Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 16
Á markaðnum reyndist vera mikið úrval
kattafóðurs eða 60 mismunandi gerð-
ir og tæplega 90 ef allar mismunandi
þyngdarpakkningar eru taldar með, en
algengt er að sama fóðrið fáist í tveimur
þyngdarpakkningum. Mikill verðmunur
er á ódýru og dýru kattafóðri.
Þurrfóður eða blautfóður
Þurrfóður
Kostir: Ódýrara, minni dagskammtar,
auðvelt í notkun.
Ókostir: Hætta á að kötturinn fái ekki
nógan vökva. Aukin hætta á þvagstein-
um, sérstaklega ef mikið magnesíum
er í fóðrinu. Vegna framleiðslutækni er
nauðsynlegt að setja í það meira magn
kolvetna en kettir þurfa.
Blautfóður
Kostir: Blautfóður (dósamatur) inniheldur
vatn og stuðlar að því að kötturinn fái næg-
an vökva. Hægt er að framleiða blautfóður
með mjög litlu magni kolvetna sem minnk-
ar hættuna á þvagsteinum.
Ókostir: Tiltölulega dýrt, vatnið er selt
háu verði. Ekki er hægt að láta blaut-
fóður standa í skálinni og bíða þess að
kötturinn éti það þegar hann hefur lyst.
Fjarlægja þarf afganga þegar þeir taka
að skemmast. Kötturinn þarf stærri dag-
skammta.
Vandið valið
Umsjónarfólk katta þarf að vanda val á
fóðri. Ný gæðakönnun á vegum danska
neytendablaðsins Tænk+Test í samvinnu
við dýraverndarsamtökin Dyrenes
beskyttelse, leiddi í Ijós að sumar gerðir
kattafóðurs eru ófullnægjandi eða með
lífsnauðsynleg næringarefni í röngum
hlutföllum sem getur valdið vanlíðan
og veikindum. Sérfræðingur danska
landbúnaðarháskólans staðfesti þessar
niðurstöður.
Almennt virðist þokkaleg fylgni milli
verðs og gæða kattafóðurs en ótrúlega
mikill munur er samt á verði. í Danmörku
reyndist dagskammturinn geta kostað sem
svarar frá sex íslenskum kr. og upp í 312 kr.
Það er fimmtugfaldur munur.
Alþjóðleg viðmið
Fæðuþarfir katta eru vel afmarkaðar og
skilgreindar. Þau alþjóðlegu viðmið sem
lögð voru til grundvallar í gæðakönnun-
inni eru birt á vegum Evrópusamtaka
framleiðenda gæludýrafóðurs (FEDIAF),
bandarískra samtaka um fóðureftirlit
(AAFCO) og óháðrar bandarískrar rann-
sóknarstofnunar (NRC).
Prótín og fita: Magnið var nægilegt í öll-
um gerðunum.
Nauðsynlegar amínósýrur: 10 nauðsyn-
legar amínósýrur voru í nægilegum mæli
í öllum gerðum. Viðmiðin eru lágmarks-
gildi og í lagi þótt meira sé af sýrunum.
Tárín: Viðmið um lágmark táríns er 250
mg í 100 g þurrefnis hvað blautfóður
varðar og 100 mg í 100 g af þurrfóðri.
(NRC rniðar við lágmarkið 32 mg í 100
g þurrfóðurs). Lægsta hlutfallið í gæða-
könnuninni var 14 mg í 100 g þurrfóð-
urs.
Næringarefnin
í nokkrum gerðum reyndist of lítið af beta-
amínósýrunni tárín sem er köttum mjög
mikilvæg, sérstaklega þeim sem hafast við
innanhúss og veiða ekki sjálfur. Skortur
á táríni getur orsakað mörg vandamál,
t.d. stækkun á hjarta og augnveiki sem
Fylgni við fóðurviðmið
Vörumerki Gerð Heildar- gæða- einkunn Fylgni við fóður- viðmið, heild Prótn 10 nauðsyn- legar amínó- sýrur Tárín
IÞURRFÓÐUR
lams F. fullorðna, kjúklingak. 5.25 5 5 5 5
Royal Canin Feline Nutrition Fit 32 5.25 5 5 5 5
Eukanuba F. fullorðna, m. lambakak. og lifur 5.20 4 5 5 5
Purina Pro Plan F. fullorðna, lax og hrísgrjón 5.11 4 5 5 5
Hills - Science Plan F. fullorðna, m. kanínuk. 4.00 5 5 5 5
Hills - Prescription Diet Feline C/D 4.00 5 5 5 5
Whiskas F. fullorðna, m. nautgripa- og lambak. 4.00 4 5 5 5
Friskies (norskt) F. fullorðna, m. nautak., kjúklkj. og lifur 3.50 5 5 5 5
Friskies (norskt) F. fullorðna, m. túnf., laxi og grænmeti 2.50 5 5 5 5
BLAUTFÓÐUR
Hills - Prescription Diet Feline C/D 5.40 4 5 5 5
lams Kæfa m. nautgripalifur 5.34 4 5 5 5
Hills - Science Plan F. fullorðna, m. sjávarfiski 5.28 5 5 5 5
KiteKat (8) N. laxi og urriða 4.99 3 5 5 5
Whiskas (6) Original, m. nautgripak. 4.00 4 5 5 5
16 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2QD4