Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Page 7

Neytendablaðið - 01.12.2004, Page 7
kerti enda mikilvægt og áríðandi að auka öryggi kerta og þar meö fækka slysum þeim tengdum. Löggildingarstofa fylgist vel með þessu máli og jafnframt er starfandi norrænn vinnuhópur um staðla og kerti. Á heimasiðu Löggildingarstofu www.ls.is er að finna upplýsingar um brunaeiginleika ýmissa tegunda kerta sem og heilræöi um örugga notkun kerta ef lesendur vilja kynna sér máliö enn frekar. Rafmagnsseríur Rafmagnsseríur ýmiss konar og jólaljós eru kærkomin á þessum dimmasta tíma ársins. Jólaljós og seríur geta þó valdið bruna og því er rétt að hafa í huga nokkur góö ráð sem finna má í bæklingi frá rafmagnsörygg- isdeild Löggildingarstofu: • Látið ekki loga á seríum innandyra yfir nótt eða þegar enginn er heima. • Skiptið um ónýtar perur og passið að nota réttar perur, þ.e.a.s. perur af réttri gerð, stærð og styrkleika • Hendið gömlum seríum eða látið fagmann yfirfara hana ef grunur leikur á um að hún sé i ólagi • Látið rafljós aldrei liggja of nálægt gluggatjöldum, pappir eöa öðrum efnum sem geta brunniö. • Athugið að allar rafmagnsleiðslur séu heilar og að klær og perustæði séu óbrotin og heil. • Notið aldrei inniljós utandyra Brunavarnir Reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvi- tæki eru brunavarnir sem ættu að vera til á öllum heimilum. Reykskynjarar eru hentug brunavörn. Það fer lítið fyrir þeim og þeir ódýrustu kosta minna en 1000 krónur. Rétt er að skipta um batterí einu sinni á ári. Eldvarnarteppi fást í ýmsum stærðum. Verðið ætti ekki að fæla frá en hægt er að fá teppi á innan við 2000 krónur. Þau eiga að hanga uppi, helst í eldhúsinu, þannig að þau séu aðgengileg ef eldur kviknar. Slökkvitæki er hægt að fá i mismunandi stærðum en lítil tæki henta vel inn á heimili. Yfirfara þarf slökkvitæki á hverju ári. Reyk- skynjara, eldvarnarteppi og slökkvitæki ættu að fást í öllum helstu raftækjaversl- unum og byggingavöruverslunum. Einnig selja sum tryggingafélögin eldvarnir sem og öryggisfyrirtæki. Neytendablaðið hvetur félagsmenn til að skoöa brunavarnir fyrir jólin og muna að skipta um rafhlöður í reykskynjurum. Meðhöndliin jölatrjáa Til að lifandi jólatré skarti sínu fegursta sem lengst og haldi angan og barri er ýmislegt hægt að gera. Hér eru nokkur húsráð: Eftir aö tréð hefur veriö keypt og þangað til þaö er tekið í hús til skreytingar er best aö geyma tréð á köldum og skjólsælum staö. Sé tréð geymt úti er gott að vefja það í plast til að hlífa því við vindi. Mikið frost dregur úr barrheldni grenitrjáa. Þegar tréð er tekið inn og sett upp er gott að „sjóða" tréð - það er óþarfi að gera við þini og furur. Suöan felst í því að opna vel rótarháIsinn á trénu; gott er að saga sneiö neðan af stofninum til aö fá nýtt sár og einnig að tálga börkinn af neðstu 5-10 sm stofnsins. Látið tréð síðan standa í snarpheitu vatni í nokkra stund (10 mín.) áður en þaö er sett í jólatrésfót með vatni. Mikilvægt er aö fylgjast vel með þvi fyrstu dagana að nægt vatn sé í fætinum því tréö dregur til sin mikinn vökva fyrst eftir þessa aðgerð. Forðist að láta jólatré standa nærri ofni eða öðrum hitagjafa. Á þin- og furutrjám er nægilegt að saga sneiö neöan af stofninum og gæta þess siðan aö ávallt sé vatn i fætinum. Samráð í aprílhefti Neytendablaðsins frá 1999 birtist eftirfarandi: „Verðlagning á olíuvörum er hins vegar svipuð hjá hinum stóru, þannig að stundum mætti ætla að gagn- kvæm hlustunartæki væru til staðar á stjórnarfundum þeirra. Þess vegna njóta neytendur á íslandi ekki virkrar verðsamkeppni og njóta í takmörk- uðum mæli hagstæðara verðs vegna lækkana á heimsmarkaði." í dag, 5 árum seinna, vitum við að þetta meö hlustunartækin er ekki fjarri lagi.

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.