Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Síða 17

Neytendablaðið - 01.06.2004, Síða 17
stundum Ieiðir til blindu, kann einnig að valda fósturlátum og vansköpuðum kettlingum. í mörgum reyndist of mikið af magnesí- um sem getur aukið hættu á þvagstein- um. Þeir eru allalgengt vandamál hjá köttum, ekki síst hjá vönuðum fressum, köttum sem aldir eru á þurrmat og drekka ekki nægan vökva. Kolvetni geta líka stuðlað að þvagstein- um. Ekki eru viðmið fyrir hlutfall kol- vetna í kattafóðri en kettir þurfa ekki kolvetnaríka fæðu. Kolvetnainnihaldið í fóðrinu varfrá þremur prósentum og upp í 49% af orkuinnihaldi. Auk þess vantar omega-3-fitusýrur í margar gerðir en æskilegast er að þær séu úr fisklýsi (skammstafaðar EPA og DHA) til að vera sem auðmeltastar fyrir ketti. Uppruni fóðurs Sumir framleiðendur brjóta gegn þeirri skyldu að upplýsa greinilega á umbúð- um fyrir hvers konar dýr fóðrið er, hvaða efni eru í því og hvernig á að nota það. Kaupandinn getur iðulega hvorki áttað sig á næringargildi fóðursins né uppruna hráefnisins. í dýrafóðri er kjöt og fiskmeti úr þeim afurðum sem venjulega eru ekki nýttar til manneldis, t.d. lifur, nýrum, maga og vömbum. Óleyfilegt er að framleiða dýra- fóður úr skepnum sem ekki eru hafðar til manneldis, t.d. rottum og smáfuglum. Þegar skráð er á umbúðir að fóðrið sé „kjúklingur" er ekki hægt að átta sig á hvort það er úr kjúklingabringum, slát- urúrgangi eða beinamjöli. Engar reglur gilda um hlutföll og við gaumgæfilegan lestur á umbúðum getur komið í Ijós að kjúklingurinn séaðeins lítill hluti hráefnis- ins. í kattafóðri geta líka verið m.a. þurrk- aðar flögur úr svínshúð og „fjaðramjöl", sem er niðursaxaðir vængir og fiður og telst þá til próteina, en deilt er um hversu vel kettir nýta slíkt. I rannsókn á meltanleika er fóðrið brennt og askan gefur til kynna hve mikið af ómeltanlegum efnum var í fóðrinu. Hlut- fall ösku í gæðakönnuninni var á bilinu 5-17% af upprunalegri þyngd fóðursins. Fosfór og kalsíum fundust f miklum mæli í ösku ódýrasta kattafóðursins sem bend- ir til þess að í því sé hátt hlutfall ómelt- anlegra efna, m.a. úr spendýrabeina- og fiskbeinamjöli. Verðkönnun á www.ns.is Lykilorð til að opna læstar síður félags- manna Neytendasamtakanna á vefnum www.ns.is er á bls. 2 í þessu blaði. Lykilorð breytist við útkomu hvers nýs tölublaðs. Gæðakönnunin í gæðakönnun Tænk+Test voru alls 29 gerðir af kattafóðri (16 af þurrfóðri og 13 af blautfóðri) og fengust 14 þeirra hérlendis eða gerðir líkar þeim (sjá töflu). Fóðurgerðirnar voru valdar úr hópi vinsælustu gerðanna og keyptar í venjulegum gæludýra- og matvöru- verslunum. Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0-5. Lægsta einkunn er 0 en hæsta einkunn 5. Könnun: Danska neytendablaðið Tænk+Test í samvinnu við dýravernd- arsamtökin Dyrenes beskyttelse. Athugasemdir ‘Niðurstaða á útreikningum aðilanna sem gerðu gæðakönnunina. ** Meðaltalsverð í Danmörku samkvæmt ráðleggingu framleiðenda um magn, reiknað yfir í ísl. kr. Vinsamlega getið heimildar ef vitnað er í fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi í efni á vef NS. Óheimilt er að birta heilar grein- ar eða töflur án leyfis NS. Upplýsingar á vef NS er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi ábyrgðar- manns liggi fyrir. (c)Neytendasamtökin 2004 Uppruni orku, % Dagskammtur Fita Nauðsyn- legar fitusýrur Kal- síum Magne- síum og kolvetni Kolvetni, % Prótín, % Fita, °/o Omega 3 fitusýrur úr fisklýsi (EPA og DHA) Æski- legur, g/dag (*) Ráðlagður, g/dag Verð á dag- skammti fyrir 4 kg. kött., ísl. kr. n 5 5 4 5 28 27 45 5 71 50 19.27 5 5 4 5 34 32 34 5 72 75 33.93 5 5 4 5 25 32 44 5 65 40 23.20 5 5 4 5 33 35 32 5 82 55 21.75 5 5 5 5 31 27 42 2 63 58 29.46 5 5 5 5 37 31 32 2 70 65 38.92 5 5 4 5 42 33 25 2 77 80 32.00 5 5 4 4 40 34 ■ 27 2 78 70 5 5 4 3 41 33 26 5 76 70 5 5 5 5 20 33 47 5 240 234 202.07 5 5 5 5 11 32 58 5 213 195 99.45 5 5 5 5 18 34 48 5 229 208 144.00 5 5 4 5 23 33 44 5 323 400 168.00 5 5 2 5 14 41 45 5 352 400 105.00 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2004 17

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.