Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 20
~-Z:T’u'^képinn3**™
* »»- o9 j;r" »5 ,lkm fJinn
Heilsufullyrfiingar
á matvælum
Heilsufullyrðingar eru hvers konar
skilaboð eða framsetning í merkingu,
auglýsingu eða kynningu matvæla
sem gefa til kynna eða gefa í skyn að
matvælin séu holl eða hafi heilsusamlega
eiginleika.
Heilsumoli, heilsubiti, hollustuvara,
lækkar blóðþrýsting, verndar tennur
Þetta eru dæmi um heilsufullyrðingar sem
lesa má af umbúðamerkingum matvæla.
Þar sem matvælaframleiðsla verður sífellt
flóknari er mjög mikilvægt fyrir neytendur
að merkingar matvæla og auglýsingar séu
skýrar og skilmerkilegar. Aukinn áhugi
almennings á næringu og þeim upplýsingum
sem framleiðendur veita hefur leitt til þess
að matvælaframleiðendur hafa stóraukið
fullyrðingar af ýmsum toga á umbúöum
og í auglýsingum. Þessar upplýsingar geta
komið sér vel fyrir neytendur en að sama
skapi geta þær verið beinlínis rangar og til
þess fallnar að villa um fyrir neytendum.
Reglur um heilsufullyrðingar
Verið er að vinna að sameiginlegri reglugerð
fyrir ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins
sem taka á heilsufullyrðingum en í dag eru
reglur mjög mismunandi milli landa. Ljóst er
að þörf er á slíkri reglugerð. Á markaðinum
úir og grúir af matvælum sem eru auglýst
sem heilsusamleg, grennandi, styrkjandi,
gefandi, fitusnauð, sykurskert og svo mætti
lengi telja.
í íslenskri reglugerð um merkingu matvæla
kemur fram að óheimilt er að vísa til þess
í merkingu, kynningu eða auglýsingu að
ákveðin matvæli ein og sér séu holl eða
hafi heilsusamlega eiginleika. Hins vegar
má vísa til slíkra eiginleika þegar þess er
getiö sérstaklega að matvælin séu hluti af
heilsusamlegu eða hollu mataræði.
Þá er óheimilt að eigna matvælum þá
eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á
sjúkdómum manna, hafa lækningamátt
eða vísa til þess háttar eiginleika. Enn
fremur kemur fram að hægt er að sækja
um leyfi til notkunar heilsufullyrðinga
til Umhverfisstofnunar. Þá er eitt af skil-
yrðunum aö fullyrðingin megi ekki vera
blekkjandi á neinn hátt.
Neytendasamtökin hafa safnað saman
ýmsum matvælaauglýsingum og fullyrð-
ingum sem má finna á markaðinum hér, og
er af nógu að taka.
Lífsstílsfæöi
Það er mjög vinsælt að tengja matvæli
hollum lífsstíl.
í auglýsingum á KEA-skyri stendur í
fyrirsögn „Njóttu lífsins með heilbrigðum
lífsstiT', „Fegurð - Hreysti - Hollusta". í
texta með ýtarlegri upplýsingum er talað
um frábæra hollustuvöru, góðan kost fyrir
alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og
vilja lifa á heilsusamlegan hátt.
í auglýsingu á Aloa Vera jógúrt frá MS
eru fyrirsagnirnar „Gefandi jógúrt” og
„Fegurðin kemur innan frá". I texta er auk
þess talað um „heilsusamlegt líferni", „...
efni sem getur verið mikilvægt fyrir heilsu
og útlit,... njótið endurnærandi ferskleika
MS Aloa Vera jógúrtar og jógúrtdrykkjar
sem veita vellíðan og stuðla að innra
jafnvægi".
Það verður að teljast nokkuð hæpið að tala
um að tiltekin matvæli veiti vellíðan, séu
gefandi eða stuðli að fegurð, hreysti og
hollustu.
í dag eru margar mjólkurvörur með við-
bættum sykri og jafnvel í þó nokkrum
mæli. Upplýsingum um sykurmagn er þó
ekki haldið á lofti við markaðssetningu
mjólkurvara.
Megrunarfullyrðingar
Það virðist verða sífellt algengara að auglýsa
matvæli sem hafa einhverja grennandi
eiginleika og eru slíkar auglýsingar áberandi
í janúar.
20 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2005