Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Side 23

Neytendablaðið - 01.03.2006, Side 23
Góöir kaupmenn Þaö er fátt eins mikilvægt þjóöfélagi og góðir kaupmenn. Góðir kaupmenn stuöla aö velmegun og hægt er aö benda á ýmsa frumkvöðla í verslun hér á landi sem hafa boðið upp á nýjungar sem fært hafa neyt- endum meiri hagsæld og betri kjör. Æski- legt væri að slíkir menn væru fleiri í verslun. Hinir sem stunda viðskipti og bjóða neyt- endum upp á dýrustu vörur og þjónustu sem völ er á í veröldinni eru ekki góðir seljendur. íslenskir neytendur geta ekki sætt sig viö að vera ofurseldir slíkum aðilum. Þeir gera þá kröfu að verð á vöru og þjónustu hér á landi sé meö svipuðum hætti og annars staðar í okkar heimshluta. Slíkt er besta tryggingin fyrir góðri afkomu og velmegun þorra fólks. Allt annaö er óásættanlegt. Það á ekki að vera dýrt að vera ísiendingur, það á að vera hagkvæmt að vera íslendingur. íslenskir neytendur geta ekki sætt sig við að íslenski kaupmaöurinn eða bankinn sem keypt hefur sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndum okkar bjóði neytendum þar upp á mun ódýari þjónustu en hann gerir hér á landi. Verk aö vinna fyrir neytendur IMeytendasamtök og neytendur eiga verk að vinna. Þaö verður að knýja stjórnvöld til að afnema vörugjöld og álögur á vörur sem hækka vöruverð hér á landi umfram þaö sem eðlilegt er. í öðru lagi verður aö knýja stjórnvöld til afnema lög sem banna neyt- endum að gera hagkvæm innkaup. í þriðja lagi eiga neytendur að krefjast þess að selj- endur bjóði að minnsta kosti upp á sambæri- Neytendastarf er í allra þágu 10-11 lcelandair 11-11 ísfugl Actavis íslandsbanki Apótekarinn íslandspóstur Apótekið fstak Atlantsolía Kaskó Bananar KB banki Bílanaust Kjarval Bónus Krónan Brimborg Landsbankinn Bór Lánstraust Byko Lyf og heilsa Eimskip Lyfja Europris Matfugl Frumherji Mest Hagkaup MS Hekla Nettó Húsasmiðjan Nóatón íbúðalánasjóður Nói-Síríus lceland Express Og Vodafone lega og ekki dýrari þjónustu og vöru hér á landi en er í boði í nágrannalöndunum. Ekkert minna getur verið krafa islenskra neytenda. Fram að því verðum við að vona að netverslun eflist til að við eigum fleiri valkosti. Þaö er hins vegar þjóðhagslega mikilvægt að íslenskir seljendur standi sig þannig að verslun flytjist ekki úr landi. Stjórnvöld, seljendur og neytendur þurfa að vinna að því að verslunin verði sem mest hér og sem hagkvæmust hér. íslenskir neyt- endur gera þá kröfu til seljenda að það séu góðir kaupmenn sem gæti ekki eingöngu eigin hags heldur líka hags neytenda og þjóðfélagsins. Þjóðfélagsleg umhyggja getur ekki bara verið vandamál neytenda. Jón Magnússon hrl. Orkuveita Reykjavíkur Osta- og smjörsalan Penninn Samkaup-Strax Samkaup-Úrval Samskip Securitas Síminn Sjóvá Sláturfélag Suðurlands Sparisjöðirnir Sölufélag garðyrkjumanna Tryggingamiðstöðin Vátryggingafélag fslands Vífilfell Visa ísland Vörður íslandstrygging Oryggismiðstöðin 23 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.