Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Page 5

Neytendablaðið - 01.03.2006, Page 5
Þaö færist sífellt í vöxt aö matvæla- framleiðendur bæti vítamínum og stein- efnum út í matvæli og drykkjarvörur. Hagsmunasamtök neytenda hafa lýst yfir áhyggjum af þessari þróun og telja aö framleiðendur noti íblöndunina sem auglýsingabragö til aö selja matvæli sem ekki eru endilega sérstaklega holl. Sumir sérfræöingar telja jafnvel að ofneysla vítamína og steinefna sé meira vandamál en vítamínskortur, sérstaklega þegar börn eru annars vegar. Neytendablaðið ákvað aö skoða málið nánar. Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri nœringarmáta hjá Lýðheilsustofnun svarar eftirfarandi spurningu: Þurfa börn aö taka inn vítamín? Ef börnin borða fjölbreytt fæði ætti ekki að vera þörf á að gefa þeim önnur bætiefni aukalega en D-vítamín. Astæðan fyrir því að ráðlagt er að taka D-vítamín er m.a. sú að það er í fáum algengum fæðutegundum frá náttúrunnar hendi. Það er ekki bara að það sé óþarfi að gefa börnum önnur bætiefni heldur er mun æski- legra að þau fái þau vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast úr fæðunni þar sem þau eru til staðar í eðlilegum hlutföllum og sínu náttúrulega umhverfi. Sömu áhrif viröist t.d. ekki nást ef stök vítamín, stei- nefni eða önnur hollustuefni eru tekin inn í töfluformi eins og ef þau fást úr ávöxtum og grænmeti. Rétt er svo að gera sér grein fyrir því að þó að þessi efni séu okkur nauðsynleg þá á orðatiltækið því meira því betra ekki við hér því það er hægt að fá of mikið af vítam- ínum og steinefnum. Börn eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem full ástæða er til að huga sérstaklega að hvað þetta varðar. Fjölbreytt fæöuval þar sem nóg er af græn- meti og ávöxtum tryggir best aö börnin fái þau næringarefni sem þau þurfa í hæfilegu magni. Jóhanna Eyrún Torfadóttir nœringarfrœð- ingur hjá matvœlasviði Umhverfisstofnunar svarar eftirfarandi spurningu: Er raunveruleg hætta á því að börn geti fengið of mikið af vítamínum og steinefnum? Akveðin hætta er fyrir hendi að börn og fullorðnir geti fengið of mikið af vítamínum og steinefnum þar sem mikið framboð af vítamín- og steinefnabættum matvælum er á íslenskum markaði. Börn þurfa ekki eins mikið af vítamínum og steinefnum og fullorðnir og ef þau fá stóra skammta, þ.e. mun meira en ráðlagt er, yfir langt tímabil er hætta á óæskilegum áhrifum á heilsu þeirra. Til að undirstrika hversu auðvelt er að fá mikið af einstaka næringarefnum má skoða dæmið hér að neðan. Gert er ráð fyrir að 7 ára barn fái vítamínbætt matvæli í morg- unmat auk þess að fá lýsi og fjölvítamín. Morgunmaturinn lítursvona út: • Ein skál af Cheerios (30 g) • Mjólk (Dreitill) (1,5 dl) • Hálft glas af ávaxtasafa (Chiquita Red d'Orange) (100 ml) • Barnaskeið af Krakkalýsi (10 ml) og ein tafla af Latibæjar fjölvítamíni án A Et D Skoðuð eru næringarefnin: A-, D-, B6 og C- vítamín, járn og fólasín og borin saman við ráðlagðan dagskammt (RDS). í dæminu má sjá að með fyrstu máltíð dagsins, ásamt lýsi og fjölvítamíni, er nú þegar búið að fara langt yfir ráðlagðan dagskammt fyrir öll næringarefnin að A- vitamini undanskildu. Börn geta því hæglega fengið of mikið af vítamínum og steinefnum og þarf bara eina máltíð til þess að það gerist. Ef foreldrar gefa börnum sínum fjölvítamín eða önnur fæðubótarefni þá þurfa þeir að vera meðvitaðir um þann möguleika að börnin þeirra geti einfaldlega verið að fá of mikið af vítamínum og steinefnum. Latibær hefur undanfarið auglýst vítamín fyrir börn. Grunnhugmyndin í Latabæ er að börn hreyfi sig og borði hollan og góðan mat. Ef börn borða í samræmi við ábend- ingar íþróttaálfsins ættu þau varla að þurfa að taka vítamín - eða hvað? Neytendablaðið spurði Hauk Gíslason sölu- og markaðsstjóra Latabœjar: Hvers vegna hefur Latibær markaðssett vítamínpillur fyrir börn? Auðvitað er það svo að börn sem borða hollan og góðan mat á hverjum degi þurfa ekki að taka inn vítamín eða lýsi.Við vitum hins vegar að á mörgum heimilum hafa matarvenjur breyst samhliða breyttum aðstæðum fjölskyldna. Oft er það svo að báðir foreldrar vinna úti og þegar kemur að því að elda næringarrika kvöldmáltíð þá gefst oft ekki tími til annars en fyrir fram matreiddra matvæla. Neysla á forsteiktum mat hefur t.d. aukist gífurlega undanfarin misseri. Einföld leið til að tryggja að börnin fái þá grunnskammta sem mælt er með af vítam- ínum eru t.d. vítamíntöflur. Latibær mun þó aldrei hverfa frá þeirri grunnhugsun - að hollar matarvenjur, hreyfing og útivera eigi að sjá til þess að enginn þurfi á töflum að Tafla 1. Magn nœringarefna sem fást úr morgun- matnum boriðsaman við ráðlagða dagskammta. Nærinqarefni A-vítamín (uq) D-vítamín (uq) Fólasín (uq) B6-vítamín (mq) C-vítamín (mq) Járn (mg) RDS* 700 10 150 1,1 45 10 Cheerios (30q) 151,5 0,1 200 0,5 6 8 Dreitill (150 ml) 22,5 0,75 7,5 L5 0,06 Chiquita (100 ml) 30 o^ 9 Krakkalvsi (10 ml) 275 18,4 Latibæjar vítamín 300 1,6 60 5 Samtals 449 19,3 538 2.4 77 13,1 (Hlutfall af RDS) -64% -193% -359% -218% -1710/0 -131% *Ráðlagðir dagskammtar nœringarefna fyrir börn á aldrinum 7-10 ára 5 NEYTENDABLAÐIB 1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.