Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 15
 fwm jr^ w i uirjtrriM ílMfífr Lkijjj1 J/g n u M H| [IF f* ÍIöilÍI * / JF * ■ ihljtal i ri|! Margoft hefur veriö bent á óeðlilega hátt matvælaverö á íslandi en stjórnvöld hafa hingaö til sýnt málefninu lítinn skilning eöa áhuga. Nú viröist sem ný skýrsla norrænna samkeppniseftirlita hafi hleypt lífi í umræðuna og þótt þetta sé langt í frá eina staðfesting síöustu ára á háu verölagi hér á landi þá telja stjórnvöld loksins að tími aðgerða sé runnin upp. Hátt matvælaverð er ekki nýjar fréttir Neytendasamtökin hafa í áratugi barist fyrir lægra matvælaveröi á íslandi og oft bent á óhóflega verndartolla á landbúnaðarvörum og hefur sá málflutningur ekki falliö öllum í geð. Nú virðist hins vegar viðhorfiö vera að breytast og flestir eru því sammála að verndarstefnan bitnar illa á neytendum auk þess sem hún er oft mjög órökrétt og óréttlát. Rétt er þó að minna á að hátt verðlag á matvælum nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Ástæður hás matvælaverðs liggja fyrir. Málinu voru meðal annars gerð góö skil í skýrslu hagfræðideildar Háskóla íslands sem unnin var fyrir Alþingi og kom út vorið 2003. Litlar umræður uröu hins vegar um skýrsluna á Alþingi og ekki sáu stjórnvöld þá ástæðu til að gripa til aðgerða. Skýrsla um neysluskatta Ástæður hás matvælaverðs, og hás verðlags yfirhöfuð, eru m.a. háir neyslu- skattar. Það kemur berlega i Ijós i nýlegri skýrslu sem Rannsóknarsetur verslunar- innar gaf út í nóvember 2005. Skýrslan sem ber heitið „Skattlagning vöru og þjónustu á íslandi" er nokkuö ítarleg og í henni er m.a. fjallað um eðli skattlagningar á vörur og þjónustu, helstu hagfræðikenningar sem snúa að skattlagningu og tillögur um breyt- ingar á núverandi skattakerfi út frá kenn- ingum hagfræðinnar. I skýrslunni eru auk þess bornir saman neysluskattar á íslandi, í Noregi, í einstaka Evrópulöndum eða í Evrópusambandinu þegar það á við. Tollar Hér á landi eru það sérstaklega land- búnaðarafurðir sem eru tolllagðar. Vörur bera þá gjarnan verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði og magntoll sem er ákveðin upphæð sem leggst á hverja einingu vöru. Mikið hefur veriö fjallað um verndar- tolla og hlut þeirra í háu matvælaverði. í skýrslunni eru tekin dæmi af skattlagningu á innfluttar landbúnaöarafuröir. Verndartollur á pasta Á íslandi leggst 30% tollur á allar innfluttar kjötvörur auk magntolls sem er hæstur á nautalundir eða 1.462 krónur. Aðrar tegundir kjöts bera lægri magntolla. Kjöt sem er hluti af innfluttum pítsum eða pasta er líka skattlagt sérstaklega. Ef pasta inni- heldur meira en 20% kjöt er magntollurinn 145 krónur en einugis 13 krónur ef kjöt- magnið er minna en 20%. Hár tollur á innfluttar mjólkurvörur Mjólkurvörur eru líka skattlagðar og er skattlagning á smjöri og ostum sérstak- lega há. Á íslandi er lagður 30% verðtollur á innfluttar mjólkurvörur auk magntolls og skattlagning á mjólkurvörur er hærri hér á landi en í Evrópusambandinu og í Noregi. í skýrslunni kemur í Ijós að tollar á græn- meti og ávexti eru lægstir hér á landi. Reyndar eru tollarnir ekki háir í Evrópusam- bandinu og í Noregi en þetta er áhugaverð niðurstaða í Ijósi þess að verð á grænmeti og ávöxtum er nokkuð hátt hér á landi. í skýrslunni er einnig gerður samanburður á fleiri liðum, t.d. fatnaði, húsbúnaði, lyfjum og bókum, og kemur þar margt áhugavert í Ijós. Til dæmis er ekki sami tollur á innrétt- ingum eftir því hvort þær eru ætlaöar i svefnherbergi eða eldhús. Þá eru farsímar tollfrjálsir en handfrjáls búnaöur ber bæði tolla og vörugjöld. Virðisaukaskattur Hér á landi er 24,5% virðisaukaskattur lagður á allar vörur nema matvæli sem bera 14% virðisaukaskatt. í flestum löndum er lægra þrep virðisaukaskatts lagt á matvæli. Danmörk er þó undantekning en þar er 25% virðisaukaskattur einnig lagður á matvæli. í mörgum löndum erskattprósentan mismun- andi eftir því hvaða matvæli er um að ræða. í Bretlandi eru sum matvæli undanþegin virðisauakskatti. í flestum löndum er há skattlagning á áfenga drykki og tóbak, sú skattlagning er þó langmest, hér á landi og í Noregi. Vörugjöld Vörugjöld eru lögð á áfengi, tóbak og bensín og eru þau alla jafna nokkuð há enda hugsuð sem neyslustýring. En það eru ekki bara áfengi, tóbak og bensín sem bera vörugjöld. Vörugjöld eru lögð á kaffi og te að undanskildu koffinlausu kaffi. Sykur ber 30% vörugjöld auk þess sem ýmis sætindi bera líka vörugjöld. Háir neysluskattar hér á landi Niðurstaða skýrslunnar er m.a. sú að skatt- lagning vöru og þjónustu sé einna mest hér á landi. Vörugjöld eru umfangsmikil á íslandi og verndartollar á landbúnaðarafurðir eru háir. Þar erum við í flokki með Noregi en vöruverð þar er einnig með því hæsta sem þekkist á Vesturlöndum. Skattlagning á neysluvörur er yfirleitt hvað hæst á íslandi og verður þessi skattlagning oft ekki útskýrð með rökum. Sem dæmi er bent á að brauðristar beri hvorki toll né vörugjöld en samlokugrill ber 7,5% toll og 20% vöru- gjald. Þá er tekið dæmi af kakódufti sem ber mismunandi magntoll allt eftir hlutfalli nýmjólkursdufts í vörunni. Báðar tegundir kakódufts bera 24,5% virðisaukaskatt á meðan heilar kakóbaunir bera hvorki tolla né vörugjöld og aðeins 14% virðisaukaskatt. Skýrsluhöfundar telja að álagning neyslu- skatta þarfnist endurskoðunar enda séu þeir oft byggðir á mjög veikum og jafnvel tilviljanakenndum grunni. Þá væri skynsam- legt að afnema tolla á landbúnaðarvörur og hækka frekar styrki til bænda. Skýrsluna er að finna í heild sinni á www. bifrost.is undir rannsóknir/ Rannsóknarsetur verslunarinnar. Höfundar skýrslunnar eru Jón ÞórSturluson og Björn Þór Atlason. 15 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.