Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 5
Eítraflur ilmur Evrópusamtök neytenda BEUC geröu könnun á 76 tegundum af lyktareyöum, ilmsteinum og því sem á ensku kallast einfaldlega „air freshener”. Niöurstaöa könnunarinnar var sú aö ef þú ert meö lyktareyði heima hjá þér ertu trúlega aö anda aö þér fleiri eiturefnum en þú gerir í umferöinni í miöborg Parísar. Sem sagt, öfugt viö þaö sem framleiöendur reyna aö telja neytendum trú um hreinsar lykt- areyðir ekki aö andrúmsloftiö heldur þvert á móti. Lyktareyöir mengar meö því aö leysa þekkt eiturefni út í andrúmsloftiö. Af 76 vörutegundum í könnuninni innihéldu margar: • Efni sem erta öndunarfæri, eru ofnæmisvaldandi, hugsanlega krabbameinsvaldandi (eins og acetaldehýö eöa stýren) og heilsuspillandi efni (eins og toluen, klórbenzen, þalöt og fleiri efni). • Formaldehýö, sem er sannanlega krabbameinsvaldandi. • Benzen, annað krabbameinsvaldandi efni sem WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir eindregið gegn. Þaö kemur virkilega á óvart aö yfirvöld eyöi stórum upphæöum af almannafé til aö minnka benzen-magn í lofti í þéttbýli og á sama tíma er lyktareyðir sem losar benzen út í andrúmsloftið seldur í næstu búö. Lyktareyðar geta veriö hættulegir öllum sem nota þá dagsdaglega, ekki aöeins ofnæmis- þolum, asmasjúklingum, ófrískum konum og börnum. BEUC krefst þess vegna að: • lyktareyðar verði efnaprófaðir áöur en þeir eru settir á markað • varnarorð birtist á umbúöum meö orðunum: notist ekki í návist ófrískra kvenna, ungra barna eöa asmasjúklinga • í auglýsingum og markaðssetningu á þessum vörum veröi bannað aö nota villandi skilaboð eins og t.d. „hreinsar loftiö" eöa „náttúruleg afurö". Hæpin markaðssetning Viö sögðum frá því á heimasíðu Neytendasamtakanna aö markaössetning á Chupa Chups sleikjó heföi vakiö misjafnar undirtektir. A umbúöunum er því haldið fram aö Chupa Chups sé hitaeiningasnauöur og verndi tennurnar. Ekki eru allir foreldrar sáttir viö að sælgæti sé sett inn um bréfalúguna jafnvel þótt um sé að ræða sykurlausan sleikjó. Markaössetning sem þessi beinist auðvitaö aö börnum en mörg börn fá meira sælgæti en þau hafa gott af. Segja má aö verið sé aö bera í bakkafullan lækinn þegar seljendur taka upp á því að dreifa sælgæti i hús. Þar aö auki kemur hvergi fram á umbúðum hver hinn gjafmildi sendandi er en þaö á aö sjálfsögöu aö koma fram þegar um svona markaðssetningu er að ræöa. Fullyrðingar á pakkanum eru líka gagnrýniveröar. Víst er sleikjóinn sykurlaus en hann inniheldur 3,2 g af mettaðri fitu og getur því ekki kallast „hitaeiningasnauður" Eins veröur aö teljast hæpiö aö tala um aö sleikipinninn „verndi tennurnar" þótt hann inni- haldi ekki sykur. Sleikjóinn inniheldur sætuefniö isomalt sem mun vera öllu betra fyrir tennurnar en venjulegur sykur og sleikjóinn er merktur með merki evrópsku tannverndarsamtakanna. Þeir tannlæknar sem Neytendablaðið talaöi við voru sammála um aö varla væri hægt aö tala um aö þessi tiltekni sleikjó verndaöi tennurnar þótt hann innihéldi ekki sykur. Handbækur um bifreiðar Whieh? - útgáfufélag bresku neytenda- samtakanna gefur árlega út handbók um bíla sem hefur aö geyma ýtarlegar kannanir um bifreiðar. Þar er fariö yfir bestu kaup ársins og öryggi og áreiöan- leika bifreiða bæði nýrra og notaðra. Blaöiö Which?Car 2004/2005 er til sölu á skrifstofu Neytendasamtakanna og er á sérstöku tilboðsverði fyrir félagsmenn i Neytendasamtökunum á 900 krónur. Einnig er til sölu sænska bílabókin Bilar - starka sidor og svaga punkter 2004 sem er mun ýtarlegri handbók um 140 tegundir notaðra bíla þar sem árgerö- irnar 1991-2000 hafa gengið undir nákvæmar prófanir. Þessi bók er einnig á tilboöi fyrirfélagsmenn Neytendasam- takanna á 1800 krónur. Leiðrétting í siöasta tölublaöi birtum viö töflur þar sem fram komu áfengisgjöld i löndum ESB og EFTA. Þar kom fram aö áfeng- isgjöld eru lang hæst hér og i Noregi. Okkur láöist hins vegar að geta þess aö þaö var Félag íslenskra stórkaupmanna - FÍS sem vann þessar töflur. 5 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.