Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 8
Margur er góður gemsinn Samsung SCH-X600 Heildareinkunn 3,84 Verð 23.900,- Nokia 3100 Heildareinkunn 3,90 Verð 18.900,- Markaðskönnun á ns.is 1 markaðskönnuninni á vefNeytendasam- takanna, www.ns.is, eru 62 gerðir GSM- síma sem fengust hér á verðbilinu frá kr. 7.495 (Nokia 3310) til kr. 72.900 (Sony Ericsson P 800). Marga síma er hægt að kaupa á sérstökum kjörum ef einnig er keypt ársáskrift hjá símafyrirtæki. I könn- uninni er greint frá 18 atriðum varðandi hverja símagerð. Gildandi lykilorð fyrir félagsmenn til að opna læstar vefsíður með slíkum könnunum er ævinlega á bls. 2 í nýjasta hefti Neytendablaðsins. Gæðakönnunin í töflunni eru helstu niðurstöður varð- andi 51 GSM-símagerð sem fékkst hér og er í gæðakannanabanka lnternational Consumer Research and Testing (ICRT). Það er sjaldgæft að rekast á verulega lé- legan GSM-síma. Aðeins níu af þessum 51 voru undir meðaleinkunninni (3,5) hjá ICRT. Af 20 efstu voru 7 frá Nokia og 7 frá Samsung. Sá ódýrasti þeirra var Samsung SGH-N500 á 11.900 kr. Þrír vel viðunandi símar sem eru í gæðakönnun ICRT kostuðu innan við 1.0.000 kr. Fjölbreytnin eykst Áætlað hefur verið að árið 2002 hafi þrír fjórðu hlutar Evrópubúa (289,7 milljónir manna) átt GSM-síma (gemsa) og hlut- fallið hefur hækkað síðan. Fleiri gemsar eru nú í notkun hérlendis en fastiínusímar og GSM-dreifikerfið nær líklega til um 98% íbúanna. Sennilegt er að a.m.k 90% íslendinga á aldrinum 16-75 eigi eða noti gemsa. Mikið úrval er á markaðnum af GSM- símum og fjölhæfni þeirra eykst stöðugt. Ódýrir gemsar eru líka með ýmsum gagn- legum möguleikum, símaskrá, klukku, reiknivél o.fl. En vilji notandinn að í sím- anum sé myndavél, innbyggt útvarp, flott- ir tölvuleikir eða MP3 spilari getur slíkt kostað skildinginn. Dýrari gerðirnar eru oft litlar og léttar en samt með skörpum og björtum skjá. Eitt af því sem ræður valinu hjá mörgum GSM-notendum er hve lengi rafhlaðan endist. í töflunni með gæðaeinkunninni segir dálkurinn „Rafhlaða" nokkuð til um það. Innifaldir í þeirri einkunn eru einnig þættir eins og hve langan tíma tekur að endurhlaða rafhlöðuna. Ef sím- inn er aðeins notaður í fáein stutt símtöl á dag endist hleðslan hæglega í 40 klst. og í sumum gerðum lengur en í 80 klst. Margt hefur áhrif á endingu rafhleðslu, s.s. stærð og gæði skjás, myndatökur og -sendingar og notkun tölvuleikja svo dæmi séu nefnd. Gæði rafhlaðna fara batnandi. Búnaður Flestir nýir GSM-símar eru með MMS (Multimedia Messaging Service) og marg- ir með myndavél. Með MMS er t.d. hægt að senda myndir og taka á móti þeim, og oft einnig senda lengri skilaboð en með SMS (sú tækni er bundin við 160 tákn í senn). Eftir því sem fleiri möguleikar fel- ast í símanum er mikilvægara að hann sé vel hannaður fyrir flókna notkun. Sím- arnir fengu hærri einkunnir fyrir búnað ef þeir voru með dagbók þar sem unnt er að skrá eitthvað við hvern dag og láta símann minna sig á. Símar sem eru með þráðlausan fjarskipta- búnað (Bluetooth og innrauða geisla) geta átt samskipti við tölvur sem eru í innan við 10 metra fjarlægð, hafi þær líka búnað fyrir slíkt samband. Margir Nokia-símar og sumir frá Motor- ola eru með innbyggðu FM-útvarpi sem er hægt að hlusta á með heyrnartólum. Þriðju-kynslóðarfarsímar(G3) eru komn- irtil sögu ásamt sérstöku dreifikerfi í ýms- um stórborgum. Á núverandi tæknistigi hafa margs konar truflanir komið fram, myndsímar hafa verið lélegir og samband sömuleiðis, og streymi myndskeiða og hljómgæði hafa mörgum neytendafröm- uðum hvorki þótt sannfærandi né pening- anna virði enn sem komið er. G3-síma er hægt að nota fyrir tal og SMS-sendingar í venjulegum GSM-dreifikerfum. Siðfræði og umverfismál Áætlað hefur verið að hver GSM-not- andi í Bretlandi fái sér að jafnaði nýjan síma á 18 mánaða fresti. Það þýðir að 90 8 NEYTENDABLAÐIÐ 2.T6L. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.