Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Síða 12

Neytendablaðið - 01.03.2006, Síða 12
Rotary Drill - 167241 hefur stórt auka- handfang til aö halda við miklu togi (snún- ingsátaki). Fimmtán af þeim 22 högg- og brota- borvélum sem voru skoðaðar í þessari gæðakönnun geta meitlað. Það er gert þegar þarf að fjarlægja stóra veggjarhluta eða til að gera rásir í veggi/gólf eða loft. Snúrulengd Flestar borvélanna hafa snúrur sem eru lengri en 2 metrar. Sumar eru hinsvegar undir þessari lengd sem er of stutt. Snúrur sem eru 4 metrar eða lengri hafa reynst afskaplega þægilegar. Sumar borvélanna hafa gúmmísnúrur sem eru sveigjanlegri og endast bæði betur og lengur. Þyngd Mikilvægi þyngdar vélarinnar fer eftir notk- uninni. Stundum er meira gagn í þyngra tæki en við aðrar aðstæður getur of þungt tæki verið erfitt í burði eða í vinnslu. Það þarf reyndan og sterkan einstakling til að nota vélarnar í langan tíma i láréttri stöðu. Oryggi Neytendasamtök víðs vegar í Evrópu vinna enn að því að patrónan verði einangruð frá bornum þannig að ef borað er í rafmagnsvír sem straumur er á fari ekki rafstraumur í borvélina. í Ijós kom í þessari gæðakönnun að 15 höggborvélanna og 7 högg- og brota- borvélanna eiga enn við þetta tiltekna vandamál. Ending Almenn gæði tækjanna í þessari gæða- könnun er slæm þetta árið, þar sem aðeins 20 af 74 borvélum sem kannaðar voru komust í gegn um endingarprófunina án vandræða. Varðandi högg- og brotvélarnar komu fram miklar skemmdir vegna margvíslegra Gæðakönnun á borvélum orskaka. Það fannst meira að segja brotinn öxull í vél sem var að koma ný á markað. Eftirfarandi texti er fenginn úr bókinni „Verk að vinna - FHandbók um viðgerðir viðhald og smíðar", útg. Almenna bókafélagið 2005. Patróna Þegar um þyngri verk er að ræða er lykil- patróna á borvél besta læsingakerfið þegar festa þarf bor eða aðra aukahluti í borvélina. Það er nauðsynlegt að nota lykilinn í öll götin á kransinum þegar festingin þarf að vera sérlega góð. Á sjálfherðandi patrónur á rafmagnsborum þarf ekki lykil. Bor eða annað er sett í stykkið og læst fast með því einfaldlega að herða patrónuna í höndunum. Til eru tvær gerðir; Festing með einfaldri spennu og önnur með tvöfaldri. Sú tvöfalda þekkist á því að henni er tvískipt. Einföld festing er betri en þá er byggt á spindilás. Krafturinn Styrkur rafmagnsbora er mældur í vöttum. Þvi hærri sem vatt-talan er því kraftmeiri er vélin. Ef þú þarft rafmagnsborvél í léttari verk, upp í 20mm göt í tré, 10mm í stál, 8mm í stein og skrúfun, ættirðu að velja 500-600 vatta vél. Flún er ekki of stór og þung og því auðveldara að koma henni að á erfiðum stöðum, t.d. inni í hornum. Þú hefur þar að auki betri stjórn á tækinu. í meira krefjandi vinnu ættirðu að fá þér vél sem er á milli 700 og 1000 vött. Á þannig vélum er kostur að hafa tvö stig eða gíra. Höggborvél/Högg- og brotavél Venjulegur höggbor er með vélrænum höggum og hentar vel þegar boraö er fyrir töppum og skrúfum í steinveggi. Þurfir þú hinsvegar að bora mikið og oft I hörð efni er best að nota högg- og brotvél. Slík vél er með loftknúnum slögum sem framleidd eru af tveimur stimplum sem þjappa lofti. Fremri stimpillinn (slagstimp- illinn) slær beint á borinn en það eykur skil- virknina u.þ.b. fimmfalt. Þessar vélar eru einnig með sérstöku festikerfi fyrir borinn sem kallast SDS-Plus eöa SDS-Max. Vegna þess að hann er loftknúinn verður hrist- ingurinn mun minni en í venjulegum högg- borum. Borar Til eru margar gerðir af borum sérstaklega fyrir tré - spíralbor með skrúfuoddi, tvíeggja trébor, flatbor og trébor með stillanlegum skurði. Að auki eru til svokallaðir FiSS-borar (Fiigh Speed Steel) án odds, sem hægt er að nota bæði á tré og málm. Tréspíralborinn var eiginlega þróaöur fyrir handsveifarborinn og því hafði þessi gerð af borum skrúfuodd fyrir framan skurðarhnífinn. Oddurinn auðveldar að byrja borunina nákvæmlega á réttum punkti. Gallinn er sá að með slíkum bor flísast heil- mikið úr efninu á undirhliðinni þar sem borinn kemur í gegn en hjá því er reyndar hægt að komast. Til aö nota spíralbora þarf borvélar af vissum lágmarksstyrkleika, sérstaklega þegar þvermálið feryfir 20mm. Borana er hægt að fá á bilinu 6 til 32mm. Tveggja hnífa bor er sá bor sem hentar best í rafmagnsborvélar. Hann gerir hrein og slétt göt og hentar því vel til að bora fyrir töppum. Álagið á vélina sjálfa er minna en með öðrum borum. Hinsvegar eru takmark- anir hvað stærðirnar varðar (3-20mm). Flatborar eru til i miklu úrvali, 6-38mm. Þessi gerð er einnig kölluð hraðbor, þar sem hann má nota með miklum snúningshraða til að fá hreinan skurð. Þetta er ódýr bor sem hentar vel þegar götin þurfa að vera stór. Það er líka einfalt að ná honum úr gatinu. Það eru einnig til stillanlegir tréborar. Þeir vinna þannig að hnífinn á einum og sama bornum er hægt að stilla á mismunandi ummál, allt að 40 millimetrum." 12 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.