Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 4
Uppgreiðsluþðknun á lán einstaklinga - Er slík gjaldtaka heimil eða ekki? Undanfariö hefur það færst í vöxt aö neyt- endur greiði lán sín upp fyrir umsaminn gjalddaga en lög um neytendalán veita einmitt rétt til slíkrar uppgreiðslu. Fjár- málafyrirtæki hafa flest sett þaö skilyrði fyrir uppgreiöslu á lánum einstaklinga að greitt sé svokallaö uppgreiðslugjald eða uppgreiðsluþóknun sem venjulega er ákveðið hlutfall af láninu, oft um 2%. Neytendasamtökin telja slíka gjaldtöku ekki samræmast lögum um neytendalán og hún sé því óheimil. Lögbundinn réttur til uppgreiðslu Samkvæmt neytendalögum eiga neytendur lögbundinn rétt til uppgreiðslu fyrir gjald- daga. Hvergi í lögunum kemur fram að heimilt sé aö skilyröa þann rétt á nokkurn hátt en í lögunum en hins vegar tekið fram að ekki megi víkja frá ákvæöum laganna neytanda í óhag. Meö því að gera þóknun að skilyrði fyrir uppgreiðslu er verið að rýra rétt neytenda. Telja Neytendasamtökin að þetta brjóti í bága viö lög um neytendalán. Tilgangur laganna að hægt sé að bera mismunandi lán saman Lög um neytendalán voru sett meðal annars í þeim tilgangi að gefa neytendum færi á að bera saman mismunandi tilboð lánveit- enda. Af þeim sökum á samkvæmt lögunum að veita neytandanum upplýsingar um þann kostnaö sem hann verður fyrir vegna lánsins. í lögunum er talinn upp allur mögu- legur kostnaður auk annarra upplýsinga sem skipt geta máli svo sem gildistími láns- samnings og skilyrði uppsagnar hans. Einnig kemur fram að veita skuli upplýsingar um heimild til uppgreiðslu. Ekkert er hins vegar minnst á að upplýsa eigi um hvort þóknun sé tekin fyrir uppgreiðslu. Gera má ráð fyrir því að ef löggjafinn heföi talið slíka þóknun heimila heföu lögin kveöið á um skyldu til að upplýsa um upphæð hennar. Ef fjármála- fyrirtækjum á að vera heimilt að innheimta ýmiss konar gjöld sem þeim er ekki gert skylt að upplýsa neytendur um skv. lögum um neytendalán er neytendum í raun gert ófært að bera saman mismunandi lán og tilgangur laganna hafður að engu. Fleiri vísbendingar Ýmsar aðrar vísbendingar er aö finna í lögunum sjálfum og lögskýringargögnum sem benda til þess að uppgreiösiuþóknun hafi ekki verið höfð í huga þegar frumvarpið var samiö heldur hafi ætlunin þvert á móti verið sú að slikt gjald mætti ekki innheimta, a.m.k. ekki sem fast prósentustig sem er algjörlega óháð því tjóni sem lánveitandi verður fyrir við uppgreiðsluna. A þetta líka við um fasteignalán? Skiptar skoðanir hafa verið um það hvort lán einstaklinga sem tryggð eru með veði í fasteign falli undir lög um neytendalán. Upphaflega féllu slík lán ekki undir lögin. Hins vegar var gildissvið laganna útvikkað með lagabreytingu sem tók gildi þann 14. desember 2000. Það er óumdeilanlegt aö fasteignalán einstaklinga sem tekin voru eftir lagabreytinguna falla undir lögin. Gildissvið laganna er skýrlega afmarkað og gefur í raun ekkert svigrúm til túlkunar. Telja Neytendasamtökin því að uppgreiðslu- þóknun sé að sama skapi óheimil þegar um fasteignalán er að ræða. Erindi Neytendasamtakanna til Sam- keppnisstofnunar Þann 6. september sl. sendu Neytenda- samtökin erindi til Samkeppnisstofnunar vegna ofangreinds álitaefnis. Er málið nú til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum og spennandi að sjá hver niöurstaöan verður. 4NEYTENDABLADIB4.IBl.2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.