Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2005, Síða 6

Neytendablaðið - 01.09.2005, Síða 6
Gæðakönnun ICRT á stafrænum myndavelum Gæðakönnun Neytendablaðið birtir hér gæöakönnun á 34 gerðum af stafrænum myndavélum sem bæði voru í gæðakönnun International Consumer Research and Testing (ICRT) og voru á markaði hér í ágúst. Qæðakönnun ICRT náöi til 69 stafrænna myndavéla af öllum stærðum og gerðum. Myndavélunum var skipt niður í nokkra hópa og mælingar og prófanir framkvæmdar á tímabilinu september 2004 fram í apríl í ár. Alls voru 90 gerðir stafrænna myndavéla í gagnabanka ICRT í byrjun september. Hver myndavél var mæld og prófuð ýtarlega á yfir 130 atriðum. Þessi atriði voru síðan flokkuð í 7 aðalflokka sem reiknaðir saman gefa heildareinkunn, en vægi þeirra í heildar- einkunn er sem hér segir: Myndgæði (sjálfvirkt) 30, myndgæði (hand- virkt) 30, gæði kvikmynda 3, myndkíkir/ skjár 12, leifturljós 8, líftími rafhlaðna 10, fjölhæfni 12, þægindi í notkun 25. Markaðskönnun Neytendasamtökin gerðu markaðskönnun á stafrænum myndavélum á höfuðborgar- svæðinu í ágúst og reyndust vera 115 gerðir af stafrænum myndavélum á markaðnum til sölu hjá 15 söluaðilum. Neytendur hafa því úr talsverðu að velja. Af þessum 115 myndavélum voru 34 einnig í gæðakönnun ICRT eins og áöur sagði og birtast niður- stöður þeirra hér í blaðinu. Markaðskönnunin í heild sinni birtist á vefnum www.ns.is. Lykilorð er að finna á bls. 2. Reglulegar gæðaprófanir Vert er að benda á aö á vegum ICRT eru gerðar reglulegar gæðaprófanir á stafrænum myndavélum og sjónvörpum. Niðurstöður úr þeim prófunum verða birtar á vef Neytendasamtakanna þegar þær eru tilbúnar og má búast við því að slíkar niðurstöður komi á vefinn á 2 til 3 mánaða fresti. Þegar taflan er skoðuð í töflunni er myndavélunum raðað eftir heildareinkunn eftir þættinum „sjálfvirkt". Þar sem margar stafrænar myndavélar gefa einnig möguleika á einhverjum handvirkum stillingum voru þær prófaðar sérstaklega og þeim gefin einkunn. Það er því mikilvægt að skoða töfluna með það í huga að einkunn fyrir myndgæði hefur verið skipt í tvennt eftir þessum þáttum, handvirkt og sjálfvirkt. Þetta hefursíðan áhrif á heildareinkunn fyrir hverja myndavél þar sem henni hefur einnig verið skipt niður í handvirkt og sjálfvirkt. Aðeins 7 myndavélar fengu sömu einkunn fyrir myndgæði hvort sem vélinni var stýrt handvirkt eða hún látin vinna sjálfvirkt. Allar vélarnar gátu tekið myndbandsbrot utan tvær. Það er eftirtektarvert að flestar mynda- vélanna sem fást hérlendis og voru i gæða- prófunum ICRT fá heildareinkunn yfir miðjum skalanum þarsem hæsta einkunn er 4,3 (sjálfvirk) en sú lægsta 2,9 (sjálfvirk). Allar gerðir stafrænna myndavéla voru prófaðar svo verðið eitt og sér gefur ekki raunsannansamanburðámilli myndavélanna því taka verður tillit til stæröar og gerðar myndavélanna og eiginleika þeirra innan þess flokks sem þær falla í. Stafrænar SLR-myndavélar (e. Single Reflex Cameras) Ef þú ert fagljósmyndari eða mikill áhuga- maður um Ijósmyndun er líklegt að þú kjósir stafræna SLR-myndavél með meiri myndgæðum - enda eru þættir eins og linsa, gler, mælar, stjórnun flassins, lýsing, innri vinnsla og aðrir slíkir þættir vélanna vel gerðir. Hún verður að vera hraðvirk Sumir notendur skyndimyndavéla kvarta yfir viðbragðstima þeirra og þá sérstaklega hvað þær eru lengi að taka mynd, sjálfvirka fókusnum og töfá Ijósopsloku. Vegna þessað örgjörvinn í skyndimyndavélum er að reyna að gera allt í einu, frá því að reikna út fókus að Ijósopshraða til þess að minnka hættu á rauðum augum, getur ferlið sem felst í því að fá myndefnið í gegnum myndavélina og á geymslumiðilinn, verið nokkuð langt. Framleiðendur skyndimyndavéla (point and shoot) hafa gert margt til að hraða ferlinu en atvinnumenn og miklir áhugamenn um Ijósmyndir krefjast augnablikshraða, þeir vilja að vélin taki mynd NÚNA. Þegar öllu er á botninn hvolft er ráðlegt að meta alla kosti varðandi hraða sem völ er á áður en myndavél er keypt og kaupa ekki vél nema hún nái að minnsta kosti 2-3 römmum á sekúndu í hárri upplausn. Vertu viss um aö eldri áhöld virki með nýju vélinni Ef þú átt nú þegar 35mm linsur og aukahluti sem þú ert ánægður með skaltu kanna stafrænar SLR-myndavélar frá sama fram- leiðanda. Þó að framleiðendur framleiði linsur sem virka eingöngu með stafrænum SLR-myndavélum þá er hægt að nota 35mm linsur á margar stafrænar SLR-vélar. Best er að hugsa um stafræna myndavél sem kerfi frekar en staka myndavél. Það getur orðið dýrt spaug að þurfa að endurnýja allan búnaðinn þegar ný myndavél er keypt. Vertu viss um að rafhlaðan sé vel samhæfð myndavélinni Fagljósmyndarar og miklir áhugamenn þurfa talsvert háþróaðri líftíma rafhlaöna, virkni og vinnslugetu en þeir sem nota skyndimyndavélarnar. Nánast allar staf- rænar SLR-myndavélar eru með endur- hlaðanlegum rafhlöðum, en þú ættir að leita að rafhlöðukerfum sem eru hönnuð í líkingu við vinnulag þitt. Hér mætti nefna að sennilega vilt þú sjá hvernig gengur á rafhlöðuna og áætlun um hversu margar myndir þú getur tekið í viðbót. Hafðu einnig auga með aukaeiginleikum sem tengjast orku eins og hraðhleðslu. Aðrir eiginleikar sem vert er að kíkja eftir eru möguleikinn að ákvarða hvenær rafhlaðan sé á lokahleðslunni eða hversu margar myndir hægt er að fá úr meðalhleðslu. Að lokum er mikilvægt að kanna kostnað við vararafhlöðu. Sennilega þarftu að endurnýja eða skipta rafhlöðunni út á tveggja til þriggja ára fresti og óvæntar uppákomur þaryrðu sennilega ekki vinsælar. Stafrænar smávélar (compact camera) Spáðu í myndavél sem þú getur tekið hvert sem er. Framleiðendum stafrænna smávéla er umhugað um megapunkta, sjónrænt brun, seinkunn á Ijósopi og allt annað sem framleiðendum stafrænna SLR-myndavéla er umhugað um. Þeirra aðalmarkmið er 6 NEYTENDABLABI0 3. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.