Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 16
Flest starfsfólk kemur langt að og býri vinnubúðum. Þar eroft þröngt um manninn. Verksmiðja 4 sem framleiðir fyrir Disney fœr verstu einkunn ásamt verksmiðju 3 og 6. Yfir- gengileg yfirvinna er aðeins eitt afmörgum vandamálum sem viögangast I verksmiðjunni. Öryggi á vinnustað Kína hefur átt aðild aö Alþjóðavinnumála- stofnuninni allt frá árinu 1919 og hefur fullgilt 23 samþykktir, þ.á.m. þrjár svokall- aðar grundvallarsamþykktir. Þess má geta að Bandaríkin hafa aðeins samþykkt tvær grundvallarsamþykktir en flest lönd Evrópu- sambandsins hafa fullgilt allar átta. Kína hefur þó ekki fullgilt nokkrar grundvall- arsamþykktir sem lúta aö heilsuvernd og öryggi á vinnustað. Rannsóknir frá Kína sýna að heilsuvernd og vinnuöryggi er mun minna í verksmiöjum í eigu erlendra fyrirtækja. Heimamönnum er mikiö í mun að laða til sín erlenda aðila og halda þeim á svæöinu. Fyrir vikið er gjarnan horft fram hjá lögbrotum á vinnulöggjöf. Verkalýðsfélög Kina hefur ekki fullgilt grundvallarsamþykkt um félagafrelsi og rétt til að gera kjarasamn- inga. Frjáls og óháð verkalýðsfélög eru því ekki leyfð í Kína en All China Federation of Trade Unions er verkalýðsfélag á vegum ríkisins. Samkvæmt nýrri löggjöf á allt verka- fólk í stærri verksmiðjum að vera í verkalýös- félagi sem tengist „Rikisverkalýðsfélaginu". Því fer þó fjarri aö þeim lögum sé framfylgt og sjaldnast er verkafólk sem vinnur fyrir einkafyrirtæki og erlenda aðila í verkalýös- félagi. Varasöm efni í leikfangaframleiðslu Starfsfólk i leikfangaverksmiöjum þarf oft aö vinna með varasöm efni en hefur þó sjaldnast hlotiö neina þjálfun í meðhöndlun slikra efna. Loftræstingu er oft ábótavant, hávaði er yfir hættumörkum, vinnan er einhæf og aöstæður lélegar með tilliti til líkamsbeitingar. Ofan á þetta bætist mikið vinnuálag. Slys á starfsfólki eru mjög fátíð í verksmiðjunum sex, hins vegar er mikið um veikindi sem rekja má til vinnuálags og slæmrar starfsaðstööu. Vinnutími Yfirgengilegurvinnutími ereitt helsta vanda- málið í leikfangaverksmiðjunum. Á háanna- tíma eru engin takmörk fyrir þvi hversu mikla vinnu starfsmenn inna af hendi. Þá er jafnvel unnið alla daga vikunnar og gefnir einn til tveir fridagar á mánuði. í verksmiöju 1, 5 og 6 er því fylgt aö hafa lögboðinn frídag á sunnudögum. Yfirvinnan er sjaldnast unnin af fúsum og frjálsum vilja enda er yfirvinnan ekki Clickits Barbie My Scene Power Rangers Action Man Bratz Plush Toy LEGO MATTEL BANDAI HASBRO MGA Entertainment Disney Verksmiðja 5 Verksmiöja 1 Verksmiöja 2 Verksmiðja 3 Verksmiöja 6 Verksmiöja 4 Réttindi starfsmanna Jafnrétti til vinnu nei nei nei nei nei nei Frelsi til að hætta starfi já nei ? nei já nei Einn frídagur í viku já já nei nei já nei Orlof nei nei ? nei nei nei Fæöingarorlof já nei nei nei nei nei Laun sem duga til lágmarks framfærslu Lágmarks framfærslulaun nei nei nei nei nei nei Yfirvinnutímar í mánuöi á háannatíma 55 112 123 157.5 149 214 Yfirvinnutímar unnir af fúsum vilja já nei nei nei nei nei Öryggi Álag v. hita, hávaöa, varasamra efna og hættu vegna rafmagns og vélbúnaöar já já já já já já Húsnæöi og matur Ásættanlegar vistarverur já já já já nei nei Gott fæði nei nei já já nei nei Heildarsamanburður 1 2 3 4 5 6 Samanlögö einkunnagjöf A B B c c c X 16 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL.2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.