Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 22
Neytendasamtökin kanna viöhorf neyt- enda til vistvænna og lífrænna afuröa: Hver er munurinn á þessu tvennu? Neytendasamtökin létu IGM Gallup kanna þekkingu Islendinga til vistvænna og lífrænna afuröa. Könnunin fór fram dagana 8.-21. september 2004. Valið var 1350 manna slembiúrtak á aldrinum 16-75 ára úr þjóöskrá, en endanlegt úrtak var 1293. Svarhlutfall var tæp 62%, 35% neituöu aö svara og ekki náöist í 3%. Leiöa má líkur aö því aö drjúgur meirihluti þeirra sem neitaöi að svara viti lítið um muninn á lífrænum og vistvænum afurðum. Þegar spurt var hvort menn þekktu muninn á vistvænum og lífrænum vörum taldi góöur meirihluti, eöa 63%, sig þekkja muninn en einungis 46% þeirra í aldurshópnum 16- 24 ára. Þegar nánar var innt eftir því í hverju munurinn fælist gáfu um 20% röng svör og auk þess vildu 7% aðspurðra ekki taka afstööu til þess hver munurinn væri, sem sýnir að innan viö helmingur svarenda hafði rétt svör á reiðum höndum. Flestir þeirra sem gátu tilgreint muninn nefndu aö lífrænar vörur væru framleiddar án tilbúins áburðar og varnarefna, nokkrir nefndu aö þær væru ræktaðar eftir strangari stöðlum, en mun færri bentu á aö þær væru fram- leiddar eftir alþjóölegum stöðlum. í svörum margra kom fram vitneskja um hvað stæöi á bak viö oröið „lífrænt" án þess að þeir gætu lýst muninum á því og „vistvænu". Könnunin er birt í heild sinni á heimasíðu Neytenda- samtakanna, www.ns.is. Neytendablaöið bar niðurstöðurnar undir Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóra Vottunarstofunnar Túns, en Tún vottar lifrænar vörur og fer svar hans hér á eftir. 22NEYTENDABLAÐIB4.TBL.2004 „Könnunin bendir til þess aö meirihluti neyt- enda geri sér enga grein fyrir muninum á „vistvænum" og „lífrænum" afuröum og viti ekki hvaö standi á bak viö þessi orð. Allmargir viröast hafa einhverja hugmynd um hvaö er lífrænt án þess að vita hvort vistvænt sé eitthvað ööruvísi. Hugsan- legt er að margir telji engan mun þarna á. Það var hinsvegar ekki kannað heldur var sú forsenda innbyggö í spurningarnar að munur sé á þessu tvennu. Einnig sýnir könnunin Ijóslega nauðsyn þess aö auka stórlega fræöslu meöal neytenda á lífrænni framleiðslu og lífrænum vörumerkjum, ekki síst meðal yngra fólks. Jafnframt renna niðurstöður könnunarinnar stoöum undir þá skoðun að merkingin „vistvæn landbún- aðarafurð" villi um fyrir neytendum, valdi ruglingi á markaöi og skaöi hagsmuni þeirra sem framleiöa lífrænar vörur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Neytendum þykja oröin lífrænt og vistvænt keimlík og átta sig ekki á því að á þessu tvennu er regin- munur. Þessi orðanotkun stangast því á viö reglugerö Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu sem í gildi er hér á landi og ætlaö er að verja neytendur gegn slíkum vill- andi merkingum." Nei 37% Já 63% „Veistþú hver er munurinn á vistvœnum vörum og lífrœnum vörum?" 63% aöspurðra töldu sig þekkja muninn en þegar betur var aö gáð kom á daginn aö aöeins 52% vissu í raun ihverju munurinn felst. Neytendastarf er í allra þágu 10- 11 verslanirnar 11- 11 verslanirnar Actavis Aðalskoðun Ali Alþýðusamband íslands Apótekarinn Atlantsolía Bananar Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Blómaval Bónus Budget bílaleiga Efnalaugin Kjóll og hvítt ehf. Europris Frumherji GEVALIA Glerborg hf. Grand hótel Reykjavík Hagar hf. Hertz bílaleiga Hagkaup Hjá GuðjónÓ, vistvæn prentsmiðja Hraði ehf., fatahreinsun Húsasmiðjan lceland Express íslandsbanki íslandspóstur íslandstrygging ísleifur Jónsson hf. Kaskó Kaupás KB banki Kjarval Krónan Landsbanki íslands Lyf og heilsa Matfugl Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsalan Nettó Nóatún Og Vodafone Olíufélagið ehf. ESS0 - EGÓ Osta- og smjörsalan Penninn-Eymundsson Samband íslenskra sparisjóða Samkaup Samskip Samtök iðnaðarins SHELL Skeljungur Síminn Sjóvá - Almennar Sparkaup Sparverslun Bæjarlind 2 Stjörnuegg, Vallá Sölufélag garðyrkjumanna Tryggingamiðstöðin Órval Verslun Guðsteins Eyjólfssonar VÍS -Vátryggingafélag íslands

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.