Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Qupperneq 13

Neytendablaðið - 01.12.2004, Qupperneq 13
w % I I Hlutfallslegt verölag nokkurra vöruflokka i löndum Evrópu árið 2001. 15 ríki Evrópusambandsins = 100. - Heimild: Hagstofa Islands. Matur Matur, drykkjar- vörur og tóbak Ávextir, græn- meti og kartöflur Brauð og kornvörur Fiskur Kjöt Mjólk, ostar °g egg Sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. Drykkjar- vörur ísland 150 151 155 170 105 156 141 162 159 Danmörk 128 130 136 134 129 123 110 141 145 Finnland 112 113 113 131 99 108 103 109 120 Noregur 153 155 140 171 144 162 144 170 165 Svíþjóö 112 113 113 122 96 105 105 127 117 Norðurlönd án Islands 126 128 126 140 117 125 116 137 137 Bretland 106 108 119 89 106 100 112 114 126 Frakkland 110 108 108 106 108 116 109 105 89 Irland 111 112 129 104 102 101 118 111 120 Þýskaland 101 101 103 104 104 117 83 88 105 Onnur ESB-lönd 94 94 90 96 103 91 100 101 91 Sviss 152 148 143 142 165 189 136 129 112 Tyrkland 55 56 39 51 56 45 85 83 77 Eystrasaltsríki 64 65 71 56 71 57 66 79 81 A-Evrópuríki 55 56 52 45 70 48 67 68 69 Miðjarðarhafsríki 86 87 88 83 98 72 94 105 107 Eystrasaltsrikin eru Eistland, Lettland og Litháen. A-Evrópuriki eru Búlgaría, Pólland, Rúmenia, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland. Miöjarðarhafsrikin eru Kýpur, Malta og Slóvenía. nam 5°/o af landsframleiðslu á árunum 1986-1988, en samkvæmt bráðabirgða- tölum fyrir árin 2000-2002 var hann þá um 1,7% af landsframleiöslu. Skýra má lækk- andi tölur með minnkandi stuðningi á fram- leidda einingu og minnkandi hlutdeild land- búnaðar í landsframleiðslu. Heildarstuðn- ingur viö landbúnað var á árunum 2000- 2002 1,5% af landsframleiðslu í Noregi, 2,0% í Sviss en 1,3% i Evrópusambandinu. Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af fram- leiðslu þeirra, en hlutfalliö lækkaöi í 63% á árunum 2000-2002. Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjár- framlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni. Heildarstuðningur við land- búnaö hefur verið talinn 12-13 milljaröar á ári undanfarin ár. Tæpan helming borga landsmenn í matarverði, en rúman helming með sköttum. Innflutningsverndin kemur beint við neytendur, sem greiða hærra verö fyrir vöruna en ella. Verndin felst einkum í tollum, en innflutningsbann er nú til dags eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum. Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafngagnsær fyrir neytendur." Há skattlagning á matvaeli hér á landi í skýrslunni er minnt á aö skattlagning hefur áhrif á vöruverð. „Virðisaukaskattur á flestum matvörum er hærri á íslandi en í flestum þeim Evrópulöndum sem saman- burðurinn náði til. Hins vegar eru það ekki eingöngu beinir neysluskattar sem skipta máli fyrir vöruverð. Færa má rök fyrir því að flestir skattar leggist ofan á vöruverð með einum eða öðrum hætti, hvort sem gjöldin leggjast á viö framleiöslu eða sölu, aðeins heildarskatturinn skiptir máli." í skýrslunni kemur fram að heildarskatttekjur hins opin- bera eru „lægra hlutfall landsframleiðslu á íslandi en að meöaltali í Vestur-Evrópu, en munurinn hefur að vísu minnkaö nokkuð á undanförnum árum. Þetta ætti að ýta matarverði niður miðað við þau lönd þar sem skattar eru hærri." Ennig er bent á að „samkvæmt tollskýrslum nemur flutnings- kostnaður á matvörum sem hingað koma frá útlöndum frá 7% til 25% af verði í útflutningshöfn. Á móti kemur að mjög stór hluti markaðsins hér á landi er á suðvestur- horni landsins og flutningskostnaður innan- lands vegur þvi ekki jafn þungt i heildarút- gjöldum til neyslu og víða annars staðar. Lítill markaður hér á landi gerir það aftur á móti aö verkum að stærðarhagkvæmni i framleiðslu og viðskiptum nýtur ekki eins við og í þéttbýlli löndum." Að mati skýrslu- höfunda leikur ekki „vafi á að smæð þjóð- arinnar og fjarlægð frá þéttbýlli löndum er ein meginskýringin á háu matvöruverði hér á landi.” Samþjöppun á matvælamarkaði i skýrslunni er einnig bent á mikla samþjöppun sem orðið hefur á matvöru- markaði á undanförnum árum og að þrjár stærstu verslunarkeðjurnar voru með 80- 90% markaðshlutdeild í árslok 2003. „Þaö er ekki ósvipað því sem er annars staðar á Norðurlöndum. Staða stærstu keðjunnar er þó sterkari hér en í öðrum norrænum ríkjum, ef Sviþjóð er undanskilin. Lítil og minnkandi samkeppni á matvörumarkaöi býður vitaskuld heim hættu á aukinni álagningu og í skýrslu frá árinu 2001 taldi Samkeppnisstofnun að finna mætti skýr merki um þá þróun árin á undan." Aukinn launakostnaður Að mati skýrsluhöfunda „virðist aukinn launakostnaður geta skýrt aukna álagningu á þessum árum að miklu leyti. Launakostn- aður jókst mikið hér á landi á seinni hluta tíunda áratugarins, ekki síst í verslunum." Auk þess benda þeir á að arðsemi sé ekki meiri í matvöruverslun en í öðrum atvinnu- greinum. Bent er á að „undanfarin ár hefur hagnaður matvöruverslana að meðaltali sveiflast frá -2% til 2% af vöruverði hér á landi. Má raunar segja að slök afkoma í verslun sé nokkurt áhyggjuefni" eins og segir í skýrslunni. Þar segir einnig: „Stærð- arhagkvæmni í innkaupum og birgðahaldi er nokkur og hér á landi eru tvær stórar birgða- stöðvar. Sú hugmynd hefur komið fram aö auka megi gegnsæi á matvörumarkaði og auðvelda aðgengi nýrra verslana með því að skikka birgöastöövarnar til þess að auglýsa samræmda verðskrá sem gildi fyrir alla smásala sem vilji skipta við þær. Ekki veröur þó séð að kostnaður i smásöluverslun sé Neytendasamtökin gerðu verökönnun á ostum fyrr á árinu. i Ijós kom að verð á ostum hér á landi ermun hœrra en inágrannaiöndunum. 13 NEYTENDABLAOIÐ 4 TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.