Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 12
Nokkur heilræði Ekki treysta blint á þann sem bankar upp á og býður úðun. Það líf sem finnst í gróðrinum veldur alls ekki alltaf skaða. Eitrið drepur ekki bara skaðvaldinn. Það getur losað þig við allt smádýralíf og fyrir vikið er ólíklegt að fuglar geri sér ferð í garðinn. Algengt er að fólk láti úða garðana sína um mitt sumar þegar skaðinn er skeður og lirfan á leið inn í púpu- skeiðið. Þá er úðun eyðsla á fjármun- um og óþarfa eituraustur. Ekki á að úða í rigningu þar sem eitrið skolast í burtu og gerir lítið gagn. Ekki er heldur ráðlegt að eitra í brak- andi sól því þá geta laufblöð brunnið. Eiturefni skal geyma í upprunalegum umbúðum og má aldrei hella í aðrar umbúðir. Sérstaklega er varhugavert að hella skaðlegum efnum í gosflösk- ur úr plasti og hafa ófá slys á börnum orðið af þeim völdum. Þing Neytendasamtakanna 2004 - verum með að móta stefnuna Þing Neytendasamtakanna 2004 verð- ur haldið í Reykjavík 24. - 25. septem- ber nk. Þingið hefst kl. 15:00 föstudag- inn 24. september. Samkvæmt 7. gr. laga Neytendasamtak- anna geta allir skuldlausir félagsmenn setið þingið, enda tilkynni þeir þátt- töku sína með a.m.k. viku fyrirvara. Stjórn Neytendasamtakanna hvetur félagsmenn til að sitja þingið. Þeir sem sitja vilja þingið er bent á að tilkynna það til skrifstofu Neytendasamtak- anna. Það er hægt að gera í síma 545 1200, í tölvupósti ns@ns.is eða með bréfi til Neytendasamtakanna Síðu- múla 13, 108 Reykjavík. Stjórn Neytendasamtakanna Fjölmargar vandaðar bækur um garð- rækt hafa verið gefnar út hér á landi. I bókinni Heilbrigði trjágróðurs eftir þá Guðmund Elalldórsson og Halldór Sverrisson er mjög gott yfirlit yfir hinar ýmsu tegundir meindýra. Þar er útskýrt hvaða meindýr leggjast á hvaða plöntur, hver eru fyrstu einkennin, hvenær á að gæta að einkennum, hvenær hættan er liðin hjá og hversu miklu tjóni meindýrið veldur. Með því að hafa þessa bók við höndina verður garðeigandinn fróðari um lífið í garðinum og getur tekið sjálf- stæðar ákvarðanir um hvort eitra þurfi garðinn eður ei. í bók Steins Kárasonar Carðverkin eru greinagóðar upplýsingar um nær öll at- riði sem viðkoma garðrækt. í bókinni er líka fjallað um lífrænar varnir og skyn- semi gegn meindýrum og er t.d. bent á hvernig koma má sniglum fyrir kattarnef með því að setja upp ölgildru en sniglar munu vera sólgnir í öl og tilbúnir að stefna sér í stórhættu fyrir sopann. Villigarðurinn - garðyrkjubók letingjans er aðgengileg og áhugaverð bók eftir Þorstein Úlfar Björnsson. Þorsteinn legg- ur áherslu á að garðvinna þurfi ekki að vera kvöð og bendir á margar aðferðir við að hanna garðinn þannig að viðhald og hirðing verði sem minnst. Kemísk skordýra- og illgresislyf eiga ekki heima í villigarðinum enda bendir höfundur á að náttúran hafi komist bærilega af áður en mannskepnan kom til sögunnar með öll sín lyf og efni. Abyrgð flugfélags á farangri • Taki flugfélag við farangri án athuga- semda telst farangurinn hafa verið óskemmdur við afhendingu þar til annað sannast. • Hámarksábyrgð flugfélags vegna þess að farangur glatast, eyðileggst, skemmist eða tefst er u.þ.b. 107.000 kr. (1.000 SDR) vegna hvers farþega, nema farþegi hafi við innritun látið vita um aukið verð- mæti og greitt aukagjald. • Gjaldskrá vegna aukagjalds á að vera aðgengileg farþegum. • Verði tjón á farangri ber farþega að til- kynna flugfélaginu það skriflega og með sannanlegum hætti í síðasta lagi 7 dög- um eftir viðtöku farangursins. • Sé tjón ekki tilkynnt innan tímafrestsins fellur ábyrgð flugfélagsins niður (nema það hafi beitt svikum). 12 NEYTENDABLAOIÐ 2. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.