Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 15
95% bandarískra stúlkna á aldrínum 3-10 ára eiga aö minnsta kosti eina Bárbie-dúkku. Þœreru m.a. framleiddar i verksmiöju 1 sem fær miötungseinkunn. Power Rangers frá Bandai er framleiddur i verk- smiöju 2. Eftirlitsmennirnir á vegum ICTR fengu að skoöa verksmiöjuna en undir eftirliti og voru i fylgd sex starfsmanna og öryggisvaröa allan timann. Leikfangaframleiðsla í Kína - misjafnlega búið að starfsmönnum Framleiðsla á neysluvörum ýmiss konar hefur á undanförnum árum og áratugum færst til fjarlægra landa þar sem launa- kostnaður er mun lægri en á Vestur- löndum. Leikfangaframleiðsla er þar engin undantekning. Árið 1998 voru 60°/o af leikföngum í heim- inum framleidd í Kína og Hong Kong. Fjöldi verksmiðja í Kína hefur margfaldast á undanförnum árum en opinberum eftirlits- mönnum sem eiga að tryggja aö kínversk vinnulöggjöf sé virt hefur ekki fjölgað að sama skapi. Aðstæður verkafólks eru oft mjög slæmar og samræmast ekki endi- lega fagurlega orðuðum siðareglum fram- leiðenda. Aðstæðurnar geta þó verið æði misjafnar. Erfitt, ef ekki vonlaust, er fyrir neytendur að sjá hvort vara er unnin viö aðstæður sem minna á þrælahald eða hvort hún kemur úr verksmiðju þar sem aðstæður eru ásættanlegar og vinnulöggjöf er fram- fylgt. Ný tegund kannana Lesendur Neytendablaðsins kannast við gæðakannanirnar sem ICTR (International Consumer Research and Testing) gerir reglu- lega á fjölda neysluvara. í þessari könnun frá ICTR kveður hins vegar við nýjan tón. Ekki er veriö að meta gæöi vörunnar heldur samfélagslega ábyrgð sex fyrirtækja. Aðstæður voru kannaöar í sex verksmiðjum sem framleiða þekkt leikföng fyrir Mattel, Lego, Bandái, Hasbro, Disney og MGA Entertainment. Eftirfarandi atriði voru skoðuö: Aðstæður i verksmiöjum (hreinlæti, öryggi og heilsu- vernd starfsmanna), launakjör, fæðingar- orlof og frídagar, yfirvinna og aðstæður i vinnubúðum. Siðareglur (Codes of Conduct) Langflest fyrirtæki hafa sett sér siðareglur en í þeim útlistar fyrirtækið stefnu sína m.a. i umhverfismálum og starfsmanna- málum og einsetur sér að fara eftir henni. Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort þau setja sér slíkar reglur en kröfur neytenda um forsvaranlega framleiðsluhætti hafa orðiö til þess að mjög mörg fyrirtæki hafa sett sér siöareglur. Ekki virðast þó öll fyrirtæki fara eftir eigin reglum og þar sem allt eftirlit er hjá fyrirtækjunum sjálfum er ekki auðvelt fyrir neytendur að gera sér grein fyrir því hversu vel fyrirtæki standa sig þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð. ICTR bað fyrirtækin sex um afrit af siöa- reglum sem þau hafa sett sér. Aðeins eitt fyrirtæki virtist ekki hafa neinar siöareglur en það er MGA Entertainment en siðareglur Disney er hins vegar að finna á 50 tungu- málum. Mest vinna virðist lögð i siðareglur Lego og Mattel. Konur vinsælli starfskraftur Vinnuaflið í verksmiðjunum er yfirleitt ungar konur úr sveitum landsins. Karlmenn eru einungis ráönir ef starfið krefst líkam- legs styrks. Samkvæmt starfsfólki í verk- smiðjunum eru konur frekar ráðnar þar sem þær eru hlýðnari, feimnari og ekki eins liklegar til vandræða og karlarnir. í sumum verksmiðjum eru karlar og konur ekki látin vinna við sömu línu og því haldið fram aö konurnar myndu þá síður hafa hugann viö efnið. Yfirmenn í verksmiðjunum halda því fram að ekki sé um mismunun að ræða, það sæki einfaldlega fleiri konur um störfin. Barnavinna virðist yfirleitt ekki vera mikið vandamál í leikfangaiðnaðnum í Kína og engin af verksmiðjunum sex ræður börn í vinnu. 15NEyTENDABLA8IB4.TBL.2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.