Neytendablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 5
börn skila sér seint í fyrstu heimsókn til
tannlæknis og aðeins um 47% þriggja ára
barna nutu greiðsluþátttöku TR. Þá kom
líka í Ijós að tannlæknaþjónusta er almennt
betur sótt af íbúum landsbyggðarinnar
heldur en af höfuðborgarbúum, þó svo að
flestir tannlæknar starfi á því svæði. Um
36% barna á aldrinum 0-18 ára skiluðu sér
ekki til tannlæknis og ein af ástæðunum er
án efa fjárhagsleg.
Bætt tannheilsa meginmarkmið
Eitt af markmiðum heilbrigðisáætlunarinnar
til 2010 er að tíðni tannskemmda hjá 12 ára
börnum verði minni en tannátustuðullinn
1,0. Ekki eru til greinagóðar rannsóknir
á tannheilsu barna en talið er að stuð-
ullinn hafi verið 1,5 árið 2002. Það er því
Ijóst að úrbóta er þörf ef markmið heil-
brigðisáætlunar eiga að ná fram að ganga.
Þátttaka ríkisins í tannlæknakostnaði
barna skiptir þar miklu máli og mikilvægt
að gjaldskrá ráðherra og tannlækna sé
samræmd. Það hversu fá börn skila sér til
tannlækna hlýtur að vera áhyggjuefni og
Ijóst að of mörg börn líða fyrir sinnuleysi
eða fjárskort foreldranna.
Hvað geta neytendur gert
Undir gjaldaliðunum „skoðun nýs sjúklings"
og „áfangaeftirlit” í gjaldskrá ráðherra kemur
fram að tannlæknir skuli áætla kostnað áður
en hafist er handa. Verðlagning tannlækna er
frjáls og að sama skapi er neytendum frjálst
að fara í skoðun og fá áætlun um kostnað.
Fyrst er þó hægt að bera saman gjaldskrá
tannlækna og í könnun þeirri sem nefnd var
hér að framan kom í Ijós að verðmunur milli
einstakra tannlækna reyndist vera frá 100-
650% á einstökum gjaldaliðum.
Hlutverk foreldra
Góð tannhirða er mikilvægasta forvörnin í
tannheilsu barna. Þá eru neysluvenjur stór
þáttur í tannvernd, þar sem sykur og sýra
eru mestu óvinir tannanna. Eins og fram
kemur í bréfinu hér að framan eru foreldrar
stundum óöruggir um hverju á að treysta
þegar tannheilsa barna þeirra er annars
vegar. Vissulega hefur tannlæknirinn hag
af þvi að veita þjónustuna sem oftast og
þess vegna er nauðsynlegt að samræmi sé
í leiðbeiningum þeirra. Foreldrar eiga ekki
að hika við að spyrja spurninga og leita álits
annarra ef þeim finnst börnin sín fá flóknari
og kostnaðarsamari meðferð en þeir telja
eðlilegt.
Flúormeðferð
Flúor hefur verið notað til tannverndar
í marga áratugi og gagnsemi þess er
óumdeilanleg, bæði til að jafna flúorstyrk
í munnholi og einnig til varnar tannátu.
Oft eru notaðir flúoraukar í munnskoli,
töflum eða tyggigúmí og er notkun þeirra
nauðsynleg, sérstaklega fyrir þá sem eiga
tannátu á hættu. En flúor getur lika verið
skaðlegt i of miklu magni. Á þriðja til níunda
ári barna er glerjungurinn að myndast á
fullorðinstönnunum og ef flúor er notað í
of miklum mæli er hætta á að flúorflekkir
myndist á glerjunginn. Þess vegna er mikil-
vægt að foreldrar skammti börnum sínum
tannkremið og sjái alfarið um tannhirðuna
fyrstu árin.
ÞH
Að sögn tannlæknis sem Neytendablaðið
hafði samband við eroftast nóg að skoða,
flúorbera og taka myndir einu sinni á ári.
Ef börn koma hins vegar inn mjög ung,
eða þegar eldri börn koma í fyrsta skipti
er ráðlegt að kalla þau inn á 6 mánaða
fresti í 3-4 skipti til að meta hirðu
og skemmdatíðni. Ef hirðu er ítrekað
ábótavant þrátt fyrir leiðbeiningar og þau
koma með skemmdir í hvert skipti þá eru
þau áfram kölluð inn á 6 mánaða fresti
og tennur flúorpenslaðar. Þetta eru börn
í svokölluðum áhættuhópi og hægt er að
sækja um aukna endurgreiðslu fyrir þau
til Tryggingastofnunar. Þegar komið er
fram á unglingsárin getur verið ástæða
til að skoða oftar. Unglingar á Islandi
drekka óhemju magn af gosdrykkjum
og innbyrða sælgæti í kílóavís. Tennur
geta þá skemmst mjög hratt. Varðandi
myndatökur þá er stundum verið að
fylgjast með byrjun á skemmd og því gott
að taka mynd af því svæði á 6 mánaða
fresti og sjá hvort einhverjar breytingar
verða og grípa þá inn í.
Tannlækningar erlendis
Neytendur hafa líka val um það að leita
til annarra landa ítannlæknameðferðirog
geta jafnvel sparað sér stórar upphæðir.
Á dönsku heimasíðunni avmintand.
dk er að finna góðar upplýsingar um
tannlækna víðs vegar um Evrópu. Þá
er stundum hægt að sameina frí og fá
ódýra tannklössun í leiðinni, þ.e.a.s.
fyrir fullorðna einstaklinga. Neytendur
er yfirleitt tregir til að sækja svona
þjónustu yfir hafið og er það eins og með
önnur viðskipti í útlöndum að þau falla
undir lög sem gilda í landi seljandans.
Að sjálfsögðu ættu neytendur alltaf að
kynna sér hvort viðkomandi tannlæknir
hafi fullnægjandi réttindi og er þá ekkert
því til fyrirstöðu að leita til annarra
landa með slíkt.
Heimildir:
Kliniskar leiðbeiningar I vinnslu, sjá:
landlaeknir.is
Kannanir, sjá: samkeppni.is
Almennt um TR og tannlœkningar,
sjá:tr.is, tannheilsa.is, tandogmund.dk
HelgaÁgústsdóttir, Heimtur barna til
tannlœknis sjá: tannheilsa. is
5 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2005