Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 8
Nokkur efni undir smásjánni Sjónir manna hafa beinst aö nokkrum efnum sem hafa veriö rannsökuö nokkuð vel. Hér að neöan eru upplýsingar um efni sem hafa verið mikiö rannsökuö og er ástæöa til að hafa áhyggjur af. Eldtefjandi efni (bróm) eru sett í rafmagns- tæki eins og tölvur, sjónvörp og farsíma en einnig er þessi efni oft aö finna í glugga- tjöldum, áklæði og dýnum. Efnin eiga að koma í veg fyrirað kvikni í rafmagnstækjum og eldur breiöist út. Efnin halda þó ekki kyrru fyrir á sínum staö. Þau þyrlast út í andrúmsloftið og berast þannig í fólk. Þau eru þrávirk og safnast upp í líkamanum. Efnin hafa m.a. áhrif á æxlunargetu og hormónajafn- vægi og tvær tegundir efnanna hafa verið bannaðar í Evrópu. Krafa neytendasamtaka og umhverfisverndarsamtaka er að öll þessi efni verði alfarið bönnuö. í rannsóknum hefur komið í Ijós að þessi efni er aö finna í blóði, fituvefjum manna og brjóstamjólk en magn er misjafnt eftir löndum. Konur í Norður-Ameríku hafa hæst hlutfall þessara efna í brjóstamjólk eða 40 sinnum hærra en í nokkru öðru landi. Neytendablaðið veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi verið gerð hér á landi. Þalöt eru notuð sem mýkingarefni í plast. Lengi hefur veriö vitað um skaðsemi nokk- urra tegunda þalata (DBP, BBP og DEHP ) en efnin eru talin hafa hormónaraskandi áhrif. Nýjar rannsóknir benda til þess að efnin geti haft áhrif á fóstur (drengi) í móðurkviði (sjá heimasíöu Environmental Health Perspect- ives, www.ehp.niehs.nih.gov). Þalöt eru algeng í mörgum neysluvörum, eins og matvælaumbúðum, regnfatnaði, sturtuhengjum, og leikföngum. Evrópu- sambandið hefur staðfest til frambúðar bann viö því að varasömustu tegundirnar séu notaðar í barnaleikföng. Það er til marks um áhrif iðnaðarins hversu langan tíma það hefur tekið að fá bannið lögfest, þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir á efnunum. Bisphenol-A eða BPA er algengt í mat- vælaumbúðum en efnið er á lista Evrópu- sambandsins yfir hórmónaraskandi efni. BPA hefur áhrif á estrógenmagn líkamans og nýlegar rannsóknir benda til þess að það geti verið krabbameinsvaldandi. I Kalíforníu stendur jafnvel til aö banna BPA í öllum vörum ætluðum börnum yngri en þriggja ára og ef marka má niðurstöður rannsókna er ástæða til að hafa áhyggjur af mikilli útbreiðslu efnisins sem er flokkað sem hættulegt æxlunargetu fólks. Ilmefni eru mjög algeng í neysluvörum, s.s hreingerningarvörum, snyrtivörum og baðvörum og notkun þeirra fer vaxandi. Algengt er að leikföng og varningur ætlaður börnum ilmi og hafa neytendasamtök mótmælt þessari þróun enda engin ástæða til að börn séu að sýsla með ofnæmisvald- andi efni. Ný reglugerð Evrópusambandsins skyldar snyrtivöruframleiðendur til að merkja helstu ofnæmisvaldana. Listi yfir þessi ilmefni var birtur í Neytendablaðinu 2. tbl. 2005. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er að finna upplýsingar um ýmiss kemísk efni í neyslu- vörum: www.ust.is/efniogefnavorur Áheimasíðu BEUCwww.beuc.org eraðfinna bæklinginn „Our daily coktail of cemicals". Okræsilegur kokteill í leikföngum Lítil drekafigura fró Disney innihélt 40% afþalatefninu DINP. Á síðasta ári kynnti danska neytenda- stofnunin niðurstöður könnunar á 80 leikföngum sem keypt voru vítt og breitt um Evrópu. Athugað var hvort leikföngin innihéldu efni sem væru skaðleg heilsunni og/eða umhverfinu. Niðurstaðan sýndi að ekki vantar varasöm kemísk efni í leikföng barna, en meðal efna sem fundust voru: Þalöt sem notuð eru m.a. notuð sem mýkingarefni í plast og málningu. Sumar tegundir þalata eru bannaðar í leikföngum fyrir börn yngri en þriggja ára. Fimm tegundir þalata fundust í leikföngunum. Þungmálmar eru óæskilegir í leikföngum enda heilsuspillandi. í könnuninni fundust króm, antimón, kopar og nikkel. Lífræn leysiefni eru skaðleg efni sem eru töluvert notuð í leikföng ef marka má könn- unina. Efnin Klórfenol, 2-Methyl-1-prop- anol, klóroform, cyclohexan, 2-Ethoxyet- hylacetate, styren, cyclohexanon og tólúen fundust í leikföngunum. Öll þessi efni hefur danska umhverfisstofnunin flokkað sem hættuleg. Önnur efni sem fundust eru vetnis- Heimildir: Tœnk, myndir:Jesper Giyrskov. kolefnissambönd, benzaldehyd, d-limonen sem er ilmefni og bór. Framleiðendur fjögurra leikfanga kærðir Af 22 tegundum leikfanga á danska markaðinum reyndust fjögur innihalda of mikið af skaðlegum efnum og voru þær tegundir samstundis kærðar til umhverfis- stofnunarinnar. Löggjöf ábótavant Löggjöf um kemísk efni í leikföngum er verulega ábótavant. Níu þungmálmar eru bannaðir í leikföngum og frá 1999 hafa nokkrar tegundir þalata verið bannaðar. Það er ekki þar með sagt að þessi efni finnist ekki í leikföngum enda «. eftirlit lítið og framleiðendum er sjálfum gert að sjá til þess Jpf að leikföngin standist lög og reglur. Peli keyptur í Tigersem innihélt þrjár þalattegundir, þar af30,2°/o afDINP. Umhverfisráðherra Dana stendur ekki á sama Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Dana, sagði í viðtali í danska sjónvarpinu að Danir myndu beita sér fyrir því að ónauðsynleg og hættuleg efni verði fjarlægð úr leik- föngum. Oftar en ekki hefur þessi umræða komið til kasta danska þingsins en umræðan um kemísk efni í neysluvörum er mjög áberandi í nágrannalöndunum og reyndar víðar í Evrópu þar sem ráðamenn láta sig málið varða. Málum er öðruvísi háttað hér á landi sem stafar annaðhvort af þekkingarleysi ráðamanna eða áhugaleysi. Neytendablaðið hvetur til aukinnar umræðu um þennan mikilvæga málaflokk og þar ætti umhverfisráðherra aðfara fremstur í flokki. Plastbolti frá Disney innihélt ofmikið af þalatefninu DEHP. NEYTENDABLABHn.TBL.2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.