Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 18
Norðurlandamet
í svknráti
Sykurneysla íslendinga er sú mesta á
Norðurlöndunum og er vaxandi sykur-
neysla ungs fólks sérstakt áhyggjuefni.
Samkvæmt ráðleggingum Manncldis-
ráðs er ekki æskilegt að fá meira en
10% orkunnar úr sykri en unglingsstrák-
ar fá tvöfalt hærra hlutfall úr sykri eða
20,5% orkunnar.
Sykurneysla fullorðins fólks er þó rétt
yfir ráðlögðum mörkum. Áriðl992 var
meðalneysla íslenskra barna á aldrinum
10-15 ára 96 g af sykri á dag eða 15,3%
orkunnar. Eldri börn borðuðu enn meiri
sykur og sérstaklega þau sem reyktu. Ekk-
ert bendir til þess að sykurneyslan hafi
minnkað síðustu 12 árin nema síður sé.
Aukin sykurneysla er ekki einungis
áhyggjuefni á íslandi og í marshefti
Rád&Rön er grein um aukna sykurneyslu
Svía. Neysla sykurs þar í landi hefur auk-
ist þrátt fyrir að sala á hreinum sykri hafi
dregist saman. Ástæðan fyrir aukinni syk-
urneyslu erfyrst og fremstsú að matvæla-
framleiðendur bæta sykri út í fjölmargar
tegundir matvæla sem eru á borðum
fólks daglega og eins hefur neysla á gosi
og sælgæti aukist til muna.
Ódýrt uppfyllingarefni
Aukin sykurneysla barna og unglinga er
áhyggjuefni hér á landi sem og annars
staðar. Hreyfingarleysi og rangt matar-
æði hefur valdið þvf að sífellt fleiri börn
eru of þung. Þá er það mikið áhyggjuefni
að matvæli sem eru sérstaklega markaðs-
sett fyrir börn innihalda oft mjög mikinn
sykur. Nægirþarað nefna margartegund-
ir morgunkorns, mjólkurafurðir, sælgæti,
gos, safa og kex.
Viðbættan sykur er að finna f ótrúlegum
fjölda matvæla og í ólíklegustu vörum.
Samkvæmt sænska lækninum Tore Pers-
son sem hefur rannsakað áhrif sykurs
á líkamann er meira en helmingur af
öllum matvælum sem fæst í verslunum
í Svíþjóð með viðbættum sykri. Trúlega
er ástandið síst betra hér á landi ef marka
má fyrrnefnt Norðurlandamet. Foreldrar
sem ætla að halda sykurneyslu barna
sinna í hófi bíður þar af leiðandi erfitt verk-
efni. Þau verða annaðhvort að standa í
stórræðum í eldhúsinu og undirbúa frá
grunni mestmegnið af þeim mat sem bor-
inn er á borð eða eyða töluverðum tíma
í að klóra sig í gegnum innihaldslýsingar
tilbúinna matvæla í verslunum.
Lesið á innihaldslýsingu
Skylt er að hafa innihaldslýsingu á öllum
unnum matvörum og skal telja upp öll
hráefni sem sett er í vöruna. Fyrst stend-
ur það hráefni sem mest er af og síðan
eru þau talin upp koll af kolli.
Sykurmagn í mat
Því miður er ekki skylt að upplýsa um
viðbættan sykur á umbúðum og þvf get-
ur verið erfitt að finna út hversu mikinn
sykur varan inniheldur. Sykurinn kemur
að einhverju leyti fram f magni kolvetna.
Ef hlutfall kolvetna er hátt eru líkur á að
varan innihaldi viðbættan sykur.
Næringargild i í 100 g:
Orka 301 kJ / 71 kkal
Prótein 13,3 g
Kolvetni 3,3 g
Fita 0,5 g %RDS'
Kalk 103 mg 12,9
Fosfór 175 mg 21,9
B2-vítamín 0,28 mg 17,5
Hlutfall af ráölögöum dagskammtl
Hreint skyr. Kolvetni eru 3,3 gr.
r ■>
Inniliald: Sykur, maísmjöl, kakóduft t
(frá Hershey's), sojabaunaolia (hert að hluta),
maissiróp, hveitisterkja, umbreytt maissterkja,
kakóduft unnið með basa, salt, kalsiumkarbónat
(E170), frúktósi (E162, E150), trísódíumfosfat,
bragðefni, sink, járn, askorbinsýra, níasin, pyridoxín,
ríbóflavin, þíamín, fólasín, cýankóbalamín.
Inniheldur engan af eftirfarandi ofnæmisvöldum:
Hnetur, mjólkurvörur, egg, soja, hveiti, sjávarfang,
sólblóma- eða sesamfræ.
-..'i'JHBB■■■
Næringargildi í 100 g:
Orka 418kJ / 98 kkal
Prótein 11,0 g
Kolvetni 12,7 g
Fte o,4 g %RDS*
Kalk 84 mg 10,5
Fosfór 140 mg 17,5
B2-vitamín 0,22 mg
hiuiiaii af ráðlögðum dagskammtí
Sykrað skyr. Hér eru kolvetni 12,6 gr.
18 NEVTEN0ABLAOID2.TBL.20O4