Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 15
Dagskammtar
Framleiðendur þurfa ekki að segja til um
orkuinnihald fóðursins á umbúðum. Þess
vegna er hundaeigendum næstum ókleift
að reikna sjálfir út hve stóra skammta dýr-
unum er hollast að fá. Þeir neyðast til að
miða við skammtastærðir sem framleið-
endur mæla með á umbúðum.
í könnuninni voru bornar saman
skammtastærðir sem framleiðendur
mæla með og opinberar viðmiðanir um
æskilegt magn. Reiknað var út hve mörg
grömm hundur á að fá á dag til að full-
nægja orkuþörf. Fjórar fóðurgerðir fengu
gæðaeinkunnir undir meðallagi í þessu
efni og flestir framleiðendur skrá of litlar
skammtastærðir á umbúðirnar. Sé farið
eftir þeim fær hundurinn færri hitaeining-
ar á dag heldur en æskilegt er.
Tengsl?
Margir hundaeigendur hneigjast til að
kaupa dýrari fóðurgerðir vegna þess að
dýralæknar eða hundaþjálfarar mæla
með þeim. Benda má á í þessu sambandi
að um 20% af veltu danskra dýralækna
tengist sölu á dýrafóðri. f Danmörku eru
hundaþjálfarar Ifka mikilvirkir fóðursalar.
Þeir fá t.d. allt að 25% magnafslátt hjá
Eukanuba-verksmiðjunum og ókeypis
hvolpafóður handa hvolpakaupendum.
Verðkönnun á www.ns.is
Verðkönnunin er á læstum síðum félags-
manna Neytendasamtakanna á vefnum
www.ns.is. Lykilorð til að opna læstar
síður er á bls. 2 í þessu blaði. Lykilorð
breytist við útkomu hvers nýs tölublaðs.
Gæðakönnunin
í gæðakönnun Tænk+Test var alls
21 gerð af hundafóðri og fengust
átta þeirra hérlendis (sjá töflu).
Valdar voru vinsælar gerðir sem
fást í venjulegum verslunum. Lítill
munur reyndist á gæðum þrátt fyrir
feiknamun á verði. Kannað var eðli
og efnainnihald fóðurs sem ætlað er
að fullnægja öllum þörfum hunda
og einnig athugað hvort innihaldið
væri í samræmi við upplýsingar á
umbúðum.
Könnun: Danska neytendablaðið
Tænk+Test í samvinnu við dýraverndar-
samtökin Dyrenes beskyttelse.
Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0,5-
5,5. Lægsta einkunn er 0,5 en hæsta
einkunn 5,5.
Athugasemdir
‘Niðurstaða í útreikningum aðilanna sem
gerðu gæðakönnunina.
** Meðaltalsverð í Danmörku samkvæmt
ráðleggingu framleiðenda um magn,
reiknað yfir í ísl. kr.
Vinsamlega getið heimildar ef vitnað er í
fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi í efni
á vef NS. Óheimilteraðbirta heilargrein-
ar eða töflur án leyfis NS. Upplýsingar á
vef NS er óheimilt að nota í auglýsingum
og við sölu nema skriflegt leyfi ábyrgðar-
manns liggi fyrir.
(c) Neytendablaðið 2004
Fylgni við fóðurviðmið Uppruni orku, % Dagskammtur
Heiid Kalsíum Fosfór Omega 3 fitusýrur Prótín, % Fita, % Kolvetni, % Æski- legur, g/óag (*) Ráðlagður, g/dag Frávik, æski- legur / ráðlagður, einkunn Verð á dag- skammti fyrir 20 kg. hund, ísl. kr. n
5.5 5.5 5.5 2.9 22 33 44 337 300 4.4 105
5.5 5.5 5.5 3.3 26 26 49 443 413 4.8 -
5.5 5.5 5.5 5.4 26 38 36 327 205 1.8 103
5.5 5.5 5.5 1.9 17 40 43 318 268 3.9 122
5.5 5.5 5.5 2.4 21 32 47 341 285 3.9 108
5.5 5.5 5.5 1.4 24 29 47 291 250 4.1 64
5.5 5.5 5.5 2.5 25 33 41 342 180 0.8 116
4.8 5.5 5.5 1.2 19 22 60 367 330 4.5 51
NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2004 15