númer. í stuttu máli sagt fyrnast inneignir á íslandi með eftirfarandi hætti: • OgVodafone: Virkja þarf nýja hleðslu innan þriggja mánaða frá kaupdegi. Sé það ekki gert fyrnist inneignin. Sé hins vegar búið að virkja hleðsluna en ekkert hringt úr símanum í 6 mánuði fyrnist öll inneignin. Númerið helst hins vegar opið í 6 mánuði í viðbót, sem þýðir að hægt er að byrja að hringja úr númerinu um leið og ný inneign er lögð inn. • Sfminn: Hafi ekkert verið hringt úr sím- anum í 6 mánuði eða ný inneign lögð inn lokast númerið og hvorki er hægt að hringja né taka á móti símtölum. Sé ný inneign lögð inn á næstu 6 mánuðum opnast síminn aftur og eftirstöðvarnar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, leggjast við nýju inneignina. Sé engin inneign lögð inn í 12 mánuði aftengist númerið og öll inneign fyrnist. Neytendasamtökin könnuðu hvernig þessum málum er háttað hjá þremur síma- fyrirtækjum á hinum Norðurlöndunum; Telia í Svíþjóð, Telenor í Noregi og TDC í Danmörku. • Hjá Telia fyrnist inneignin og númerinu er lokað ef ekkert af eftirfarandi hefur átt sér stað í 12 mánuði: • Eitt símtal hringt. • Eitt símtal móttekið. • Lögð inn inneign að lágmarki 1.000 kr. • Hjá Telenor fyrnist inneign á 15 mánuð- um eftir að síðast var hringt úr símanum. Láti neytandinn vita innan fimm mánaða að ekki sé verið að nota símann í bili greiðir hann 500 kr. í gjald en fær afgang- inn af inneigninni endurgreiddan. Sé ekki látið vita innan 5 mánaða fyrnist öll inneignin eftir 15 mánuði og númerinu er lokað. • Hjá TDC fyrnist inneignin 12 mánuðum eftir að sfðast var hringt úr símanum. Eftir það er ekki hægt að hringja úr símanum en í 90 daga frá því að inneignin fyrnist er hægt er að hringja í símann. Að þeim tíma liðnum er númerinu lokað. Neytendasamtökin telja að reglur OgVoda- fone um að virkja þurfi hleðslu innan þriggja mánaða og fyrningu allrar inneignar eftir sex mánuði séu ekki sanngjarnar. Ann- ars vegar telja samtökin að bæði þrír og sex mánuðir séu of stuttur tími og myndu sam- tökin vilja sjá fyrningartímann lengdan í 12 mánuði. Hins vegar telja samtökin reglunar ósanngjarnar þar sem þær bitna með mjög misjöfnum hætti á neytendum. Sumir tapa engu, aðrir örfáum krónum og enn aðrir þúsundum. Þetta telja Neytendasamtökin að OgVodafone verði að endurskoða. Bílaviðskipti - Kaupandi leynd- ur upplýsingum í maímánuði árið 2003 keypti félagsmað- ur Neytendasamtakanna Musso-jeppa af B&L. Fyrir kaupin lét hann söluskoða bif- reiðina af óháðum aðila en engar athuga- semdir voru gerðar við ástand vélarinnar. Kaupandi óskaði eftir því að fá að skoða ástandsskýrslu B&L til samanburðar en því var hafnað þar sem um „einkaupplýsingar" væri að ræða. Einum og hálfum mánuði eft- ir kaupin voru nýjir eigendur bifreiðarinnar akandi ÍKömbunum þegarvél bifreiðarinn- ar stöðvaðist. Við skoðun kom í Ijós að um alvarlega bilun í vél var að ræða sem ekki borgaði sig að gera við. Einnig þótti Ijóst að áður hefði verið átt við vélina. Kaupendur leituðu lil B&L og kröfðust endurgreiðslu á viðgerðarkostnaði en þeirri kröfu var hafnað. Kaupandi fékk þær upplýsingar frá fyrri eiganda bifreiðarinnar að vélin hefði áður bilað alvarlega og að B&L hefðu fengið alla viðgerðarsögu bifreiðarinnar. Málið kom þá til skoðunar Neytendasam- takanna sem aðstoðaði kaupanda við að leggja málið fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa. Cerð var krafa um að B&L bætti kaupanda þann kostnað sem hann hafði orðið fyrir vegna málsins, samtals 526.608 kr. Nefndin taldi nægilega sannað að B&L hafi vitað að vél bifreiðarinnar hefði áður bilað með svipuðum hætti. Það að B&L hafi búið yfir slíkum upplýsingum og ekki kynnt kaupanda þær, þráttfyrir upplýs- ingaskyldu sína, taldi nefndin jafngilda því að bifreiðin hafi verið gölluð þegar kaupin tókust. Það var álit nefndarinnar að kaup- andi hafi gætt skoðunarskyldu sinnar með fullnægjandi hætti. Niðurstaðan var þvf sú að B&L skyldi greiða kostnað kaupanda vegna flutnings bifreiðarinnar og skoðunar að fullu. Varðandi bætur vegna vélarinnar leit nefndin til þess að eftir að skipt hafði verið um vél í bifreið kaupanda væru líkur til þess að hún væri betri en þegar kaup tókust. Var því ekki talið að kaupandi ætti rétt á fullum skaðabótum þess vegna. Nið- urstaða nefndarinnar var sú að B&L bæri að greiða kaupanda skaðabætur sem þóttu hæfilega metnar 346.043 kr. Eftir nokkurn umhugsunartíma greiddi B&L kaupanda þær skaðabætur sem honum höfðu verið úrskurðaðar. Mjög mikilvægt er að kaupendur fái allar þær upplýsingar frá seljanda sem máli skipta um ástand bifreiðar fyrir kaup. Telja Neytendasamtökin það alltaf ámælisvert þegar slíkum upplýsingum er haldið leynd- um. Segja má að það sé sérlega ámælis- vert þegar bílaumboð láta slíkt henda þar sem þau hafa atvinnu af viðskiptum með bifreiðar og ættu að vera öllum hnútum kunnug. NEYTENDABLAÐIO 2.TBL. 2004 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.