Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Page 2

Neytendablaðið - 01.03.2006, Page 2
Brynhildur Pétursdóttir. Efni Frá kvörtunarþjónustunni 3 Úrskurður um sediigjöld 4 Vítamínneysla bama 3 Hagsmunir tramleiðenda 6 Uppbaf grænu byltingarinnar 7 Varasöm efni (neysluvörum 8 Gæðakönnun á burvélum 9 Frá formanni 13 Matvælamarkaðir ð Spáni 14 Matvælaverð ug neysluskattar 13 Bananaræktun 18 Tilbuð og verðmerkingar 18 Hullustukönnun á kexi 19 Útvarpsiög brotin 2D Neytandinn svarar 21 Ný tækifæri fyrir neytendur 22 Neytendur eiga ad njóta vafans Neytendur eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að algengar neysluvörur inni- haldi efni sem geta verið krabbameinsvaldandi, valdi skertri æxlunargetu, séu þrávirk, hafi áhrif á skjaldkirtilinn eða valdi ofnæmisviðbrögðum. Margar neysluvörur nú til dags innihalda samt sem áður skaðleg efni og ástæðan er sú að hagsmunir framleiðenda hafa hingað til ráðið för. Framleiðendum var ekki gert skylt að rannsaka og áhættumeta ný efni fyrr en árið 1981. Fram að þeim tíma kom aragrúi efna á markað og fæst þeirra hafa verið rannsökuð að nokkru ráði. Enginn veit hvaða áhrif þessi efni hafa á heilsufar fólks og lífríki en ef marka má þær fjölmörgu kannanir sem gerðar hafa verið á algengum efnum er ástæða til að hafa áhyggjur. Hagsmunir efnaframleiðenda hafa hins vegar alltaf vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það sannaðist enn og aftur í Brussel fyrir jól þegar ein mikilvæg- asta löggjöf síðustu ára var útþynnt eftir öfluga og árangursríka hagsmunagæslu efnaiðnaðarins. Neytendur hafa aldrei beðið um rúmföt með formaldehýð, tölvur með PBDE, regnföt með perflúoroktýlsúlfónati eða barnaleikföng með þalötum og því fer fjarri að framleiðendur séu að svara kröfum neytenda þegar þeir setja bisphenol-A í matvæla- pakkningar eða triclosan í tannkremið. Neytendur eru því miður í erfiðri aðstöðu þvi fæstir vita hvaða efni á að forðast, hver þeirra eru skaðleg og hvar þessi efni kunna að leynast. Sem betur fer eru þó framleiddar vörur án varasamra efna því þau eru langt frá því að vera nauðsynleg í öllum tilfellum. Þessar vörur eru merktar með vottuðu umhverfismerki og með einbeittum vilja geta íslenskir neytendur oröið sér úti um þær. Mér er þó fyrirmunað að skilja að það þurfi að hafa sérstaklega fyrir því að finna neysluvöru sem inniheldur eins lítið af skaðlegum efnum og mögulegt er. Ætti það ekki að vera sjálfsagt mál? Blaöið er prentað á umhverfisvænan hátt. Prentað efni NEVTENDABLAÐIÐ 1. tbl., 52. árg. - mars 2006 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, íris Ösp Ingjaldsdóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ásmundur Ragnar Richardsson Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir Umbrot og hönnun: Ásprent Still ehf. Prentun: HjáGuðjónO ehf. - vistvæn prent- smiðja Forsíðumynd: lstockphoto.com Upplag: 12.000 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum i Neytendasamtökunum Ársáskrift: 3.750 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt erað vitna í Neytendablaðið löðrum fjölmiðlum sé heimildargetið. Óheimilt er þó að birta heilargreinareða töflurán leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neyt- endablaðinu er óheimilt aðnota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasam- takanna liggi fyrir. Blaðið er prentað á vistvænan hátt - Merkt Norræna Svaninum. Lykilorð á heimasíðu: efni3 2 NEYTEIIOABLAÐIÐ 1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.