Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Síða 24

Neytendablaðið - 01.03.2006, Síða 24
DÝRAST að taka húsnæðislán á Islandi Það hallar verulega á íslenska neytendur þegar kemur að húsnæðislánum. Þetta er helsta niðurstaða skýrslu sem Neytendasamtökin unnu í samvinnu við neytendasam- tök í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, írlandi, Hollandi, Þýskalandi og Austurríki. Helstu niðurstöður eru: • Það er dýrara að taka húsnæöislán hér þar sem lántökugjald íslenskra fjármálafyrirtækja er umtalsvert hærra en að jafnaði í hinum níu löndunum. • Stimpilgjald er lagt á í flestum löndunum með mismunandi formi. Finnar hafa einir hætt þessari ranglátu skattlagningu og miðað við yfirlýsingar stjórnmálamanna úr öllum flokkum ættum við fyrir löngu að hafa fetað í fótspor Finna. • Það er miklu dýrara fyrir íslenska neytendur að greiða upp húsnæðislán en neytendur í nágrannalöndunum og því valda einkum þrír þættir: • Vaxtastig á húsnæðislánum er að jafnaði lágt í flestum viðmiðunarlöndunum og virðast lántakendur njóta þess víðast hvar. • Vextir hér eru þeir hæstu á því svæði sem könnunin nær til. Raunvextir eru að jafnaði frá 2 og upp í tæplega 5 prósentustigum hærri en í hinum Evrópulönd- unum. • Kostnaður við greiðslu afborgana er mun hærri og uppgreiðslugjald er yfirleitt hærra. Skýrslan í heild er á heimasíðu Neytendasamtakanna www.ns.is á íslensku og ensku

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.