Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 8
Þinn eigin kaffibar í eldhusinu Kaffihús eru nú á hverju götuhorni, en með góðri kaffivél getur þú lagað kaffi á heimsklassa heima í eldhúsi Fyrsta espressó-vélin var gerð á Ítalíu um aldamótin 1900 en orðið espressó þýðir „að pressa út". Vel heitt vatn sem er þrýst í gegnum fínmalaö kaffi við háan þrýsting gefur espressóinu sitt sérstaka bragö. Hvað skal athuga ... þegar espressó-vél er keypt? Espressó-vélar ætlaðar til heimilisnota eru jafn mismunandi og þær eru margar. Bestu vélarnar eru ekki endilega þær dýrustu og flottustu eins og ætla mætti, því oft blekkir útlitið kaupandann. Mestu máli skiptir að þær hafi góðan þrýsting og að hitinn á vatninu inni í vélinni sé á bilinu 89-92°C. Góðar heimilisvélar eru þær sem allir geta lært á án mikillar fyrirhafnar og ná að búa til Ijómandi espressó-skot með þykkri og góöri kaffifroðu. Þegar kaupa á espressó-vél getur verið gagnlegt aö hafa í huga nokkur atriöi, fyrir utan hvernig vélin fellur að innréttingum í eldhúsi eða kaffistofu. ... þrif, útlit og aögengi • Auðvelt ætti að vera að losa vatnstankinn frá vélinni og auðvelt aö fylla hann af vatni. • Auðvelt ætti aö vera aö sjá vatnsmagnið í vatnstankinum. • Stjórntæki vélarinnar ættu að vera auðskilin og þægileg í notkun. • Ytra byrði vélarinnar ætti að vera án grópa til aö auðvelda þrif. • Stál lítur vel út þegar það er nýtt en þaö krefst yfirleitt talsverðrar vinnu að halda því skínandi og vel útlítandi. • Dropabakka ætti að vera hægt að fjar- lægja til að þrifa. • Stillanlegt gufustreymi auðveldar aö þeyta mjólkina svo hún freyði. • Nægilegt rými ætti aö vera í kringum froðustútinn svo auðvelt sé að koma könnu undir hann. ... fyrir hverja notkun • Fyllið vatnsgeyminn með fersku vatni og látið vélina keyra einn skammt í gegn áður en vélin er notuö til að búa til kaffi. Þetta er gert til að hreinsa vélina og hita upp. • Vermið kaffibollana á varmaplötunni (ef hún er til staðar) eöa vermið þá með volgu vatni. Hitastig kaffisins fellur hratt eftir að því hefur verið hellt í bolla og verulega ef því er hellt í kaldan bolla. ... þegar hellt er upp á • Ef hella á upp á espressó á ítalska visu er yfirleitt mælt meö dökkristuðu kaffi og fínni mölun. • Sérfræðingar mæla með því að þú malir þitt eigiö kaffi frekar en aö kaupa það tilbúið, og gerir síðan tilraunir meö hversu gróft eða fínt kaffi hentar þinni espressó-vél. Ef malað er of gróft verður kaffið of þunnt og ekki næst upp góð kaffifroða en of fin mölun gæti hinsvegar stíflaö síuna og þannig komiö í veg fyrir að vatnið komist í gegn. • Skot af espressó (30 ml) ætti að renna úr stútnum á 30 sekúndum. Ef það tekur styttri tíma, er mölunin of gróf; ef það tekur lengri tíma, er hún of fin. Notiö rétt magn af kaffi (7 g fyrir 30 ml af espressó) og þjappið kaffinu vel í kaffisíuna. Fyrir meira/daufara kaffi er ekki ráðlegt að láta meira heitt vatn renna í gegnum vélina - þá verður kaffið beiskara. Hálffyllið bollann frekar af heitu vatni og bætið síðan einu eða tveimur skotum af espressó í hann; á þann hátt höldum við kaffifroöunni sem er svo eftirsóknarverð. 8 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.