Neytendablaðið - 01.09.2005, Síða 12
Þegar Porsche 911 var fyrst kynntur til
sögunnar í Frankfurt 1963 var módeliö
kallaö 901. Allt var klappaö og klárt þegar í
Ijós kom aö bílaframleiðandinn Peugeot átti
einkarétt á öllum þriggja stafa tölum meö
0 í miðjunni. Porshe 901 var því í skyndi
breytt í Porche 911.
Þegar fólk kaupir sér bíl skiptir máli
hvernig hljóð heyrist þegar bílhuröinni er
lokaö. Chrysler lét hanna alveg sérstakt
huröarhljóð og hefur einkaleyfi á þessu
tiltekna hljóöi.
Bragö
Bragö er ekki sterkasta skynfærið en er þó
vannýtt. Lindstrom segir að 16°/o fyrirtækja
á Fortune-listanum gætu nýtt sér bragð
við markaðssetningu. Að undanskildum
drykkjar- og matvælafyrirtækjum erColgate
dæmi um fyrirtæki sem hefur fengiö
einkaleyfi á bragði. Fyrirtækiö hafi hins
vegar ekki notaö hiö einstaka bragð í aörar
vörur svo sem tannbursta, tannstöngla
og tannþráö og náö svokölluðu bragö- og
lyktarsamræmi. Því eigi fyrirtækiö enn
ónýtta möguleika á aö styrkja ímynd sína
enn frekar.
Eignarhald á litum
í Bandaríkjunum tengja flestir hárauöan
lit við vörumerkið Coca-Cola. í Bretlandi
tengja flestir rauöa litinn við Vodafone.
Appelsínugulur litur er einkenni fjarskipta-
fyrirtækisins Orange en Easy Jet notast líka
við appelsínugulan lit. Þessi tvö fyrirtæki
berjast nú um yfirráðaréttinum yfir
appelsínugulum lit fyrir dómstólum.
McDonald notar „Mc" alstaöar þar sem það
er hægt; McNuggets, McMuffins o.s.frv.
Þegar Daninn Allan Bjerrum Pedersen
opnaði lítinn pylsuvagn og kallaöi hann
McAllan, fór skyndibitarisinn í mál og taldi
sig eiga einkarétt á forheitinu „Mc". Málinu
var vísaö frá.
Viagra er gott dæmi um þaö hvernig litur
og lögun eru notuö á áhrifaríkan hátt. Litla
bláa pillan er þekkt um allan heim og mun
halda sinni stööu jafnvel eftir aö einkaleyfi
Pfizer rennur út.
Neytendur eru vanafastir
Nokia er eitt þekktasta vörumerki heims.
Fyrirtækinu tókst aö hanna notendaviömót
sem er einfalt og fólki líkar viö. Lindstrom
segir aö þaö sé hvorki tilviljun né heppni.
Flestir kannast við hversu erfitt getur verið
aö finna út úr uppsetningu og notkun nýrra
rafmagnstækja, jafnvel þótt veriö sé aö
kaupa sama vörumerki og síðast. Fólk er í
eðli sínu vanafast og latt þegar kemur aö
því aö læra á ný tæki og Nokia hafi með
einföldu viömóti tryggt það aö Nokia-
eigendur haldi sig viö Nokia-síma jafnvel
þótt þeir telji aðra síma fallegri, léttari og
tæknilegri.
Vörumerki - ný trúarbrögö
Svo virðist sem sum vörumerki hafa náð allt
aö því trúarlegri stööu og dæmi eru um aö
fólk láti tattóvera vörumerki á líkama sinn,
t.d. Apple-epliö og Gucci-merkið.
Lindstrom spyr hversu mörg fyrirtæki búi viö
slíka hollustu aö líkja megi viö trúarbrögö.
Dæmi um slíkt er þegar Coca-Cola ákvaö
aö kynna til sögunnar nýtt og betra bragö
árið 1985 en þá hafði uppskriftinni ekki
veriö breytt í 99 ár. Viðskiptavinirnir tóku
þessum fréttum vægast sagt illa og margir
hömstruðu kók til aö eiga birgöir á lager.
Fjöldamótmæli og herferðir urðu til þess að
hætt var viö nýja bragðið.
Hello Kitty-æði hefur geisaö í Asíu
undanfarin ár. Allt sem tengist Hello-
Kitty selst, hvort sem þaö er Hello-Kitty
kreditkort, bankabók, sími, fatnaöur, ritföng
eöa bíll. Fyrir marga er Hello-Kitty lifstíll,
eöa allt aö þvi trúarbrögö.
I Brand Sense könnuninni, sem bókin byggir
aö hluta til á, kom í Ijós að fólk er líklegra
til að halda tryggð við þau vörumerki sem
hafa nýtt sér „sensory branding". Því fleiri
skilningarvit sem fyrirtæki nær aö höfða til,
því líklegra er það til árangurs. Neytendur
ættu því aö vera á varöbergi og þekkja
herbrögðin þegar markaössetningin verður
komin á það stig aö undirmeðvitundin er
slævö meö lykt, hljóöi, bragði og sjón.
BP
Bókin Brand Sense eftir danska markaðsfrœðinginn
Martin Lindstrom kom út fyrr á árinu.
12NEYTENDABLASIÐ3.TBL.2005