Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Side 20

Neytendablaðið - 01.03.2006, Side 20
Utvarpslög brotin Sjónvarpsstöðvum er óheimilt að senda út dagskrárefni, þar á meðal auglýsingar, sem gœti haft alvarleg skaðvœnleg áhrifá líkam- legan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi dagskrárefni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi, á þeim dagskrártima sem hœtta er á að börn sjái viðkomandi efni. Neytendasamtökin sendu útvarpsréttar- nefnd erindi vegna sýningar á myndinni Ken Park en myndin er alls ekki viö hæfi barna en var þó sýnd á föstudagskvöldi kl. 20.30. Ef fólk telur aö 14. gr. útvarpslaga sé brotin er hægt er að senda erindi til Útvarpsréttar- nefndar Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík eða hringja í síma 545 9581 á milli kl. 11.00 og Neytendasamtökin fá gjarnan ábend- ingar um sjónvarpsefni sem á ekki erindi til barna en er þó sýnt á þeim tíma þegar börn sitja fyrir framan skjáinn. Þaö geta verið auglýsingar, myndbrot úr myndum eða þáttum, auglýsingar um tölvuleiki eða jafnvel kvikmyndir og þættir í fullri lengd sem fundinn er staður i dagskránni snemma kvölds. í útvarpslögum er með 14. gr. laganna bannað að sýna sjónvarpsefni sem getur haft skaðvænleg áhrif á þroska barna á tímum sem hætta er á að börn sjái sjónvarpsefnið. Greinin er svohljóðandi: 12.00. Foreldrar taka höndum saman „Parents Jury" eða foreldradómstóllinn eru áströlsk samtök foreldra sem berjast fyrir ýmsum hagsmunamálum barna. Aströlsk börn, rétt eins og börn í Bandaríkjunum og Evrópu, eiga við aukið offituvandamál að stríða. Foreldradómstóllinn berst sér- staklega fyrir því að sett verði bann á ruslfæðisauglýsingar sem er beint að börn- um. Samtökin stóðu einnig fyrir könnun í 24 verslunum í Ástralíu og var niðurstaðan sú að 80% matvöruverslana stilla upp sælgæti við kassann, og oftast í augnhæð barna. Þessu mótmæla samtökin enda eru foreldrar orðnir langþreyttir á því að berjast við börnin á meðan beðið er við afgreiðslukassann. sjá meira um á www.parentsjury.org.au Endurvinnslustöðvar Sorpu á 8 stöðum á höfuðborgar svæðinu taka við flöskum og dósum til flokkunar og endumýtingar. Hugsaðu vel um heimili þitt. Þú ert öðrum fyrirmynd. VÍN’vBl'JÐ www.vinbud.is

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.