Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 18
14.6°® Tilboðsvörur, auglýsingar og verðmerkingar Auglýsingar, tilboö og verömerkingar fyrirtækja eru oft tilefni kvartana. Neytendablaöiö fékk starfsmenn Neyt- endastofu til að svara nokkrum algengum spurningum varðandi verömerkingar, aug- lýsingar og tilboðsverð. Tilboðsvaran uppseld Stundum eru vörur auglýstar á tilboðsverði en þegar komið er í verslunina kemur i Ijós að tilboðsvaran eruppseld. Þetta getur verió sama dag og auglýsingin birtist. Svo virðist vera sem stundum séu einungis til örfá eintök viðkomandi vöru. Eru engar reglur til um þetta? Svar: Nei, engar reglur eru til um hversu mörg eintök þurfa að vera til af vöru sem auglýst er á tilboðsverði. Erfitt er að setja reglur um ákveðinn fjölda eintaka á tilboði vegna þess að um mjög mismunandi hluti getur veriö að ræða. Þannig getur veriö erfitt að skylda verslun til að hafa á tilboði mörg eintök mjög dýrra hluta sem jafngilda margra mánaða sölu. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir neytendur ef verslanir tækju fram hversu mörg eintök væru á tilboði og þannig forðað verslunum frá óánægðum viðskiptavinum sem jafnvel hafa farið um langan veg til að ná sér í vöru á góðu tilboði. Rétt er þó að taka fram að einstaka verslanir tiltaka hversu mörg eintök eru til á tilboði og er það vel. Tilboðsverð Stundum eru vörur auglýstar á tilboðsverði eða á útsölu án þess að upphaflegt verð komi fram. Stundum sést jafnvel tilboðsverð á glænýjum vörum svosem bókum fyrir jólin. Þarfekki að sýna fram á að í rauninni sé um tilboð að rœða? Svar: Þegar vörur eru auglýstar á útsölu, tilboöi eða lækkuðu verði verður varan að hafa verið seld á hærra verði áöur. Þannig segir í lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins að eingöngu megi auglýsa lækkaö verð sé um raunverulega verðlækkun að ræða. Þá skuli koma skýrt fram með verðmerkingu hvert upprunalegt verð vörunnar var. Þegar nýjar jólabækur eru auglýstar á tilboði miðast afslátturinn við leiðbeinandi verð bókaútgefanda. Reglan er samt sem áður sú að varan þarf að hafa verið seld á hærra verði áður en hægt er að bjóða tilboð. „Okeypis glaðningur" Oft fylgja einhverjar „gjafir" með vörum. Algengt er að sjá auglýst „fylgir ókeypis með", fylgir frítt með" og þar fram eftir götunum. Eryfirhöfuð eitthvað til sem heitir „ókeypis" og „gjafir" þegar keyptar eru vörur? Erleyfilegt að auglýsa með þessum hœtti? Svar: Neytendastofa telur aö þaö sé villandi að auglýsa vöru sem fría, ókeypis eða sem gjöf þegar neytendur verða að greiða fyrir aðra vöru til að fá „fríu vöruna". Slíkar auglýsingar brjóta í bága við ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Þessi skoðun Neytendastofu byggist á því að á árinu 1993 kvað Hæsti- réttur upp dóm í máli sem snerist um það að samkeppnisráö hafði bannað fyrirtæki að nota orðið „ókeypis" í auglýsingum. Hæstiréttur taldi að hlutur væri ókeypis ef hann væri látinn af hendi án endurgjalds eða skuldbindingar. Kostnaður við „ókeypis” vöruna væri innifalinn í því verði sem væri greitt fyrir aðra vöru. Verið væri að gera lítið úr kostnaðarþætti í þeim tilgangi að hafa áhrif á eftirspurn eftir annarri vöru og væri það villandi. Ekki eru gerðar athugasemdir við að auglýst sé að ein vara fylgi annarri. Kassaverð hærra en hilluverð Það kemur fyrir að verðmerkingar á hillu- kanti eru ekki i samrœmi við kassaverð. Hvaða rétt eiga neytendur þegar komið er á kassann og í Ijós kemur að vara er dýrari en verðmerkingar segja til um? Eiga neytendur rétt á að fá vöruna á því verði sem hún er verðmerkt á? Svar: Það er ekkert í lögum eða reglum sem kveður á um rétt neytenda þegar verð í afgreiðslukassa er hærra en í hillu. Hins vegar er túlkun Neytendastofu sú að verðmerking í hillu sé tilboð seljanda til neytenda og eigi neytendur rétt á að fá vöruna á því verði. Byggist þetta á því að neytendur velja vöruna á grundvelli verðmerkingarinnar en ekki á grundvelli verðs í afgreiðslukassa enda hafa þeir engin tök á því að sjá það verð fyrr en komið er að því að greiða vöruna. í framkvæmd fylgja verslanir þessu alla jafna. Einstaka sinnum geta þó komið upp tilvik þar sem um augljós mannleg mistök er að ræða og sem dæmi má nefna að vara kosti í raun 10.000 kr. en sé verðmerkt á 100 eða 1000 kr. í slíkum tilvikum ætti neytanda að vera það Ijóst að um mistök sé að ræða. Þaö eru sem betur fer ekki mörg dæmi um slík mistök við verðmerkingar en þau geta engu að síður valdið neytendum sárum von- brigðum. Röng hillumerking má þó ekki stafa af ásetningi. Rangt verð í auglýsingabæklingi Mikið er um að verslanir sendi aug- lýsingabœklinga til neytenda. Oftast kemur þar fram verð á einstökum vörum. Er verslun ekki bundin afþví verði sem þarkemur fram? Getur verslunin borið fyrir sig prentvillu, jafnvel þegar enginn slíkur fyrirvari ergerður i viðkomandi auglýsingabœklingi? Svar: Almenna reglan er sú aö verslun getur ekki boriö fyrir sig prentvillu eða önnur mistök ef neytendur geta ekki auðveldlega áttað sig á því að verðið sé rangt. Þó getur verslun fullyrt að verð sé rangt í auglýsingu ef það er augljóst og neytendur vita eða hefðu getað vitað að verðið væri rangt. Þá þarf röng verðbirting að stafa af mannlegum mistökum en ekki af ásetningi. 18 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.