Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 19
Ekki er alltaf skylt að hafa upplýsingar um næringargildi matvöru á umbúðum. Það er þó oft gert. Þá er heimilt en ekki skylt að gefa upp viðbættan sykur og er talið fullgilt að gefa upp kolvetni, en kol- vetni geta m.a. verið sykur. Naringargildl/100 g. Orka (KJ/kcal) ...816/195 Prótln(g) 1 F»a(g) 0 Kolvetni(g) Þaraf: 47 Sykur(g) 41 TreWg) 3 Natrium(mg) 7 Hér kemur sykurmagnið fram alltaf venjan. en það er ekki Sykurskert og sykurlaust Það er skylt að gefa upp næringargildi vöru ef framleiðandi setur fram fullyrð- ingar um sykurmagn, t.d. að varan sé sykurskert. Áður fyrr voru hér á markaði vörur sem voru merktar sem sykurminni eða sykur- litlar. Slíkar merkingar eru ekki leyfilegar í dag. Nú niá aðeins nota hugtökin sykur- skertur eða sykurlaus og þá gilda ákeðn- ar reglur um sykurmagnið. Samkvæmt reglugerð má auglýsa vöru sykurlausa ef hún inniheldur minna en 0,5 g af sykri í 100 g af vöru. í sykurskertum vörum verður sykurmagnið aftur á móti að vera skert um 25% eða meira. Það var til mikilla bóta fyrir neytendur þegar þessi reglugerð var sett því áður var ógjörning- ur að átta sig á sykurmagni í vörum sem auglýstar voru með ýmsum fullyrðingum um minni sykur. Nú á dögum er mun algengara að fram- leiðendur leggi áherslu á lítið fituinni- hald matvæla. Fitulítil matvara getur hins vegar innihaldið hátt hlutfall sykurs og geta neytendur einungis komist að hinu sanna með því að renna gagnrýnum aug- um yfir innihaldslýsingu vörunnar. Algengt er að ef matvara er með litlu eða engu sykurmagni sé það sérstaklega auglýst en það er aldrei gert ef matvara er dísæt vegna mikils sykurmagns. Þá er athyglin jafnvel dregin frá sykrinum og aðrir kostir vörunnar tíundaðir. Sykursamtökin ósátt Sykurneysla virðist hafa aukist á Vestur- löndum og sá Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in ástæðu til þess að gefa út ráðleggingar um hæfilega sykurneyslu. Ráðleggingarn- ar eru miðaðar við að fólk fái ekki meira en 10% orkunnar úr sykri en það eru sömu viðmið og Manneldisráð hefur sett. Ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar þóttu tíðindum sæta, en þetta var í fyrsta skipti sem gefnar voru út alþjóðlegar ráðleggingar um sykurneyslu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin benti á, máli sínu til stuðnings, að of mikil syk- urneysla geti leitt til sykursýki, offitu og tannsjúkdóma. Sykursamtökin í Banda- ríkjunum (the Sugar Association) voru meðal þeirra sem brugðust ókvæða við og töldu skýrsluna villandi og byggða á vafasömum upplýsingum. í bréfi til Gro Harlem Brundtland, yfirmanns Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hótuðu sykursamtökin að beita sér fyrir því að fjárstuðningur Bandaríkjanna til stofn- unarinnar yrði skertur eða felldur niður. Viðbrögð sykursamtakanna hafa verið gagnrýnd harðlega en þau sýna glöggt hversu gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. Sykursamtökin hafa mikil áhrif í Band- arríkjunum og hafa þau, sem og önnur hagsmunasamtök framleiðe nda, mikið um það að segja hvernig leiðbeiningar bandaríska manneldisráðsins eru orð- aðar. Þar er t.d. einungis talað um að sykurneysla eigi að vera hófleg. Ekki eru gefin nein viðmið og verður hver og einn að gera upp við sig hvað „hófleg sykur- neysla" þýðir. Vottun lífrænnar framleiðslu Lífrænar aðferðir við framleiðslu afurða felast í tillitsemi við alla þætti lífkeðj- unnar, þ.e. jarðveg, vatn, gróður, dýr og menn. Notaður er lífrænn áburður og lífræn fóðurefni, náttúrulegum vörnum er beitt gegn skordýrum og sjúkdómum, áhersla lögð á dýravelferð og lífrænum afurðum er haldið aðgreindum frá öðrum á öllum stigum meðferðar og úrvinnslu. evrópskar lagareglur. Tún annast eftirlit með framleiðendum lífrænna afurða hér á landi, vottar starfsemi þeirra og veitir heimildir til notkunar á vottunarmerkjum Túns og Evrópusambandsins. Tún er fag- gilt samkvæmt Evrópustaðli EN 45011 um starfshætti vottunarstofa. Þá er Tún meðlimur í IFOAM og fleiri fjölþjóðasam- tökum á sviði lífrænnar framleiðslu og þjónustu við hana. TUN TÚN-merkið er notað við mark- aðssetningu ís- lenskra lífrænna afurða. Vottunar- stofan Tún ehf. gefur út reglur um lífræna framleiðslu í samræmi við íslenskar og Típ FFS-FSR v/nttun IS-1 kvæmt reglugerð EES-ESB Merki EES-ESB fyrir vottaða líf- ræna framleiðslu var gefið út árið 1999. Framleiðslu sem vottuð er sam- ESB nr. 2092/91 má markaðssetja með þessu merki. Vottunar- stofan Tún ehf. annast útgáfu heimilda til að nota merkið hér á landi. KRAV Krav-merkiðhef- ur allt frá árinu 1985 verið leið- arljós sænskra neytenda um vottaðar lífrænar vörur í Svíþjóð. Stats- kontrolleret okologisk 0-merkið 0-merkið er vottunarmerki fyrir lífrænar af- urðir framleiddar í Danmörku. NEYTENDABLADI8 2.TBl.2004 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.