Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Side 9

Neytendablaðið - 01.03.2006, Side 9
Gæðakönnun á borvélum Aöeins örfáar borvélar í þessari könnun eru til á íslenskum markaði samkvæmt upplýsingum sem Neytendasamtökin fengu frá seljendum. Itarleg markaöskönnun yfir borvélar sem fást hér á landi er aö finna á www.ns.is Á nánast öllum heimilum i dag er einhvers konar borvél inni í skáp. Þær eru notaðar á hefðbundinn hátt og líka meö alls kyns aukabúnaöi sem hægt er aö festa á þær, eins og stálbursta, sög, hræripinna til aö hræra málningu, vatnsdælu, meitli, slípi- rúllu o.fl. Gæöakönnun ICRT á borvélum meö snúru, þ.e. ekki hleðsluborvélum, náöi til 22 högg- og brotaborvéla og 58 höggborvéla og var gerð síðari hluta ársins 2005. Tóku 8 Evrópuþjóðir þátt með því aö senda tæki inn til skoðunar. Borvélunum var skipt í tvo flokka: höggborvélar og högg- og brotabor- vélar. í könnuninni kemur í Ijós aö sumar höggbor- vélarnareru farnarað líkjast rafmagnsskrúf- járnum (2 gírar með háu togi (snúningsátaki) á mótor) en aðrar eru framleiddar með það í huga aö nota á tré/járn (háhraöa mótor, 1 gír). Varðandi aðra eiginleika þá eru þeir afskaplega breytilegir á milli borvélateg- unda. Nú má í fyrsta sjá sinn borvélar með hraðastillingu sem gerir auðveldara að skrúfa. Kraftur Fræðilega segir krafturinn eitthvað um vinnsluhraðann (og tog (snúningsátak)). Því meiri kraftur, því betri er frammistaða tækisins. Þetta er hinsvegar einnig háð því afli sem er beitt þegar ýtt er á vélina. Ef fast erýtt á borvélina snýst hún hægar og þegar ýtt er mjög fast getur hún jafnvel stöðvast alveg og þá er hætta á að mótorinn ofhitni. Það má því segja að kraftmeiri vélar vinni verkin á skemmri tíma.. Raunveruleg frammistaða vélanna er hinsvegar að jöfnu háð skilvirkni mótorsins, gíranna, patrón- unnar og fleiri þátta. Einnig er vert að geta þess að framleiðendur fara sínar eigin leiðir í að mæla kraftinn og þessvegna gefur uppgefin kraftur takmarkaðar upplýsingar þegar borvélar mismunandi framleiðenda eru bornar saman. Það er eingöngu þegar borvélar sama framleiðenda eru bornar saman að uppgefinn kraftur gefur einhverjar upplýsingar sem byggjandi er á. Hraði og þreplaus hraðastilling Það er nauðsynlegt að nota mikinn hraða þegar borað er í hart efni eða þegar litlir borar eru notaðir. Þegar borvélin er notuð til að skrúfa eða bora í mjúkt efni með stórum bor er betra að hafa minni hraða ásamt meira togi (snúningsátaki), að öðrum kosti fer skrúfan of hratt inn. Góð lausn við þessar þversagnakenndu aðstæðureru gírar. í þessari gæðakönnun höfðu 16 af 56 högg- borum gírkassa með tvo gíra. Högg- og brotavélarnar í þessari könnun hafa engan gírkassa. Margar þeirra hafa ekki einu sinni hraðnæman gikk þannig að annað hvort eru þær í gangi eða ekki. Það er þó mikilvægt að fylgja ekki í blindni uppgefnum hraða því flestar borvélanna vinna umtalsvert hægar ef álagiö er mikið. Sumir framleiðendur hafa leitað lausna á þessum vanda með því að koma fyrir rafrás sem stjórnar mótornum, kallað þreplaus hraðastilling. Þetta virðist virka ágætlega þar sem skrúfa þarf með miklum krafti en á lágum hraða. í þessari gæðakönnun sést að gæði slíkra þreplausra hraðastillinga hafa batnað talsvert. Ráð: Mundu að nota rétta hraðastillingu i hlutfalli við stœrðina á bornum. Lítill bor (I- 6mm) - mikill hraði, stœrri borar - lítill hraði. Þetta eykur endingu boranna og reynir minna á sjálfa borvétina. Einnig er ágœtt ráð þegar borað er i steinvegg að byrja á að negla nagla þar sem á að bora, bora síðan með minni bor og víkka svo gatið með rétta bornum á eftir. Þannig fœst nákvœmari borun (auðveldara að hitta á staðinn þar sem bora á með minni bor þvi þar er gat fyrir eftir naglann) og minni líkur á að holan víkki óeðlilega út í boruninni sjálfri við að borinn hreyfist til hliðanna á meðan borað er. Aðrir eiginleikar Að nota sexhyrndan skrúfjárnsbita beint á öxulinn: eftir að patrónan hefur verið fjarlægð er hægt að setja sexhyrndan skrúf- járnsbita beint á öxulinn. Þetta er til mikilla bóta þegar unnið er í litlu rými, heildarlengd borsins er þá styttri. Athugið að þetta tekur tíma; fyrst þarf að losa um skrúfu til að patrónan losni frá! Patróna fyrir högg- og brotavélarnar er svokölluð SDS-patróna sem tekur við SDS- borum sem eru hannaðir með sérstökum brúnum eða gárum sem passa í SDS-patr- ónuna sem hefur samsvarandi dældir á réttum stöðum og festir þannig borinn. Þessir SDS-borar geta hreyfst til hliðanna í patrónunni, sem er nauðsynlegt vegna mismunandi tækni högg- og brotavéla samanborið við venjulega höggborvél. í högg- og brotavél er borinn sleginn áfram með mikilli þyngd. Á höggborvél er borinn hinsvegar aðeins lauslega sleginn áfram með fastri tengingu. Þegar nota á högg- og brotavélina til að bora venjulega (án höggeiginleikans) er hægt að setja millistykki (í raun venju- lega patrónu) í SDS-patrónuna sem gerir borinn framþungan og erfiðan í notkun (að koma bornum nákvæmlega fyrir getur verið nánast ómögulegt vegna samspils patrón- anna og þeirrar miklu vegalengdar frá hend- inni að þeim hlut sem bora á í). Miklu betri lausn er boðin af sumum framleiöendum þar sem SDS-patrónunni er skipt út fyrir venjulega patrónu. Stundum fylgir venjuleg patróna eða millistykki tækinu en stundum þarf að kaupa það sérstaklega. Hugsanlega er ráð þegar högg- og brotavél er keypt að athuga með aukaborvél um leið til að bæta upp þráðlausa borinn. Fyrir höggborvélarnar og högg- og brota- borvélarnar er nauðsynlegt að hafa annað handfang sem kemur með öllum högg- og brotaborvélum og nánast öllum höggbor- vélum. Seinna handfangið fylgdi ekki með DeWALT D21008 og Metabo BE 560 Elec- tronic Drill en Wickes Professional 750W 9 NEYTENDABLAÐIfl 1.TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.