Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 23
Samþykktir þings Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarson formaður Neytendasamtakanna setur þingið. Á myndinni má einnig sjá Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra og Hagen Jörgensen umboðsmann neytenda i Danmörku. Á þingi Neytendasamtakanna í september sl. voru samþykktar ýmsar ályktanir, þar á meðal ítarleg stefnumótun í neytenda- málum fyrir tvö næstu árin. Hér verða nefnd nokkur atriði en allar samþykkt- irnar eru birtar á heimasíðu Neytenda- samtakanna og er slóðin: www.ns.is/ns/ neytendasamtokin/innra_starf/thing_ neytendasamtakanna/. Einokun - fákeppni Lögð var áhersla á mikilvægi virkrar samkeppni fyrir neytendur en íslenskur markaöur ber mörg einkenni fákeppni og einokunar. Á mörgum sviðum hefur samkeppni aukist til hagsbóta fyrir neyt- endur og má þar nefna sölu á bensíni og oliu, flugrekstur og fjármálaþjónustu. Hins vegar gætir áhrifa fákeppni meðal annars á bankamarkaði, tryggingamarkaði, lyfja- markaði, byggingamarkaði og matvæla- markaöi. Til að vinna gegn þessari þróun er að mati þingsins nauðsynlegt aö efla Samkeppnisstofnun. Umboðsmaður neytenda Þingið ítrekaði kröfu um að sett verði á stofn sjálfstætt embætti umboðsmanns neytenda líkt og tíðkast á öðrum Norður- löndum með setningu markaðslaga. Neytendalöggjöf Þing Neytendasamtakanna skorar á Alþingi að setja nú þegar lög um innheimtustarf- semi, um ábyrgðarmenn og greiðsluað- lögun. Urlausnarleiðir fyrir neytendur Neytendur verða að hafa aðgang að ódýrum og fljótvirkum úrlausnarleiðum til aö leysa ágreiningsmál sín viðseljendurvöru og þjón- ustu. Dómstólaleiðin er iðulega seinvirk og kostnaðarsöm fyrir neytendur og dýrari fyrir samfélagið í heild. Þingið minnti á að Neytendasamtökin hafa gert þjónustu- samning við viðskiptaráðuneytið um aö samtökin reki leiðbeiningar- og kvörtunar- þjónustu fyrir neytendur sem er öllum opin, ekki aðeins félagsmönnum. Með þessu hafa stjórnvöld viðurkennt í verki að þetta sé samfélagsleg þjónusta. Þaðsé því óásættan- legt að Neytendasamtökin greiði meirihluta kostnaðar af þessari starfsemi. Höfundarréttur og einkaleyfi Núverandi löggjöf um höfundarrétt og einkaleyfi veitir höfundarréttar- og einka- leyfishöfum rétt til að takmarka frjálsa markaðsstarfsemi í of langan tima. Nauð- synlegt er að taka til endurskoðunar löggjöf um höfundarrétt, einkum þar sem um nýja tækni er að ræða. Langvarandi lögvarinn réttur einkaleyfishafa yfir nýjungum á ýmsum sviðum hefur iðulega leitt til verð- lagningar sem er fjarri eölilegri viðmiðun um söluverð sem tekur mið af þróunar- kostnaði, framleiöslukostnaði og eðlilegum hagnaði höfundarréttarhafa og söluaðila. Eigendur einkaleyfa og höfundarréttar hafa á undanförnum árum gengið of langt í að okra á neytendum á grundvelli höfundarrétt- arins og/eða einkaleyfisins. Neytendafræðsla Þing Neytendasamtakanna hvetur stjórn- völd til aö auka vægi neytendafræðslu innan lífsleikni á meðan neytendafræðsla er ekki sérstakt fag í námskrám. Einnig er mikilvægt að komið verði á fót öflugri full- oröinsfræðslu á þessu sviði enda þörfin augljós. Neytendasamtökin lýsa sig reiðu- búin til samstarfs i þessu skyni. Líftækni, erfðabreytingar og neyt- endur Erfðabreytt framleiðsla vekur upp margar spurningar sem snerta hagsmuni neytenda. Þing Neytendasamtakanna leggur áherslu á aö neytendurfái nægjanlegar og áreiðan- legar upplýsingar um erfðabreytt efni til að geta tekið upplýstar ákvarðanir um hvort þeir kjósa að nota þau. Þetta felur m.a. í sér aðerfðabreyttarafurðirséu merktarog rekj- anlegar. Neytendur eiga rétt á því að varúð- arreglu sé beitt við notkun erfðatækninnar. Viðhafa verður strangt áhættumat áður en erfðatækni er notuð og afurðir settar á markað. Strangt og óháð eftirlit verður að vera með erfðabreyttri framleiðslu. Umhverfið verður jafnan að njóta vafans þegar rökstuddur grunur leikur á því að um neikvæð áhrif á umhverfi og heilsufar geti verið að ræða. Umferðaröryggi Samþykkt var áskorun á ríkisstjórnina að gera vandaða áætlun um að fækka þeim sem slasast alvarlega og látast í umferð- arslysum á íslandi. Þessi áætlun innihaldi fjárhags- og framkvæmdaáætiun og verði sambærileg við þær bestu á þessu sviði á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu. Unnið verði eftir áætluninni á árunum 2005-2008 og miðist hún við að dauðaslys i umferö- inni verði 30% færri árið 2008 heldur en meðaltal áranna 2001-2003. Alvarlega slös- uðum fækki jafn mikið. Virðisaukaskattur á matvæli verði lækkaður Þingið benti á að einir mestu hagsmunir neytenda felist í lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Slik lækkun kæmi öllum lands- mönnum til góða, ekki síst þeim sem lægst hafa launin. Þingið skoraði því á rikisstjórn og Alþingi að boðaðar skattalækkanir verði í formi lækkunar virðisaukaskatts á matvælum. 23NEVTENDABLAÐIÐ4.TBL.2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.