Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 6
Vítamín- og steinefnabætt Hér á landi má finna ýmsar tegundir matvæla sem óheimilt er að selja á hin- um Norðurlöndunum. Þetta er vegna þess að reglur um íblöndun vítamína og steinefna eru mismunandi í löndum Evrópu. I sumum landanna eru reglurn- ar strangar á meðan önnur ríki heimila meira í þessum efnum. Á íslandi, ólíkt hinum Norðurlöndunum, hefur ríkt hefð fyrir því að leyfa íhlönduð mat- væli, sérstaklega morgunkorn. En þetta á hugsanlega eftir að breytast ef ný lög- gjöf Evrópusambandsins gengur eftir. Ný löggjöf væntanleg Hjá Evrópusambandinu eru nú til umfjöll- unar drög að reglugerð sem mun heimila íblönduð matvæli í ríkara mæli en nú þekkist víðast hvar í Evrópu. Ekki verður þó heimiltað bæta hverju sem er út í mat- væli og verða listar yfir leyfð efni hafðir til hliðsjónar. Einnig verður til listi yfir þau efni sem verða hreinlega bönnuð í matvælum. Drög að annarri reglugerð er einnig til umfjöllunar hjá Evrópusambandinu og kemur hún til með að taka á fullyrðing- um um innihaldsefni matvæla. Saman eru þessar reglugerðir nauðsynlegar til að setja reglur varðandi íblöndunina, en ekki síður um fullyrðingar við sölu og auglýsingu á vítamín- og steinefnabætt- um matvælum. Hagsmunir neytenda fyrir borð bornir Samtök neytenda í Evrópu hafa ein- dregið lagst gegn drögunum sem þykja ekki þjóna hagsmunum neytenda. Þau benda á að það sé óásættanlegt að mat- vælaiðnaðurinn geti bætt vítamínum og steinefnum í hvaða matvæli sem er, burt- séð frá hollustugildi vörunnar. Helstu rök- in fyrir því að banna íblöndun af þessu tagi hafa einmitt verið sú að matvæli sem ekki geta talist sérlega holl fái þannig á sig hollustublæ. Til dæmis sé óheppilegt út frá næringarfræðilegu sjónarhorni að bæta vftamínum eða steinefnum í morg- unmat ef hlutfall sykurs, salts og/eða fitu er hátt. Einnig er bent á að ekkert tillit sé tekið til þeirra eituráhrifa sem ofneysla af vítamín- um getur haft í för með sér og þar að auki hljóti það að vera ákjósanlegast að fá vítamín og steinefni úr náttúrulegum uppsprettum. Offituvandamál en ekki vítamínskortur Margir næringarfræðingar óttast að ef markaðurinn fyllist af vítamín- og stein- efnabættum matvælum með tilheyrandi markaðssetningu verði enn erfiðara að ráðleggja almenningi um rétt mataræði. Vandamálið á Vesturlöndum er ekki vítamínskortur heldur offita og lífstílssjúk- dómar sem má m.a. rekja til mataræðis okkar. í Bretlandi hefur reynslan einnig sýnt að 75% af vítamínbættum matvæl- um þar í landi eru matvæli sem yfirvöld mæla með að borðað sé minna af vegna þess að þau innihalda of mikið af salti, sykri eða fitu. Til að fræðast nánar um þetta mál og áhrif væntanlegra reglugerða fyrir ís- lenska neytendur leitaði Neytendablaðið til Steinars B. Aðalbjörnssonar næringar- fræðingsá matvælasviði Umhverfisstofn- unar með nokkrar spurningar. N: Hvað felst í þessum tveimur reglu- gerðardrögum? S: Þetta verða hvoru tveggja reglugerðir, sem þýðir að ef þær fara inn í samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verðum við að taka þær í óbreyttri mynd inn í íslenskan rétt. Tilskipunum er hægt að breyta á vissan hátt og orðalag getur verið lagað að íslenskum aðstæðum en þegar um reglugerðir er að ræða þá eru þær innleiddar í óbreyttri mynd. Þetta eru reglugerðir sem koma til með að verða notaðar, að ég tel, nokkuð mikið saman. Saman munu þær virka á þann hátt að þó svo að vítamín- og steinefna- bæting verði leyfð í viss matvæli, þá verða matvælin að uppfylla ákveðin næringarfræðileg skilyrði til að framleið- andinn eða dreifingaraðilinn geti merkt þau sem vítamín- eða steinefnabætt. Á þennan hátt telur Evrópusambandið að komið verði í veg fyrir að fyrirtæki vítamín- eða steinefnabæti til dæmis sæl- gæti eða gos, því hver væri tilgangurinn með íblönduninni ef ekki má auglýsa vöruna sem slíka? Cocoa Puffs fæst ekki í Danmörku þar sem íblöndun afþessu tagi erbönnuö. En þaðgæti breyst með nýjum regium. N: Mun þessi löggjöf breyta einhverju fyrir íslenska neytendur þar sem íblönduð matvæli eru nú þegar leyfð hér á landi? S: Því er erfitt að svara. Fyrst um sinn kemur þetta ekki til með að breyta miklu þar sem enn á eftir að ákveða hámörk og lágmörk fyrir efnin sem blanda má í matvælin. Þegar til lengri tíma er litið get- ur þó hugsanlega komið upp sú staða að einhverjar gerðir matvæla sem ekki hafa verið leyfðar fram að þessu verði leyfðar og einnig að einhverjar matvælategund- ir sem þegar eru á íslenskum markaði fái ekki áframhaldandi markaðsleyfi í óbreyttri mynd. N: Hver er afstaða íslensku fulltrúanna varðandi drögin? S: Sitt sýnist hverjum eins og svo oft áður þegar umdeild drög eru lögð fram. Per- sónulega finnst mér gott að fá ákveðnar niðurnegldar reglur sem eru samræmdar á milli landa. Hingað til hefur hvert land verið að gera þetta eftir sínu höfði og það skapar ákveðið misvægi og hindrun á frjálsu flæði vöru á milli landa EES. Aftur á móti finnst mér eins og drögin standa í dag að iðnaðurinn í Evrópu hafi ráðið ansi miklu um hvernig þau voru skrifuð. N: Verður heimilt að vítamínbæta öll matvæli, eins og kex, sælgæti, ís og ann- að í þeim dúr? S: Eins og drögin standa í dag þá verður leyfilegt að vítamín- og steinefnabæta sælgæti og gos, en eins og ég kom inn á áðan þá verður ekki leyfilegt að auglýsa matvæli sem vítamín- eða steinefnabætt ef þau uppfylla ekki ákveðin næring- arfræðileg skilyrði, til dæmis er varðar magn fitu, sykurs og/eða salts. 6 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.