Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 21
Neytandinn svarar Hólmfriður Sveinsdóttir Hólmfríður Sveinsdóttir svarar neytenda- spurningunum að þessu sinni. Hólmfríður er verkefnastjóri á Rannsóknamiðstöð Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hún er býr því ýmist i Reykjavík eða í Borgarfirðinum en þangað rekur hún ættir sínar. Hvaða matvara skemmist oftast í ís- skápnum hjá þér? Uff, það er nú ýmislegt sem á það til að skemmast í ísskápnum hjá mér. Ég bý ein og þaö er mjög óhagkvæm fjölskyldustærð þegar kemur að matarinnkaupum. Einni fæðutegund hendi ég þó oftast og það eru bananar. Það virðist vera einhverskonar ástar-/haturssamband milli mín og banana. Ég kaupi þá mjög oft og hendi þeim eigin- lega jafn oft. Skrítið ... Lestu allan markpóst sem kemur inn um bréfalúguna? Nei. Afskaplega lítið. Ég les reyndar miklu meira af slíkum pósti á Bifröst. Það er trúlega vegna þess að í Borgarfirði er hefö að auglýsa fundi og aðra mannfagnaði á dreifiblööum sem send eru á hvert heimili. í Reykjavík aftur á móti les ég nánast ekki neitt af þessum svokallaða ruslpósti. Biður þú um Tax Free þegar þú verslar erlendis? Ég gerði það hérna áður fyrr en reyndin varð oftast sú að ég hafði ekki tíma til að innheimta „gróðann" þegar út á flugvöll var komið. Ég hef ekki enn fyrirhitt þann flugvöll í heiminum sem hefur þetta aðgengilegt. Ég er því í langflestum tilfellum ekkert að ergja mig eða afgreiðslufólkið á því aö biðja um Tax Free-kvittanir. Hefur þú keypt ónýtan hlut erlendis og ekki getað skilaö? Eina sem ég man eftir í augnablikinu eru „skartgripir" sem ég keypti af einhverjum götusala í ísrael sem áttu að vera með einhverjum ægilega fínum steinum. Þegar á reyndi var þetta mesta skran sem sést hefur norðan Alpafjalla, held helst að þetta hafi verið eitthvert lélegt sápulíki. Hefur ýtinn sölumaður fengið þig til að kaupa eitthvað sem þú hefðir aldrei annars keypt? Já, já það kemur fyrir. Síðast þegar það gerðist var það á matsölustað þar sem dýrindis kokteil var prangað upp á mig (reyndar mjög góðum). Annars þarf alveg sérstaka lagni á mig hvað þetta varðar. Ég kaupi þannig ekkert í símasölu en kurteisu og lymskulega ýtnu afgreiðslufólki tekst oft að láta mig eyöa miklu meiru en efni standa til og þörf er á. Hvenær fórstu síðast í strætó? Það er ansi langt síðan ég fór í strætó á Islandi. Ég bjó i Belgiu fyrir rúmum tveimur árum og notaði þá strætó talsvert. I skól- anum sem ég var í fengu allir stúdentarnir ókeypis strætókort. Mjög til eftirbreytni. Hefurðu veitt í matinn? Bara á sjóstöng og finnst það mjög skemmti- legt. Ég er þó enn ekki komin það langt í veiðimennskunni að ég geti hugsað mér að koma við kvikindin strax eftir að þau koma úr sjónum. Það verða aðrir að sjá um að gera að aflanum. Svo fór ég reyndar einu sinni á selveiðar við suðurströnd Grænlands en við fengum því miður ekkert þannig að ég varð af þeirri lífsreynslu. Sem betur fer fyrir selinn. Hvenær skiptir þú síðast um banka eða tryggingafélag? Hér kemst upp um íhaldssemi mína. Ég hef aldrei skipt. En auðvitað á maður að vera vel vakandi og fylgjast með hvort bestu kjörin séu boðin. Eins og margir Borgfirðingar þá má segja aö ég hafi fæðst inn í Sparisjóð Mýrasýslu. Ég veit svo sem ekkert hvort ég gæti fengið betri kjör annarsstaðar en ég er viss um að ég fæ hvergi betri þjónustu en þar. Hvenær prúttaðir þú síðast um verð á vöru? Æi, ég er nú hálfaumur prúttari. Líður alltaf eins og ég sé að ræna þann sem ég reyni að prútta við. Veit þó að það er hin mesta firra. Hvað er versta neytendahneykslið sem þú manst eftir? Veit ekki hvað skal tiltaka. Ekki það að ég sé sérstaklega gjörn á að hneykslast en mér finnst samt margt hneykslanlegt sem snertir íslenska neytendur. Verðsamráð er þannig þeim sem slíkt stundar til mikillar hneisu, má hér nefna oliufélagasamráðið fræga. Mérfinnst líka hátt matvælaverð hérá landi algjört hneyksli. Hverju myndir þú vilja breyta varðandi neyslu þína? Ég get alveg örugglega bætt mig á mörgum sviöum. Hvað matarinnkaup varðar þá hef ég nú tekið stórstígum framförum undan- farin misseri. Ég reyni að kaupa sem mest lífrænt ræktað og án allra óþverraaukaefna. Gallinn er að það er miklu dýrara en þaö fer miklu betur í skrokkinn og því verður maður að láta sig hafa það. Viltu fá vín í matvöruverslanir? Já, takk. Kaupir þú vörur sem eru með vottuðu umhverfismerki? Já, ég geri það iðulega ef þær eru á boð- stólum. Ertu dugleg að flokka heimilisúrgang? Nei, ekki nóg. Það eina sem ég flokka er pappír, mjólkurfernur og dósir. Jú og ekki má gleyma litlu stykkjunum sem halda kveikjuþræðinum á sínum stað í sprittkert- unum. Ég er afskaplega dugleg að safna þeim. Mamma vinkonu minnar sendir þau svo til konu í Afriku sem endurnýtir þau. Þessi litlu stykki ku vera dýrasti partur kert- anna. Eru íslendingar meðvitaðir neytendur? Nei, ég held að við séum almennt afskap- lega lítið meðvituð sem neytendur. Við getum hins vegar verið harðir KR-ingar, kommar eða Hvolhreppingar - en við skil- greinum okkar sjaldnast sem neytendur. Ég veit ekki hvað er hægt að gera til að vekja okkur til meðvitundar um mátt okkar sem neytendur. Ég er þó sannfærð um að við gætum áorkað ýmsu í neytendamálum ef við létum af þessu sinnuleysi okkar og létum okkur málin varða. 21 NEYTENDABLAÐIÐ1.TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.