Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 19
NAD T513 Gæðakönnun ICRT nær yfir 38 mismun- andi DVD-spilara og af þeim eru 13 seldir hér heima. I Ijós kom að erfitt er að kaupa köttinn í sekknum þar sem spil- ararnir verða betri og munurinn á milli þeirra fer minnkandi. Þó er ástæða til að horfa á verð þar sem það er mjög breyti- legt og virðist oft á tíöum ekki endur- spegla sambærilegan mun á gæðum. Markaðskönnun Neytendasamtakanna sem birt er á vefsvæöi samtakanna sýnir að þær verslanir sem voru heimsóttar bjóöa 70 mismunandi tegundir af DVD-spilurum á verði frá 4.995 kr. til 159.900 kr. Úrval spilara er mismunandi eftir verslunum en þær eru (i stafrófsröö): Bræðurnir Ormsson 4 teg. spilara BT, Smáralind 6 teg. spilara Einar Farestveit 8 teg. spilara Elko 25 teg. spilara Expert ehf. 3 teg. spilara Hagkaup, Smáralind 4 teg. spilara Heimilistæki 8 teg. spilara Hljómsýn 1 teg. spilara Pfaff- Borgarljós 2 teg. spilara Radionaust 5 teg. spilara Raftækjaverslun íslands 4 teg. spilara Sjónvarpsmiðstöðin 10 teg. spilara Sony-Center 2 teg. spilara Af þeim 13 DVD-spilurum sem eru fáanlegir hér og teknir eru fyrir í gæðakönnun ICRT fær sá lægsti 3,3 í heildarstigagjöf en sá hæsti 4,4 af 5,0 mögulegum. Sá ódýrasti er á 7.990 kr. en sá dýrasti á 29.990 kr. Nánari upplýsingar um báðar kannanir eru á vefsvæði NS www.ns.is. Eftir hverju var leitað? Spilararnir i þessari gæðakönnun hafa farið í gegnum umfangsmiklar prófanir. Þeir hafa verið prófaðir og mældir á alla kanta auk þess sem hópur fimm sérfræðinga hefur lagt mat á mynd- og hljómgæði við ólíkar aðstæöur. Þægindi í notkun er mikilvægur þáttur í þessari könnun. Gæði handbókar og útfærsla verkseöla (skipana á skjá) skipti því miklu máli. Hugmyndin sem lá að baki var aö virkni tækisins ætti að mestu að segja sig sjálf. Aö tengja spilarann ætti að vera það auövelt að fólk með almenna tækniþekk- ingu ætti ekki að þurfa aö lesa þykkan leið- beiningabækling áður en það gæti hallað séraftur í besta hægindastólnum með uppá- halds kvikmyndina á skjánum. Frá siðustu könnun hefur lítið bæst við af aðgerðum eða notkunarmöguleikum sem þessi tæki bjóöa upp á. Spila flestar gerðir diska Spilararnir í könnuninni eru hannaðir fyrir það sniö sem notað er i Evrópu. Að auki spila þeir mörg önnur sniðmát diska. DVD-spilarar hafa löngum getað spilað geisladiska. í þessari könnun kom í Ijós að framleiðendur hafa betrumbætt spilarana þannig að þeir geta nú ráðið við fleiri tegundir DVD-diska og geisladiska en áður. Nú er i flestum 'tilfellum hægt aö spila tónlist á MP3 eða WMA sniðmáti. Ef þú hefur brennt myndir af stafrænni myndavél á geisladisk getur þú skoðað myndirnar án vandræða í flestum spilaranna í könnuninni. Auk þess þola spilararnir í dag betur rispur og ryk en áður. Mustek V56LM-2E (OEO) rii «-r Harman/Kardon DVD22 Toshiba SD-240ESE 19NEYTENDABLADIB4.TBt.2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.