Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 16
Bananar eru ein þeirra landbúnaöarafurða sem mest er ræktaö af í heiminum. Ef afurðir eru flokkaðar eftir þyngd er mest ræktað af hrísgrjónum, því næst kemur hveiti og maís og bananar eru í fjórða sæti. Mikilvæg tekjulind Bananaræktin hefurverið þjóðunum í Mið- og Suður-Ameríku afskaplega mikilvæg tekjulind frá því upp úr miðri 20. öld þegar eftirspurn frá Norður-Ameríku og Evrópu tók að aukast til muna. Það er þó kaldhæðnislegt að einungis tíu prósent af því verði sem við greiðum fyrir banana í verslunum fer til framleiðslulandanna. Níutíu prósent verða eftir í hagkerfi okkar ríku þjóðanna. Mest er ræktað af banönum í Mið- og Suður-Ameríku. Framleiðslan er mest i Ekvador og á eftir koma lönd eins og Kostaríka, Kólumbía, Gvatemala, Hondúras og Panama. Bananar eru lika ræktaðir í stórum stíl í Brasilíu og á eyjum í Karíba- hafinu. Sjaldnast er um að ræða svokallaða skiptiræktun heldur er pínt eins mikið og mögulegt er úr plöntunum með áburði og eiturefnum. Odýr framleiðsla en skaðleg Bananar eru ódýrastir frá þessum heims- hluta en það er ekki eingöngu vegna þess að þessi lönd henti betur en önnur til rækt- unarinnar. Ekki er fjarri lagi að segja að bæði náttúran og verkafólkið á banana- ökrunum greiði niður verðið til okkar ríka fólksins. Þetta fólk borgar fyrir með heilsu sinni og fátækt en gjaldiö er líka mengun og skemmdir á jurta- og dýralífi. Ef greidd væru mannsæmandi laun fyrir ræktunina og hún færi fram í sátt við náttúruna yrðu bananar mun dýrari í matvöruverslunum á íslandi. Framleiðslan hefurverið aukin, bæði með gífurlegri eiturefna- og áburðarnotkun og með því að brjóta sífellt meira land undir ræktunina. Til dæmis hefur regnskógum verið eytt til þess arna. Jarðvegur regn- skóganna er mjög frjósamur tvö fyrstu árin eftir að skógurinn er ruddur en síðan dregur stórlega úr uppskerunni og þá þarf að brjóta meira land. Eitrinu úðað yfir verkamenn Yfir þrjú hundruð afbrigði eru þekkt af bananaplöntunni en mesta uppskeru gefur sú sem kölluð er á ensku Dwarf Cavendish. Það er steinlaust afbrigöi sem fjölgað er með skiptingu sem þýðir að allar plönt- urnar hafa sömu erfðabyggingu. Það gerir að verkum að allar plönturnar á akrinum eru jafn viðkvæmar fyrir hvers konar ásókn sníkjudýra og sjúkdóma. Þess vegna er meira notað af varnarefnum í bananarækt en flestum öðrum greinum landbúnaðar í heiminum. Kaupendur heimta líka að ávext- irnir líti vel út og sérstök efni eru notuð til þess að svo megi verða. 16 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.