Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Síða 12

Neytendablaðið - 01.12.2005, Síða 12
í marshefti breska neytendablaðsins Which? er fjallað um hrein- gerningu án kemískra hreinsiefna. Könnun Which leiddi í Ijós að oftar en ekki duga gömul húsráð vel í baráttunni við óþrifnaðinn. Sitróna virkar t.d. vel til að ná burt erfiðum blettum (blóð-, kaffi-, rauðvíns- og grasblettum). í tilraun Which? kom í Ijós að sítróna reyndist sérstak- lega vel á rauðvínsbletti en einnig á blóð- og grasbletti. Þá reyndist sódavatn vel á kaffibletti. Hefðbundið hreingerningarefni reyndist ekki eins vel og var einnig mun dýrara. Sítróna á blöndunartækin og örbylgjuofninn Sítróna virkar mjög vel til að hreinsa örbylgjuofninn. Sítrónusafi er kreistur út í vatn og skálin sett í ofninn og hitaö að suðu. Eftir þetta er auðvelt að strjúka óhreinindin innan úr örbylgjuofninum. Sítróna var einnig notuð til að þrifa blöndunartæki. Sítróna er þá skorin í tvennt (eða fleiri bita) og makað á blöndunartækin sem veröa skínandi hrein. Þetta þótti nokkuð subbuleg aðgerð og var auðveldara að nota hefðbundið sprey sem er þar aö auki ódýrara. Hins vegar var árangurinn af sítrónuþvottinum mjög góður. Oþarflega mikið af varasömum kemískum efnum Margar hreingerningarvörur innihalda varasöm efni og því ætti að nota þær í hófi. Flestar hreingerningarvörur innihalda ilmefni sem geta verið ofnæmisvaldandi auk ýmissa efna sem oftar en ekki eru óþörf inni á heimilum. Sítrónuilmur er t.d. mjög algengur i hrein- gerningarvörum en best virðist vera að nota venjulega sítrónu meö sínum náttúrulega ilmi og heitt vatn. FLöSKUM EKKI Á PESSU...

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.