Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Síða 6

Neytendablaðið - 01.12.2004, Síða 6
Nú nálgast sá tími þegar kerti og rafmagnsseríur lýsa upp híbýli okkar. Full ástæða er til að fara varlega því alltof marga bruna má rekja til kæru- leysislegrar meðferðar á logandi kertum. Neytendablaöið ákvað að kanna nánar hvernig halda megi gleðileg og björt jól án þess aö hleypa hættunni heim. Flestir kertabrunar eiga sér stað í kringum jólin Samkvæmt Fjólu Guðjónsdóttur, deildar- stjóra markaðsgæsludeildar Löggildingar- stofu, hefur notkun kerta aukist jafnt og þétt síðustu árin. Það sama má segja um slys og tjón af völdum kerta. Engin heildar- skráning er til um slys og tjón af völdum kerta hér á landi en Sjóvá-Almennar hafa undanfarin ár skráö kertabruna og tjón hjá sínum viðskiptavinum og gefa þær tölur vísbendingu um umfang kertabruna. Árið 2000 voru þeir alls 143, áriö 2001 voru þeir 152 en áriö 2002 fækkaöi þeim nokkuö og voru alls 116. Samanlagt tjón vegna þessara bruna metur Sjóvá- Almennar vera rúmlega 110 milljónir króna.1 Langflestir kertabrunar eiga sér stað i desember og janúar. En hvers vegna kviknar svona oft í út frá kertum? Að sögn Fjólu þá er þaö því miður svo að í langflestum tilfellum hefur verið hægt að rekja bruna af völdum kerta til notkunar þeirra frekar en lélegra gæöa. Með notkun er átt við aö gleymst hefur að slökkva á þeim, þau hafa verið staðsett of nærri auðbrennanlegu efni eða að kertalogi hefur kveikt í kertaskreytingu. Eins kemur fyrir að kertastjakinn þoli ekki hitann frá kertinu eða að kertaskreytingin sé einfaldlega of nærri loganum. Það verður einfaldlega að umgangast kerti með varúð og ekki nota hvað sem er fyrir kertastjaka eða undirlag. Kerti brenna misjafnlega Það kemur fyrir að kerti brenna á ófyrir- sjáanlegan hátt en það er þó ekki helsta orsök slysa og tjóna vegna kerta. Markaðs- gæsludeild Löggildingarstofu framkvæmdi nýlega prófun á brunaeiginleikum kerta og var niðurstaðan m.a. sú aö kerti sem seld voru saman tvö í pakka, brunnu á afar ólíkan hátt. Annað kertið brann án nokkurra frávika á meðan húöin utan af hinu kertinu bráönaði, það brann hraðar, kveikur þess rann út á hliö og önnur hliö kertisins bráðnaði niður. Meginniöurstaða prófunarinnar var hins vegar sú að merk- ingum, s.s. varúðarmerkingum og notkunar- leiöbeiningum kerta er mjög ábótavant. Sú niðurstaöa er í samræmi við evrópska kerta- prófun sem framkvæmd var á sambærilegan hátt og prófun Löggildingarstofu. Notkunarleiðbeiningar fyrir kerti Fjóla segir að mikilvægt sé að huga vel að því hvernig og hvar kerti eru notuð. I gegnum tíðina hefur verið lögð áhersla á fræðslu og ráðleggingar til neytenda um rétta notkun kerta. Jafnframt sé framleið- endum og seljendum kerta uppálagt aö láta notkunarleiðbeiningar fylgja með í því skyni að auka öryggi þeirra. Slíkar leiðbeiningar eru ýmist í formi táknmynda eða ritaðs texta. Það er stundum hent gaman að nákvæmum leiöbeiningum sem sýna að 10 cm eigi að vera á milli kerta eða að stytta skuli kveikinn áður en kveikt er á þeim. Staðreyndin er hins vegar sú að til dæmis ef kveikt er á löngum kveik þá getur hluti hans dottiö af og falliö logandi niður á dúk eða ofan í kertaskraut. Það er heldur engin tilviljun að utan á umbúöum kerta er höfð mynd sem sýnir að ekki skuli hafa kerti of nærri gluggatjöldum eða yfirgefa herbergi þar sem logar á kerti - þannig kviknar í. Varasamir kertastjakar og skraut Fjóla segir að ekki einungis kertin sjálf séu varasöm. Til eru alltof margir kertastjakar sem þola einfaldlega ekki hitann frá kertaloganum, s.s. skrautleg glös sem notuð eru sem kertastjakar sem hreinlega ofhitna og springa með tilheyrandi eld- og slysahættu. Kerta- stjakar úr viði og öðrum auðbrennanlegum efnum þar sem enginn óbrennan- legur flötur er á milli kertis og kertastjaka eru einnig varasamir. Allt skraut sem sett er á kertastjaka og kerti ætti að vera úróbrenn- anlegu eða torbrennanlegu efni, útbúið þannig að kerta- loginn nái ekki i það. Þessi tegund kertastjaka var afturkölluö þarsem dœmi voru um aö glösin heföu sprungiö vegna hitans. Ekki til staðlar fyrir kerti Vandinn með vörur eins og kerti er að um þær eru ekki til neinir staðlar. Nú í haust var settur á laggirnar vinnuhópur innan staðlasamtaka Evrópu sem ætlað er að vinna aö staðli um allar tegundir kerta, brunaeiginleika, blýinnihald, notkunarleið- beiningar og prófanir svo fátt eitt sé nefnt. Fjóla segir þaö mikiö gleðiefni að vinna sé hafin aö samhæföum evrópskum staðli um B NEYTENDABLAOIÐ 4.TBL. 2004 Tölur um kertabruna og tjón birtarmeð góöfúslegu leyfi forvarnarfulltrúa Sjóvár-Almenna hf.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.