Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson formaöur Neytendasamtakanna Verð á matvælum verður að lækka í áramótaræðu sinni tilkynnti forsætis- ráöherra að hann ætlaði að skipa nefnd sem á að koma með tillögur um hvernig lækka megi verð á matvælum hér á landi. í ræðunni kom fram hvaða hagsmunaaðilar myndu skipa fulltrúa í þessa nefnd. Það kom forsvarsmönnum Neytendasamtak- anna mjög á óvart aö ekki var gert ráð fyrir að Neytendasamtökin, sem eru einu heildarhagsmunasamtök neytenda hér á landi, skipuðu fulltrúa í þessa nefnd. Þó hafa Neytendasamtökin verið í fararbroddi við að benda á hátt matvælaverð hér á landi með verðsamanburði við nágranna- lönd okkar og jafnframt hafa Neytenda- samtökin ítrekað bent á leiöir til að lækka megi verð á matvælum. Þrátt fyrir þetta sá forsætisráðherra ekki ástæðu til að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna i þessa nefnd og er það miður. Hins vegar ákvað forsætisráðherra að bæta Viðskiptaráði íslands (áður Verslunarráði) við þann hóp sem tilnefndu í fulltrúa í nefndina, en í áramótaræðu sinni minntist hann ekki á Viöskiptaráð. Fram hefur komið að nefndin myndi hafa samráð við fjölmarga aðila þar á meðal Neytendasamtökin. í erindi sem sent var forsætisráðherra var af hálfu samtak- anna lögö áhersla á að það sé tvennt ólíkt að taka þátt í mótunarstarfi eða eiga aðild að samráði. Fulltrúar Neytendasamtakanna hafa nú mætt á fund nefndarinnar þar sem farið var yfir áhersluatriði samtakanna til að ná fram lækkun á matvælaverði. Neytendasamtökin lögðu áherslu á fimm atriði sem snúa að mestu leyti að stjórnvöldum. Þessi atriði eru: 1. Innflutningskvótar á landbúnaðarvörum veröi lagöir af og hætt verði að leggja verndartolla á þessarvörur. 2. Afnema vörugjald á öllum matvælum. 3. Virðisaukaskattur á matvælum verði lækkaður úr 14% í 5-7%. 4. Efla þarf enn frekar Samkeppniseftir- litið til að gera því mögulegt að fylgjast vel með matvörumarkaðinum og hindra þannig að markaðsráðandi fyrirtæki misnoti aðstöðu sína. 5. Sveitarstjórnum ber meö ákvöröunum sínum í skipulagsmálum og lóðaúthlut- unum að tryggja virka samkeppni á markaði. Það er Ijóst að ef tekið verður tillit til þessara ábendinga Neytendasamtakanna skapast möguleikar á verulegri verðlækkun á matvælúm. Neytendasamtökin leggja áherslu á aö þegar er búið að sýna nægjan- lega fram á að matvælaverð er allt of hátt hér á landi og því er kominn tími til aðgerða. Argjald Neytendasamtakanna Aukin samkeppni á byggingavörumarkafli Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að hækka árgjald samtakanna úr 3.500 krónum í 3.750 krónur fyrir árið 2006. Oftast hefur hækkun milli ára verið í samræmi við hækkun á visitölu neysluverðs en í þetta sinn er hækkunin nokkru meiri. Neytendasamtökin búa við erfiðar aðstæður að mörgu leyti borin saman við neytenda- samtök í nágrannalöndum okkar. I fámennu landi eins og íslandi geta félagsgjöld aldrei orðið sú upphæð sem þau eru í fjölmennari löndum. Á sama tíma njóta Neytendasam- tökin minni stuðnings stjórnvalda en t.d. neytendasamtök á öðrum Norðurlöndum og raunar víðar. Þess má geta að á síðasta ári varð að fækka um eitt stöðugildi hjá Neyt- endasamtökunum vegna fækkunar félagsmanna og þar með minni tekna. Stjórn Neytendasamtakanna stóð því frammi fyrir erfiðri afgreiðslu þegar kom að því að ákveða árgjald þessa árs. Annaðhvort var að hækka árgjaldið umfram hækkun á vísitölu neysluverðs og vona að félagsmenn sýndu því skilning, eða taka ákvörðun um frekari niðurskurð á starfseminni. Einsýnt er að ekki er hægt að skerða þjónustuna meira en þegar hefur verið gert og var þvi tekin ákvörðun um að hækka félagsgjaldiö. Það er von stjórnar Neytendasamtakanna að ákvörðun um árgjald vegna þessa árs verði ekki til þess að félagsmenn hætti þátttöku af þeirri ástæðu einni saman. Miklu heldur að þeir taki höndum saman og hvetji ættingja og vini til að ganga í Neytendasamtökin og þar með að stuðla að öflugra neytendastarfi. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvort þýska byggingavörukeðjan Bauhaus fái lóð í landi Úlfarsfells í Reykjavík. Áður hefur þýska keðjan reynt að fá lóðir bæði í Kópavogi og Garðabæ en án árangurs. Báðir stóru aðilarnir á þessum markaði, Byko og Húsasmiðjan, hafa lýst því yfir að þeir taki aukinni samkeppni fagnandi og að þeir óttist hana í engu. Ljóst er að Bauhaus selur vörur sínar í mörgum tilvikum á lægra verði í nágrannalöndum okkar heldur en gert hefur verið hingað til á íslenskum markaði. Að mati Neytendasamtakanna er afar mikilvægt að Bauhaus fái þessa lóð og geti hafið samkeppni sem fyrst. 13 NEYTENDABLAÐIB 1.TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.