Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Síða 12

Neytendablaðið - 01.12.2004, Síða 12
Pasta er ódýr matur en þá verður lika að sleppa parmesanostinum Matvælaverð hærra hér en í flestum viðmiðunarlöndum „Þeir sem ferðast á milli landa hafa líklega orðiö varir við aö verölag er mismunandi frá einu landi til annars." Þannig hljóðar fyrsta setningin í inngangi skýrslu sem forsætisráðherra kynnti á lokadögum Alþingis sl. vor. Og vissulega fer það ekki fram hjá okkur Islendingum þegar við sjáum verðlag erlendis að þar hallar oftar en ekki á okkur og stundum svo miklu munar. I skýrslu Hagfræöi- stofnunar Háskóla Islands er gerður samanburöur á matvælaverði á Islandi, Noröurlöndunum og ríkjum Evrópusam- bandsins. Skýrslan sýndi svo um munaði aö matvælaverð á Islandi er mun hærra en tíðkast annars staðar í Evrópu og einungis íbúar Sviss og Noregs búa við jafn hátt matvælaverð og við. Mikilvægt að lækka matvælaverð Skýrslan fékk litla umfjöllun þegar hún kom út og féll í skuggann af fjölmiölafrum- varpinu. Vonandi verður þó umræða um þessa skýrslu á núverandi þingi enda Ijóst að matvælaverö á íslandi er alltof hátt. í skýrslunni er bent á ýmsa þætti sem geta valdið háu matvælaverði. Á þingi Neytenda- samtakanna sem haldiö var i lok septem- bers sl. var samþykkt tillaga þar sem skoraö var á stjórnvöld að lækka virðisaukaskatt á matvælum enda myndi það lækka verð þessara vara og kæmi sér því vel fyrir alla samfélagshópa, ekki síst þá sem minnstar tekjur hafa. Neytendasamtökin telja það eitt mikilvægasta hagsmunamál íslenskra neytenda að matvælaverö sé likara því sem gerist hjá öörum þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. Það er því full ástæða til að rifja upp ýmislegt sem fram kemur í áðurnefndri skýrslu. Islendingar nota hlutfallslega meira af ráðstöfunartekjum en aðrar þjóðir til kaupa á matvælum í skýrslunni kemur fram að vorið 2003 fóru um 15°/o af neysluútgjöldum okkar til kaupa á matvælum og drykkjarvörum. Einnig kemur fram aö matvæli eru hærra hlutfall neyslu hjá lágtekjufólki en þeim efnameiri. Hjá sambýlisfólki meö börn, þar sem tekjur voru innan við 2 milljónir króna árið 1995, voru útgjöld til matar og drykkjar 20°/o af neysluútgjöldum. Matarverö varðar því lágtekjufólk og barnafólk meira en aðra. Þrír vöruflokkar vógu þyngst í matarkörfu íslendinga árið 2003. Mjólkurvörur og egg voru 19% af neyslu meðalheimilisins, kjöt 18°/o og brauð og kornmatur 17%. Samtals fór því 54% af matarútgjöldum heimilisins í neyslu á þessum vörum. Hlutur matvæla í neyslu meöalfjölskyldu hefur minnkað undanfarin ár og er nú komin niður í 13,5% en þar við bætast drykkjarvörur sem eru tæp 2%. Þetta hlutfall er mun lægra víða í Evrópu. Verð á matvælum 50% hærra hér en að meöaltali í Evrópusambandinu Samkvæmt skýrslunni var verð á matvælum á árinu 2001 um 50% hærra hér á landi en aö meðaltali í Evrópusambandinu. Svipaður verðmunur var á drykkjarvörum (öðrum en áfengi). Fiskur er eini vöruflokkurinn sem reyndist álíka dýr á Islandi og í Evrópusam- bandinu. í öðrum flokkum matvöru varverð á íslandi frá 30% til 70% hærra en í Evrópu- sambandinu. Mestu munaði á brauði, græn- meti, kornvörum og gosdrykkjum, en einnig var kjöt töluvert dýrara hérlendis en í ríkjum Evrópusambandsins (sjá töflu). Styrkur við landbúnað í skýrslunni er leitað skýringa á þeim verðmun sem er hér á landi borið saman við önnur Evrópulönd. í skýrslunni er bent á að „opinber stuðningur við landbúnaö á íslandi er með því mesta sem gerist í iðnvæddum ríkjum, en hann hefur þó minnkað verulega hér á landi undanfarin ár samkvæmt tölum OECD. Heildarstuðningur við landbúnað 12 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.