Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 14
meiri héren í Bretlandi.Samkvæmtársreikn- ingum er álagning stærstu verslunarkeöj- unnar á íslandi svipuö eöa heldur minni en stærstu verslana þar í landi." Matvælaverö og Evrópusambandiö í skýrslunni er fjallaö um hvaöa áhrif aðild íslands að Evrópusambandinu (ESB) heföi á matvælaverö hér á landi. Fram kemur aö matvælaverð til finnskra neytenda hafi lækkaö um nálægt 10% viö inngöngu Finna í ESB. Kjöt lækkaði mest eða um 20% fyrsta áriö eftir aðild. Einnig segir í skýrslunni að matarverð bæði i Finnlandi og Svíþjóð hafi lækkað verulega áður en löndin gengu í ESB. Ein meginástæðan var að löndin umbyltu landbúnaöarstefnu sinni með því að breyta verðstuðningi yfir í beingreiðslur til bænda. Einnig lækkaði viröisaukaskattur á matvæli í Svíþjóð úr 21% í 14% á þessum árum. Að mati skýrsluhöfunda myndi matar- reikningur íslenskra heimila lækka um 5- 10% ef viö tækjum upp landbúnaðarstefnu ESB. „En líkast til myndi aðildin hafa áhrif á fleiri þætti matvælaiönaðar en búreksturinn sjálfan, auk þess sem samkeppni í verslun gæti aukist við aðildina", samkvæmt skýrsl- unni. Skýrsluhöfundar leggja hins vegar áherslu á að aðild að ESB sé ekki nauð- synleg til að ná fram slíkri lækkun og benda á að „íslendingar gætu hæglega náð fram sömu lækkun - ef ekki meiri - á matvæla- veröi með því að opna á viöskipti með útlendar landbúnaðarafurðir. Þeir gætu enn fremur farið að dæmi Svía og Finna - en án þess að ganga i bandalagið - og umbylt land- búnaðarstefnu sinni þannig aö stuðningur viö bændur komi fram meö beingreiðslum fremur en verðstuöningi." Skýrsluna i heild er að finna á heimasíðu forsætisráöuneytisins, slóðin er: www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/ Matarskyrsla.doc Klisjur seljenda pppnr - segja seljendur alltaf satt? Seljendur vöru og þjónustu fullyrða gjarnan ýmislegt í skilmálum varðandi viðskiptin. Neytendur eru orðnir svo vanir því að heyra þessar fullyrðingar að þeir efast ekki lengur um réttmæti þeirra. En eiga þær alltaf við rök að styðjast? Neyt- endablaöið tók saman nokkrar fullyrð- ingar sem sjá má í skilmálum og ber að varast að taka of bókstaflega og sumar þeirra eru hreinlega rangar. Klisja: „Ákveðnir hlutar vöru falla ekki undir ábyrgð, eins og t.d. hugbúnaöur." Það sem rétt er: í fyrsta lagi er ekki rétt aö tala um ábyrgö nema fyrirtækið sé tilbúiö að veita neytanda meiri rétt en hann á skv. lögum. Hiö rétta er að tala um kvörtunar- frest. í öðru lagi eru engir hlutar vöru undan- þegnir kvörtunarfresti. Klisja: „Ábyrgö fellur niður ef aðrir en starfsmenn fyrirtækisins hafa opnað tæki eða reynt að gera viö það." Það sem rétt er: í raun er reglan sú að ef um galla er að ræöa ber seljandinn ábyrgð á honum. Hafi óeðlileg not neytandans valdið tækinu tjóni er það á hans eigin ábyrgö. Eins getur seljandi ekki borið ábyrgö á því ef aðrir viðgerðaraöilar en starfsmenn hans hafa valdið tækinu tjóni. Hins vegar þarf það alls ekki að valda tækinu neins konar tjóni þótt það hafi verið opnað eða annar hafi reynt aö gera við það en seljandi og þaö þarf ekki aö hafa haft nein áhrif á upphaflega gallann sem slíkan. Skilyrðis- laus regla um að ekki sé hægt að kvarta vegna galla eftir að tæki hefur verið opnað af öðrum en starfsmönnum seljanda er þvi óeölileg. Klisja: „Kaupandi sættir sig við ástand hlutar." Það sem rétt er: Seljendur kynna slíka skil- mála gjarnan með þeim hætti aö neytandi geti ekkert gert þegar galli kemur upp þar sem hann hafi skrifað undir þaö aö hann sætti sig viö ástand hlutar. Þótt söluhlutur sé seldur „í því ástandi sem hann er" eða meö öðrum álíka fyrirvörum getur hann samt sem áður verið talinn gallaöur. Það á t.d. viö sé ástand söluhlutar verra en neyt- andi hafði ástæðu til að ætla miðað við kaupverö og atvik að öðru leyti. Einnig telst slíkur hlutur gallaður hafi seljandi vanrækt upplýsingaskyldu sína um hlutinn og ætla má aö þaö hefði haft áhrif á kaupin eða ef hlutur er ekki í samræmi við þær upplýs- ingar sem seljandi gaf um hann. Klisja: „Þurfi aö koma til kaupanda til að gera við vöruna þarf að greiða fyrir akstur og feröatíma." Það sem rétt er: Samkvæmt neytenda- kaupalögum á seljandi því aðeins rétt á því að afhenda nýja vöru eða bæta úr göllum á vöru ef það er gert án kostnaöar og veru- legs óhagræðis fyrir neytanda. Óski neyt- andi eftir því að hlutur sé sóttur til hans vegna kostnaöar eöa verulegs óhagræðis sem hann yrði annars fyrir, t.d. vegna þess aö hlutur er mjög stór, er ekki hægt að krefja hann um sérstaka greiðslu af þeim sökum. Klisja: „Komi gallar fram síðar sem kaup- andi hefur ekki séð þegar hann skoðaði vöruna veröur kaupandinn að sætta sig við það." Þaö sem rétt er: Ekki er hægt að gera þá skilyrðislausu kröfu að kaupandi sjái galla strax við kaup og alls ekki þegar gallar koma upp síðar. Sjá nánar um þetta mál i greininni „Ábyrgð og kvörtunarfrestur" á síöu 11. 14 NEYTENDABLAÐIB 4. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.