Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 7
 Rachel Carson lagöi áherslu á að maðurinn œtti að bera virðingu fyrir náttúrunni. Upphaf grænu byltingarinnar Skordýraeitrið DDT (díklór-dífenýl- tríklóretan) var fyrst búið til árið 1873 en það var ekki fyrr en árið 1943 sem Paul Muller uppgötvaði notagildi þess. Miiller fékk síðar Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun sína. Efnið DDT er öflugt skordýraeitur sem drepur margar teg- undir skordýra og var notað til að koma í veg fyrir malaríu og aðra sjúkdóma sem smitast með skordýrum. Efnið þótti slíkt kraftaverkameðal að fólk var jafnvel af- lúsað með því að baða það upp úr efninu. Nýtt öflugt skordýraeitur á markað Þegar skordýraeitrið DDT kom fyrst á markað fyrir almenning eftirseinni heimsstyrjöldina voru fáirsem höfðu uppi nokkur varúðarorö. Nokkrir höfðu þó sínar efasemdir. Einn þeirra var Edwin Way Teale sem benti á að 90% skordýra hefðu góð áhrif á lífríkið og jafn öflugt skordýraeitur og DDT gæti hæglega komið lífríkinu úr jafnvægi og valdið miklum skaða. Rachel Carson líffræðingur hafði líka sínar efasemdir. Hún reyndi að fá birt- ar greinar um skaðsemi DDT í tímaritinu „Readers Digest" en án árangurs. Metsöluhöfundur fær ekki greinar birtar í lok sjötta áratugarins fékk Carson sent bréf frá vini sínum sem furðaði sig á dauðum fuglum á akrinum eftir að flugvélar höfðu flogiö yfir og dreift þar eiturefni. Carson tók málið upp að nýju og reyndi aftur að fá birtar greinar um DDT en varð ekki ágengt þrátt fyrir að vera þá metsöluhöfundur en bókhennarTheSea Around Ussatá metsölu- lista The New York Times í 86 vikur. Carson átti mikið rannsóknarefni og ákvað því að skrifa bók um áhrif DDT á lífríkið. Bók sem markar tímamót Bókin „Silent Spring" (Raddir vorsins þagna) kom út árið 1962 og er af mörgum talin upphaf umhverfishreyfingarinnar. I bókinni fjallar Carson m.a. um áhrif skordýraeitursins DDT á lífríkið. Hún útskýrir hvernig sterkustu skordýrin lifa eitrunina af sem verður til þess að grípa þarf til enn sterkara eiturs. Hún segir frá því hvernig þrávirk efni safnast upp í fæðukeðjunni, hlaðast upp í vefi og fitu manna og dýra, mest í stærstu lífverurnar efst í keðjunni. Þá gagnrýndi hún gengdarlausa notkun efnisins og benti á ábyrgð manna gagnvart lífríki og náttúru. Gagnrýni og lögsóknir Margir urðu til að gagnrýna Carson og fór eiturefnaiðnaðurinn þar fremstur í flokki. Þingmenn gagnrýndu hana einnig og henni var hótað ótal lögsóknum. Carson undirstrikaði að hún væri ekki á móti notkun eiturefna í sjálfu sér heldur væri það óhófleg notkun sem hún gagnrýndi og notkun á efnum sem lítið væri vitað um. Skilaboð Carson voru þau að manneskjan getur ekki haft fullkomna stjórn á náttúrunni og útrýmt þeim tegundum sem hún kann ekki við. Það verði allavega ekki gert án alvar- legra aukaverkana. Þessum skilaboðum kom hún á framfæri á yfirvegaðan og sannfær- andi hátt og lét gagnrýnisraddir aldrei telja úr sér kjarkinn. Vísindamaður og rithöfundur Carson skrifaði fjölmargar greinar og einnig nokkrar bækur sem hlutu verðskuldaða athygli.BækurCarsonvorubyggðarávísinda- legum rannsóknum, höfðuðu til almennings og urðu mjög vinsælar. Með bókinni „Raddir vorsins þagna" vakti Carson almenning og yfirvöld til umhugsunar um áhrif eiturefna á lífríkið. Hún lýsti því í bókum sínum hvernig mengun og umhverfisröskun virðir ekki landamæri. Sjálf eignaðist hún ekki börn en sagðist hafa lært mikið af samvistum við lítinn frænda sinn sem hún hafði með sér á rannsóknarferðum úti í náttúrunni. Hún lagði ríka áherslu á að börn þyrftu að læra af náttúrunni um lífið og fjölbreyti- leika þess. Að öðrum kosti mundu þau ekki ná tengslum við lífið og bera virðingu fyrir öllum hliðum þess. Rachel Louise Carson var fædd 1907 í Springdale Pennsylvania. Hún lærði sjávar- líffræði og vann við rannsóknir hjá U. S. Fish and Wildlife Service. Rachel Carson lést 1964 eftir langa og erfiða baráttu við brjóstakrabbamein. Tímritið the Times taldi Carson meðal 100 mikilvægustu frumkvöðla á síðustu öld. 7 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.