Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 13
Þröngt farþegar*sitja Öryggisspjöldin í vösum flugsætanna sýna oft allt aðra mynd af sætabili flugvélanna heldur en raunin er. Það er staðreynd að mannkynið hækkar um nokkra sentímetra með hverri kyn- slóð og þyngist jafnt og þétt, a.m.k. í þeim heimshluta sem við búum í. Samt sem áður minnkar það svæði sem flug- farþegum er ætlað því flugfélög bæta fleiri sætum í vélarnar til að ná fram hagræðingu. Fullvaxin manneskja, um 1,75 m á hæð eða hærri, þarf iðulega að sitja í fóstur- stellingu í sæti sínu og getur sig hvergi hrært. En hvaðertil ráða? Eru einhvertak- mörk fyrir því hvað flugfélög geta gengið langt í að auka sætanýtingu? Neytendasamtökunum hafa borist ótal kvartanir að undanförnu vegna óþægi- legra sæta og minna fótapláss í flugvél- um. Á sama tíma eru neytendur ánægðir með þá virku samkeppni milli tveggja flugfélaga og hefur hún sannarlega skilað sér í vasa íslenskra neytenda. I samgöng- um hljóta þægindi og verð að fylgjast að, því með lægri fargjöldum þurfa fiug- félögin fleiri farþega til að standa undir rekstrinum. Alþjóðlegar reglur Samkvæmt alþjóðlegum staðli sem flugfélög og flugvélaframleiðendur styðj- ast við er sætabil (seat pitch) mælt frá ákveðnum punkti í sæti að sama punkti í næsta sæti. Þetta sýnir hversu mikið pláss eitt sæti tekur og fótarýmið fyrir framan það. Það segir þó ekki alla sög- una því sæti geta verið misfyrirferðarmik- il. Með nýrri tækni og nýjum hráefnum hlýtur að vera hægt að hanna flugstóla sem eru þægilegir en samt léttari og fyr- irferðarminni en þessir þykkbólstruðu þannig að bilið á milli sæta nýtist fótun- um betur. Samkvæmt upplýsingum frá Flugumferðarstjórn er einungis að finna í viðkomandi reglum um hönnun flugvéla kröfur um sæti og sætafyrirkomulag eri ekki er talað um lágmarks bil á milli sæta nema við neyðarútganga. Það þýðir þó ekki að flugfélögum sé frjálst að bæta við sætum eftir eigin geðþótta, þar sem teg- undaskírteinin tilgreina hámarksfjölda farþega í hverri flugvélategund. íslensku flugfélögin Samkvæmt Ólafi Haukssyni, forstöðu- manni almannatengsla hjá lceland Ex- press, er þar aðeins um eitt farrými að ræða, alls eru 148 sæti í vélum þeirra og sætabilið er frá 74-76 sm. Mesta fóta- rýmið er í fremstu sætaröðinni og í sæta- röð í miðri vélinni við neyðarútgang. Ice- land Express gerir sér far um að hávaxið eða leggjalangtfólkfái þessi sæti, hinsveg- ar er mikilvægt fyrir þá sem vilja tryggja sér þau að mæta nógu snemma í innritun. Mörgum finnst einnig þægilegra að sitja við gangveginn. Þetta á þó aðallega við um þá leggjalöngu. Fólk í yfirvigt á erfitt með að ferðast í almenningsfarrými þar sem sæti eru miðuð við meðalmanninn. Sumstaðar í Bandaríkjunum bjóða flugfé- lög fólki að kaupa tvö sæti til að tryggja sér nægjanlegt pláss ef vélin er full. Ef vélin reynist hins vegar ekki full fær við- komandi aukasætið endurgreitt. Jóhann Gísli Jóhannsson, deildarstjóri þjónustueftirlits lcelandair, segir að bil á milli sæta í vélum félagsins séu 78-84 sm. Þetta er algeng billengd hjá áætlun- arflugfélögum en í leiguflugi er sætabilið yfirleitt minna. Við neyðarútganga er sætabilið meira og flugfélögunum er aðeins heimilt að úthluta þeim sætum á flugvellinum til þess að tryggja að þeir sem þar sitja geti aðstoðað í neyðartilfell- um. Við úthlutun þessara sæta gildir að fyrstur kemur fyrstur fær. Hjá lcelandair líkt og hjá lceland Express er reynt að setja hávaxið fólk við neyðarútgang eða við ganginn þannig að möguleiki sé á að rétta úr fótunum annað slagið. Sætisbök þrengja að Neytendablaðið spurði flugfélögin líka um bakhallann á sætunum og hvort far- þegi geti bannað farþega fyrir framan að halla sæti sínu ef það þrengir að honum. Þessu svöruðu flugfélögin neitandi og getur aðeins áhöfnin óskað eftir þvi að farþegi rétti upp sætisbakið. Eina ráðið er þá að halla sér sjálfur og ýta með því vandamálinu aftar í vélina, en sætishall- inn er um 25 gráður í almenningsfarrými. Til að rýmka um fæturna er einnig ráð að rýma sætisvasana af tímaritum og sölu- bæklingum |dví þegar alvarlega þrengir að hnjáskeljum fólks munar um hvern millimetra. Aðbúnaðurinn í hnotskurn Nokkur dæmi eru um að fólk hafi látist eftir langa flugferð í þröngu rými. Við langa setu er hætta á myndun blóðtappa og hafa heilbrigðisyfirvöld um heim allan lýst yfir áhyggjum sínum. Fólk í áhættu- hópi er hvatt til að standa upp og hreyfa sig meðan á flugi stendur, en á sama tíma er þeim tilmælum beint til fólks urn að vera með beltin spennt á flugi, öryggisins vegna. Gangarnir í flugvélum bjóða heldur ekki upp á göngutúra því iðulega eru flugfreyjur og -þjónar með afgreiðsluvagna sína á ferðinni. Þegar sjónvarpskjárinn í vélinni býður upp á flugjóga þar sem tágrönn stúlka er sýnd sitjandi þægilega í sæti sínu og teygir úr fótum og höndum, verður það hjákátlegt fyrir farþega sem sitja í læstri stellingu og geta sig hvergi hreyft. Minni þjónusta Ýmislegt hefur breyst um borð í flug- vélum frá því sem áður var. Áfengi er ekki deilt látlaust út til farþega lengur og bann við reykingum var bylting fyrir reyklausan meirihlutann. Nú eru lággjaldaflugfélögin jafnvel farin að selja matarpakka og drykki og önnur flugfélög hafa fylgt í kjölfarið og dregið úr þjón- ustu. Það er sjálfsagt mál því með lægra fargjaldi hefur fólk betra svigrúm til að kaupa sér það sem það vill meðan á flug- ferð stendur. Um fótarýmið gegnir öðru máli, því þó að hægt sé að hagræða með því að draga úr þjónustu eru takmörk fyr- ir því hvað hægt er bjóða farþegum upp á mikil þrengsli. Vonast Neytendablaðið til þess að flugfélögin finni aðrar leiðir til að hagræða í rekstri. NEYTENDABLAOIÐ 2. TBL. 2004 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.